Fréttablaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 14
14 2. mars 2008 SUNNUDAGUR N ei, þetta er ekki uppgjöf, held- ur ákvörðun. Ég er að taka í taumana og stjórna stefnunni í lífinu sjálf. Og það er mjög full- nægjandi tilfinning,“ segir Gulla, sem jafnframt segir ástæður þess að hún snúi baki við leiknum, að minnsta kosti í bili, vera nokkrar. Eins segist hún ekki kvíða því að vera ekki að fara að leika á næstunni. „Ég hef aldrei verið föst í því að leiklistin sé eina starfið sem ég geti unnið. Mér hefur alltaf fundist ég sjálf og mitt líf miklu stærra en leiklistin. Ég veit að ég er flink í mjög mörgu og get gert allan fjand- ann – og þá meina ég líka allan fjandann! Ég get lagt parkett og flísar, saumað gardínur og unnið skrifstofustörf og þótt ég hafi unnið sem leikkona hef ég aldrei skilgreint sjálfa mig út frá því sem ég vinn við,“ segir Gulla, sem segist hlakka mikið til að takast á við nýja starfið. Fyrst ætlum við þó að skunda austur fyrir fjall þar sem Gulla ólst upp – gangandi í hús og segjandi sögur. Sagði nágrönnunum frá láti foreldra „Ég var frekar venjulegur krakki nema ég sagði sögur. Gekk í hús og sagði hverjum sem heyra vildi ævin- týralegar sögur sem ég hafði búið til um fjölskyldu mína eða bara hvað sem er. Sumir kalla þetta að skrökva en ég var svo ung að ég vissi varla hvað það var – fimm ára gömul – mér fannst ég bara þurfa að lífga upp á tilveru annarra með skemmti- sögum. Þær voru að vísu ekki allar jafn skemmtilegar. Þannig tók ég mig einu sinni til, pínulítil, og rölti til nágranna minna að morgni þar sem fjög- ur systkin á mínum aldri eru og ætla að fara að leika við þau. Á leiðinni milli hús- anna brest ég skyndi- lega í grát og banka upp á hágrátandi og segi að mamma og pabbi séu dáin. Þetta var ekki illkvittni heldur fannst mér ég svona geta skreytt lífið. Sumar af vin- konum mömmu höfðu ekki húmor fyrir þessu og fannst þetta slæmt en sem betur fer höfðu foreldrar mínir það.“ Gulla er yngst þriggja syst- kina og þegar hún kom í heiminn var fjárhagur fjölskyld- unnar orðinn rýmri. Eldri systkinin höfðu því gríðarlegar áhyggjur af því að foreldr- arnir, sem höfðu meiri fjárráð, væru að eyðileggja yngsta barnið með dekri og var hún kölluð óhemja og spilligrís. Veður skip- uðust þó skjótt í lofti. Örlagaríkt vor 1984 Faðir Gullu vann á Litla-Hrauni á uppvaxtar- árum Gullu og móðir hennar var og er kenn- ari. „Það var fínt að alast upp á Selfossi. Við fluttum að vísu á Kvíabryggju í tvö og hálft ár þegar pabba bauðst að verða forstöðu- maður þar. Ég hef verið um átta ára gömul og það sem ég man helst frá þeim tíma er einangrunin, þessi rosalegu fjöll og í minn- ingunni er alltaf snarbrjálað veður. Svo förum við aftur á Selfoss og ég bý þar þang- að til ég flyt í bæinn til að fara í Leiklistar- skólann.“ Lá alltaf beinast við að halda þangað? „Nei, síður en svo. Það var eigin- lega algjör tilviljun og ég ætlaði mér aldrei að verða leikkona. Sem unglingur langaði mig að vinna við eitthvað þar sem ég gæti breytt heiminum og það sem ég segði skipti máli. Til dæmis fór ég í starfskynningu á Þjóðviljann einn menntaskólaveturinn og þar kviknaði mikill áhugi á að fara í ein- hvers konar stjórnmálafræði eða blaða- mennsku.“ Segja má þó að örlagaríkir atburðir hafi orðið til þess að hún steig fæti inn í leiklist- ina en vorið 1984, þegar Gulla var fjórtán ára, varð faðir hennar bráðkvaddur. „Það var mikið áfall en á sama tíma er ég í leik- félaginu og ég held að sá félagsskapur hafi algerlega bjargað mér. Þau héldu svo fallega utan um mig og þar hafði ég nóg af verkefn- um til að dreifa huganum. Það má því segja að þarna hafi leiklistin skotið rótum og svo þegar ég heyrði auglýsingu um inntökupróf í Leiklistarskólann seinna sló ég til.“ Vildi slíta sig frá Leikfélagi Reykjavíkur Það gekk strax í fyrstu atrennu að komast inn í skólann og svo þegar námi lauk var Gullu strax boðinn samningur og eitt leiddi fljótlega af öðru. „Einhvern veginn hefur það svolítið verið þannig í leiklistinni og líf- inu að ákvarðanir hafa verið teknar fyrir mig. Ég hef sjaldan sest niður og hugsað: Hver er minn metnaður – hvað langar mig? Fyrr en þá árið 2000. Þá sagði ég upp samn- ingi mínum hjá Leikfélagi Reykjavíkur sem ég hafði haft nær samfellt frá útskrift 1994 og þá upplifði ég fyrst hvað leiklistin er í raun skrítið starf. Maður hefur jú yndi af leiklistinni og hún nærir mann og allt það. En samt hefur maður svo afskaplega lítið um það að segja sjálfur – ekkert um rulluna, verkefnavalið, leikstjórann sem maður vinnur með eða neitt. Þetta verður því hálf- gerð færibandavinna og einhvern veginn var þetta orðið svo skrítið og önugt og ýmis- legt sem gekk á hjá LR á þeim tíma að mig langaði hreinlega að slíta mig lausa og prófa eitthvað nýtt.“ Ekki í boði að efast um leikinn Síðan þá hefur Gulla ekki verið fastráðin neins staðar en hefur þó komið víða við, bæði í leiklistarheiminum og utan hans. Þannig fór hún til Írlands strax eftir LR með írskum kærasta og vann í markaðsmál- um fyrir tölvufyrirtæki þar í landi. Og seg- ist hún hafa pikkað menntaskóla-Gullu þar upp. „Áhuginn á almannatengslamálum kviknaði þar á ný og ég naut starfsins og gekk mjög vel. Þegar ég kom svo heim ári síðar og kollegar mínir heyrðu af því að ég ætlaði ekki að fara að leika fannst mér merkilegt að heyra þá vera hálf harmi slegna yfir því. Ég man sérstaklega eftir einni sem sagði: „Auðvitað er hægt að finna lífshamingjuna í einhverju öðru.“ Og ég hugsaði: „Guð minn almáttugur, ég vona að þessi kona missi aldrei vinnuna sína sem leikari því þá er lífið greinilega búið.“ Sjálf- sagt er þessi hugsunarháttur þó nokkuð algengur og verður eflaust að vera það því þú getur ekki starfað sem leikari nema vera 100 prósent skuldbundinn því og aldrei efast, því um leið og þú ferð að efast og finna eitthvað að leikarastarfinu flosnarðu upp úr því fljótlega. Af hverju? Jú, því þetta er gríðarlega erfið vinna. Og ég held að fólk almennt átti sig ekki á því. Alls kyns vinnu- tími, kröfur um að fjölskylda þín sé algjör- lega í öðru sæti og leikhúsið á þig – þinn tíma og tilfinningalíf. Það er ekki í boði að vera sorgmæddur í vinnunni þótt einhver sé látinn eða að vera með 40 stiga hita – með 40 stiga hita var ég í kabarettsýningu á 10 sentimetra háum hælum með Ingvar E. á herðunum.“ Á nýjum stað Hvað þyrfti að breytast að mati Gullu til að hún sneri aftur í leikinn? „Ég er á einhverj- um skrítnum stað gagnvart þessu öllu. Auð- vitað er draumastaða hvers manns að vinna einhverja eina vinnu og fá greidd fyrir hana mannsæmandi laun. Og það er alveg sama í hvaða fagi þú ert. Maður er alltaf í því að drýgja tekjurnar en það er hálfsorglegt að þurfa alltaf að vera að því. Bakari fer ekki og stekkur upp úr brúðartertum til að drýgja tekjurnar, hann bara vinnur fyrir sér sem bakari. Atvinnuöryggið er lítið sem ekkert í greininni og maður er aldrei viss hvað kemur inn hver mánaðamót.“ Gulla hefur þó verið með annan fótinn í leiklist- inni fram til þessa. Hún hefur til að mynda leikið í feikivinsælum þáttum á borð við Svínasúpuna og Stelpurnar. Hún hefur líka komið við annars staðar, unnið á Lögreglu- stöðinni við afgreiðslu, sótt fjarnám við Bif- röst í Evrópufræðum og síðustu mánuði hefur hún verið að vinna fyrir Fylgifiska þar sem hún hefur séð um verslun fyrir- tækisins á Laugavegi. Og nú er það nýr kafli sem tekur við – að sjá um allt sem snýr að Viðey – og Gulla segist hlakka mikið til. Vor í lofti Engan þarf að undra að leið Gullu liggi nú í starfsvettvang er tengist verkefnastjórnun og samskiptum. Gullu er oft lýst af sam- starfsfólki sínu sem hálfgerðu „samskipta- trölli“ – samskipti séu hennar sterka hlið. Er það eitthvað sem er Gullu meðfætt eða eitthvað sem hún lærði? „Það er ugglaust hvort tveggja. Ég er friðelskandi vog, hef sterka réttlætiskennd, finnst fólk frábært og ég umgengst það af virðingu. Og sjálf geri ég kröfu um hið sama. Svo spilar upp- eldið auðvitað inn í. Ég ólst upp hjá alkóhól- ista, föður mínum, og það er oft talað um að aðstandendur alkóhólista læri gjarnan ein- hvers konar hlustun og einhverja meðvirkni sem reyndar verður mörgum fjötur um fót seinna meir og varð það líka í mínu tilfelli. Pabbi var mjög ákveðinn í uppeldinu og reglurnar voru stífar og eftir þeim varð maður að fara skilyrðislaust. Svo þegar ég komst á unglingsár og fór sjálf að vilja gera uppreisn gegn foreldrunum og að brjótast undan hæl alkóhólismans var ég hálfvegis rænd uppreisninni þegar pabbi dó. Það var gríðarleg breyting og við tók mjög erfitt og losaralegt tímabil.“ Gulla segist þó síðar meir hafa hitt fyrir flinkasta mann í heimi, að því er hún telur, góðan geðlækni sem hjálpaði henni að vinna út úr þeim aðstæðum og erfiðleikum. „Ég veit ekki hvar ég væri hefði ég ekki hitt þann mann. En ég er líka sannfærð um að þessi reynsla mín hafi gert mig næmari fyrir aðstæðum annarra og ég á auðvelt með að nálgast fólk á þeim stað sem það er statt hverju sinni. Án þess þó að vera með yfirlæti og þykjast vita hvernig viðkomandi líður. Öll reynsla skilar manni einhverju og ég er mjög rík af reynslu. Samt finnst mér lífið eiginlega vera að byrja núna. Og sá byrjunarreitur er ofsalega góður og ég hlakka til. Það er eitthvert vor þarna úti.“ Líf mitt er stærra en leikurinn Ein okkar ástsælasta leikkona seinni tíma, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, hefur ákveðið að næstu spor skuli stigin fjarri leiksviðinu. Meðvituð ákvörðun en ekki uppgjöf, segir hún um það að ætla að snúa frá leiknum og jafnframt að það sé góð til- finning að hafa stjórn á eigin lífi. Júlía Margrét Alexandersdóttir hitti leikkonuna sem söðlar nú um og tekur eftir helgi við starfi verkefnisstjóra Viðeyjar. ÁKVÖRÐUN SEM KOM Á ÓVART „Þegar ég kom svo heim ári síðar og kollegar mínir heyrðu af því að ég ætlaði ekki að fara að leika, fannst mér merkilegt að heyra þá vera hálf harmi slegna yfir því. Ég man sér- staklega eftir einni sem sagði: „Auðvitað er hægt að finna lífshamingjuna í einhverju öðru.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ...Gulla er sögð hafa dýran smekk og komi hún inn í búðir bregst ekki að hún fellur fyrir dýrasta hlutnum þar inni. ...Gulla er náfrænka Sigurðar Guðmunds- sonar myndlistarmanns. ...Gulla segir hnakkana frá Selfossi hafa komið eftir hennar tíð. ...Gulla er fædd hinn 21. október 1969. ...að samkvæmt Gullu er ætt hennar einkar sérhlífin og löt. Gulla á tvær hliðar: Er forkur til vinnu en letidýr heima hjá sér. VISSIR ÞÚ AÐ... Svo þegar ég komst á ungl- ingsár og fór sjálf að vilja gera uppreisn gegn foreldr- unum og að brjótast undan hæl alkóhólism- ans var ég hálfvegis rænd upp- reisninni þegar pabbi dó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.