Fréttablaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 2. mars 2008 11 SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn orð. Ein göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir. is. Þar eru nán ari leið bein ing ar. Rit- stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil- inn er rétt ur til leið rétt inga og til að stytta efni. UMRÆÐAN Umhverfismál Nýverið mælti ég fyrir frum-varpi til skipulagslaga á Alþingi. Í frumvarpinu er að finna ýmis nýmæli, og verði það að lögum mun það styrkja skipu- lagsgerð í landinu og efla þátt- töku almennings í henni. Í því er einnig viðurkennd þörfin á því að ríkisvaldið leggi til heildstæða sýn í skipulagsmálum með svo- kallaðri landsskipulagsáætlun. Leiðarljós í skipulagsvinnu Ég er þeirrar skoðunar að ríkis- valdið eigi að leggja fram stefnu- mótun í skipulagsmálum á lands- vísu. Slík stefnumótun tæki til þeirrar landnýtingar sem ekki varð- ar eingöngu hagsmuni ein- stakra sveitar- félaga, heldur hagsmuni þjóðar innar allrar. Hún yrði leiðarljós í skipulagsvinnu sveitarstjórna og myndi einnig gegna mikilvægu hlutverki við samræmingu hinna ýmsu áætlana sem samþykktar eru á Alþingi, svo sem samgönguáætlunar, nátt- úruverndaráætlunar, byggðaáætl- unar, rammaáætlunar um vernd- un og nýtingu landssvæða o.s.frv. Mikilvægt er þó að ítreka að áfram mun höfuðábyrgð og forræði á skipulagsgerð liggja hjá sveitar- félögunum. Samráð við marga Dæmi um almannahagsmuni sem landsskipulagsáætlun getur náð yfir eru samgöngukerfi, orkuöfl- unar- og dreifikerfi, náttúru- vernd, útivist og önnur landnotk- un á svæðum sem varða þjóðarhagsmuni. Þannig yrði landsskipulagsáætlun fyrir mið- hálendið, svo dæmi sé tekið, stefnumörkun ríkisvaldsins um uppbyggingu á því svæði á sviði orkunýtingar, vegaframkvæmda og náttúruverndar. Jafnframt yrði í slíkri landsskipulagsáætl- un sett fram heildstæð áætlun um verndun svæða á miðhálendi Íslands sem samkomulag væri um að ekki ætti að nýta til fram- kvæmda en sem mætti hins vegar nýta til verndar og útivistar. Landsskipulagsáætlun getur náð til landsins alls, einstakra lands- hluta og efnahagslögsögunnar. Gert er ráð fyrir að landskipu- lagsáætlun verði unnin í mjög víðtæku og nánu samráði við sveitarfélög, hlutaðeigandi stofn- anir og ráðuneyti. Jafnframt yrði hún kynnt almenningi opinberlega þannig að sem flestir geti tjáð sig um efni áætlunarinnar. Stefnumörkun á miðhálendi Lagt er til í frumvarpinu að lands- skipulagsáætlun verði lögð fram á Alþingi sem tillaga til þings- ályktunar. Verði frumvarpið að lögum er gert ráð fyrir að fyrsta landsskipulagsáætlunin verði lögð fram á Alþingi árið 2010 og fjalli um stefnumörkun á mið- hálendinu. Gerð skipulags verður stöðugt mikilvægari þáttur umhverfis- verndar. Verði frumvarp til skipulagslaga samþykkt á Alþingi fá stjórnvöld mikilvægt verkfæri í hendur til að vinna á markviss- an hátt að umhverfisvernd hér á landi. Höfundur er umhverfisráðherra. Landsskipulagsáætlun er verkfæri við umhverfisvernd ÞÓRUNN SVEIN- BJARNARDÓTTIR UMRÆÐAN Ofbeit Á hinu háa Alþingi flutti þingmaður þings- ályktunartillögu um að fela land- búnaðarráðherra að beita sér fyrir eflingu íslenska geitarfjárstofns- ins. Stofninn sem kom með landnámsmönnum hefði verið einangraður hér og því „ein- stakur í sinni röð fyrir hreinleika sakir“. Ég man ekki betur en ég hafi nýlega lesið um vandræði vegna úrkynjunar stofnsins því hann sé orðinn allt of skyldur innbyrðis. Lagt er til í tillöguni að bændur fái tímabundna hækkun á greiðslu fyrir hverja geit og hafnar verði rannsóknir á erfðamengi hennar. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir mögulegt að búa til fósturvísa og flytja milli sauðfjárveikivarnar- svæða en það kosti mikið og þurfi að styðja með opinberu fé. Land- búnaðarráðherra segir að við vilj- um ekki missa stofninn niður. Gallinn er sá að geitin er skað- ræðisskepna á viðkvæman gróður, slæm er sauðkindin sem er að ljúka við að klára kjarr og náttúrulegan blómgróður landsins með áfram- haldandi rányrkju, en geitin nagar alveg niður í rót. Geitin er létt á fæti og stekkur yfir allar girðingar og klifrar í klettum og gæti ugg- laust náð að naga niður fallegar hríslur á syllum og í giljum þar sem sauðkindin hefur ekki komist að. Á meðan lausaganga búfjár er stund- uð hér ættum við að fara varlega í að fjölga geitinni nema fækka þá sauðkindinni um leið, sem löngu er tímabært. Margar eyðimerkur hér og úti um heim hafa myndast vegna ofbeitar og hjarðmennskubúskapar, sem er löngu afnuminn hjá þjóðum sem telja sig siðmenntaðar og vernda sitt gróðurríki fyrir laus- beisluðum bitvargi. Menn mega hafa eins margar rollur og geitur og hestastóð eins og þeir vilja svo fremi að þeir haldi þeim á sínum heimalöndum og í girðingum. Við viljum ekki lengur borga fyrir endalausar viðgerðir á sárum í ofbeittu landinu og örvænt- ingarfulla baráttu við uppblástur- inn á meðan rányrkjan eltir uppi árangurinn. Þetta ástand er tíma- skekkja. Höfundur er leikkona og fyrrver- andi formaður Lífs og lands. Sýnu verri er geitin HERDÍS ÞOR- VALDSDÓTTIR • Nýir tímar - nýjar hugmyndir www.or.is ÍS L E N S K A / S IA .I S /O R K 4 06 54 0 2/ 08 Umhverfis- og orkurannsóknasjóður Orkuveitu Reykjavíkur Veittir eru styrkir í tveimur flokkum. Í opnum flokki ræður þitt hugarflug ferðinni. Í lokuðum flokki höfum við sérstakan áhuga á að styrkja eftirtalin verkefni: • Heilsufarslegur ávinningur af greiðu aðgengi að veitum • Áhrif breytinga á veðurfari á starfsemi veitna • Hagkvæmniathugun þess að fara alfarið í fjarmælingar raforkunotkunar • Endurheimt vistkerfa og kolefnisbinding • Snefilefni í ferskvatnsfiski • Rannsóknir á botnseti í Skorradalsvatni • Áhrif gufu og heits vatns á gróður og vistkerfi umhverfis upprunastaðinn • Upphitun náttúrulegra grasvalla með heitu vatni • Lestarsamgöngur • Orkugjafar í samgöngum • Varmalosun frá jarðstrengjum • Umhverfisáhrif lýsingar • Rannsóknir á virkni settjarna í Reykjavík • Rannsókn á umhverfisþáttum snjóframleiðslu. Sendu inn umsókn um styrk Markmið Umhverfis- og orkurannsóknasjóðs OR er að veita vísindamönnum, stúdentum og öðrum sérfræðingum á sviði um- hverfis- og orkumála tækifæri til að hrinda góðum rannsókna- hugmyndum í framkvæmd. Allar nánari upplýsingar um sjóðinn, s.s. úthlutunarreglur, til- högun umsókna, skilmála og verkefni í lokuðum flokki eru á vef sjóðsins, www.or.is/uoor Einungis er tekið við rafrænum umsóknum, útfylltum á vef sjóðsins og er síðasti skiladagur umsókna 1. apríl 2008. Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum, sem hefur 100 milljónir króna til ráðstöfunar árið 2008. Sérstaklega er hvatt til umsókna um styrki til þverfaglegra rannsókna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.