Fréttablaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 86
30 2. mars 2008 SUNNUDAGUR HVAÐ SEGIR MAMMA? Hvað er að frétta? Við í FÍH vorum að klára að sýna Sálarmessuna sem Sammi jagúar setti upp. Ég og hljómsveitin Moses Hightower höfum verið að stúss- ast svolítið og verðum til dæmis á Aldrei fór ég suður. Svo er ég að læra inn á nöfn og lækningamátt ýmissa steina og blóma- dropa, sem er mjög gaman. Augnlitur: Blá/grá/mosagrænn. Starf: Tónlistardama, frístundaleiðbein- andi og starfsmaður í andlegu verslun- inni Gjöfum jarðar. Fjölskylduhagir: Einhleyp. Hvaðan ertu? Borin og barnfædd í Reykjavík. Ertu hjátrúarfull? Nei, ég get ekki sagt það. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Ég horfi lítið sem ekkert á sjónvarp en ég á Grey‘s Anatomy á DVD. Ég horfi stundum á það. Uppáhaldsmatur: Lambakjöt. Fallegasti staðurinn: Landmanna- laugar. iPod eða geislaspilari: Ég á ömurlega geislaspilara sem láta eins og allt sé rispað þannig að ég ætla að segja iPod. Þar er ekkert rispað. Hvað er skemmtilegast? Að fá hlátursköst, fara á góða tónleika, fara í hestaferðir með toppliði og topphestum í íslenskri náttúru með gott nesti og smá koníak í pela. Hvað er leiðinlegast? Illa innrætt fólk, að vera í vondu skapi og að vera lasin. Helsti veikleiki: Ég er viðkvæm, stund- um mjög fljótfær og gleymin. Ég gæti nú haldið þessu áfram lengi. Helsti kostur: Mér þykir mjög vænt um fólk og ég kann að njóta lífsins. Helsta afrek: Tónlistin mín. Mestu vonbrigðin: Þegar kisa mín fór til himna. Hver er draumurinn? Að verða góð tónlistarkona, góður læknir, eignast stóra fjöl- skyldu, tvær kisur og kannski einn risastóran hund. Og jú, heimsfriður! Hver er fyndnastur/fyndn- ust? Guðrún Helga Kristjáns- dóttir og Guðný Halldórs- dóttir. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Tillitsleysi og dóna- skapur. Hvað er mikilvægast? Ást. HIN HLIÐIN BRYNDÍS JAKOBSDÓTTIR TÓNLISTARKONA Hlátursköst og hestaferðir í uppáhaldi „Ég samgleðst henni og þeim mjög með þetta. Hún hefur alltaf verið rosalega dugleg og sjálfstæð stúlka frá því að hún fæddist. Hún veit nákvæmlega hvað hún hefur alltaf viljað og hefur staðið alveg undir því.“ Sigþrúður Stefánsdóttir, móðir söngkon- unnar Regínu Óskar. 21.07.87 Félagsskapurinn Félag íslenskra grjónapunga var stofnaður á Kaffi Tröð fyrir einum 45 árum. Síðan hafa meðlimir hist í hádeg- inu, alla virka daga, yfir rjúk- andi diskum af mömmumat. Síð- ustu tíu árin hefur sá matur verið framreiddur á Humarhús- inu, þar sem matargestir eiga alla jafna að venjast flóknari matreiðslu en bjúgum og upp- stúf eða kjöti í karríi. „Upphafið var nú bara þannig að við vorum nokkrir stráklingar, sem vorum flestir að vinna niðri í bæ, sem nenntum ekki heim í hádeginu. Við fórum að hittast og spjalla á Kaffi Tröð í staðinn, og þegar því var lokað lá leiðin um stundarsakir yfir á Hress- ingarskálann,“ útskýrir Hemmi, sem er einn stofnfélaga. „Við sátum alltaf við fínasta hring- borð á Tröð og fengum að flytja það með okkur yfir á Hressó. Það fylgdi okkur líka yfir á Humar húsið og það er ekki nema stutt síðan því var skipt út,“ bætir hann við. Þessir riddarar hringborðsins eiga það flestir sameiginlegt að hafa verið iðnir við íþróttaiðkun, en Hemmi segir það þó ekki vera inngönguskilyrði í félagsskap- inn. „Valsmenn hafa verið svolít- ið ráðandi þarna en við komum samt úr ýmsum félögum. Einn af stofnendunum, Axel Sigurðsson, var deildarstjóri á póstinum og Framari, og Hilmar Björnsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, er KR-ingur. Svo eru aðrir sem tengjast íþróttum ekkert,“ segir Hemmi, sem segir þó ákveðin viðmið gilda í félaginu. „Menn verða að undirgangast stífar reglur, eins og að vera alltaf í góðu skapi og ræða aldrei ein- hver leiðindamál. Öllum ber saman um að það sé nóg röflað og nöldrað í þjóðfélaginu, við þurfum ekkert á því að halda,“ segir hann og hlær við. Grjónapungarnir eru samtals um átján í dag, að sögn Hemma, en eins og við má búast hafa ein- hverjir helst úr lestinni og aðrir bæst í hópinn á síðustu fjörutíu árum. Í hverju hádegi mæta alla jafna um tíu manns. „Þetta er alveg stórgóður félagsskapur og þetta styttir daginn svo sannar- lega. Léttleikinn er öllum nauð- synlegur,“ segir Hemmi og bætir við: „Menn hafa undrast það hvaða flottræfilsháttur þetta sé að fara alltaf út að borða, en þetta er bara eins og þegar Jón Jónsson kaupir sér samloku. Bara góður hópur og góður mömmumatur.“ sunna@frettabladid.is HERMANN GUNNARSSON: BANNAÐ AÐ NÖLDRA Í FÉLAGI ÍSLENSKRA GRJÓNAPUNGA Mömmumatur í hádeginu í 45 ár GRJÓNAPUNGAR Á HUMARHÚSINU Félag íslenskra grjónapunga hefur snætt saman mömmumat í hádeginu, alla virka daga, síðastliðin 45 ár. Á Humarhúsinu hafa grjónapungarnir sérherbergi fyrir sig. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Big Lebowski-hátíð verður haldin í Keiluhöllinni í annað sinn laugar- daginn 8. mars. Á hátíðinni verður vitaskuld keilað eins og í sam- nefndri gamanmynd Coen-bræðra, auk þess sem veitt verða verðlaun fyrir besta búninginn. Einnig verður myndin sjálf sýnd á breið- tjaldi. „Það komu ekki nema tuttugu manns í fyrra og við stefnum á aðeins meira núna. En þetta sló alveg í gegn og allir skemmtu sér rosalega vel,“ segir Svavar Helgi Jakobsson, sem skipuleggur hátíð- ina ásamt vini sínum Ólafi Sverri Jakobssyni. Bandarískir áhugamenn um The Big Lebowski stofnuðu samtök sem hafa haldið hátíð sem þessa nokkrum sinnum á ári undanfarin sjö ár. Einnig ferðuðust meðlimir þeirra til Bretlands á síðasta ári og héldu þar tvær hátíðir. Hvort þeir komi einhvern tímann hingað til lands er aftur á móti annað mál. „Það væri ekki leiðinlegt, sérstak- lega þegar maður sér hversu stórt þetta er úti. Leikarar úr myndinni hafa verið að mæta og Jeff Bridges hefur til dæmis mætt tvisvar. Ég held að flestir myndu vilja fá John Turturro hingað. Hann er senu- þjófurinn í myndinni og á örugg- lega frægustu setningarnar,“ segir Svavar, sem hefur séð The Big Lebowski yfir tuttugu sinnum. „Það er rosalega stór hópur sem dýrkar myndina. Hún er á topp fimm hjá mörgum sem ég veit um. Við völdum líka að halda hátíðina 8. mars vegna tíu ára afmælis hennar.“ Hægt er að næla sér í miða á hátíðina á midi.is. - fb Lebowski dýrkaður á Íslandi THE DUDE Félagarnir Svavar (til vinstri) og Ólafur bregða á leik sem lati friðar- sinninn The Dude, sem Jeff Bridges lék af alkunnri snilld. JESUS John Turturro fór á kostum sem hinn stórundarlegi Jesus Quintana í The Big Lebowski. HLÁTURMILDUR Hemmi Gunn er vanalega hrókur alls fagnaðar hvert sem hann fer. Hann skemmti sér vel á fundi með Grjónapungunum í vikunni, enda er bannað að ræða leiðindamál þar. „Ef þau vilja fá mig aftur þá stendur ekki á mér,“ segir söngvar- inn Jón Jósep Snæbjörnsson. Mikla athygli vakti á síðasta ári þegar Jónsi starfaði sem flugþjónn hjá Icelandair og allar líkur virðast á því að hann snúi aftur til þeirra starfa í sumar. Flugþjónar og -freyjur sem störfuðu hjá Icelandair í fyrra- sumar fengu fyrir skemmstu sent bréf þar sem kannað var hvort þau hefðu hug á því að snúa aftur til starfa í sumar. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair er þetta svo stór hópur að ólíklegt er að inntökupróf verði haldin fyrir nýliða að þessu sinni. Jónsi segist hafa svarað bréfinu. Hann hafi að sjálfsögðu óskað eftir því að fá starf í vélum Icelandair í sumar. „Auðvitað. Það var sannur heiður að fá að þjóna landsmönnum í fyrra. „Kaffi, vatn eða te?“ Þetta var frábært,“ segir söngvarinn sem undanfarið hefur starfað hjá Glitni. Þar er Jónsi í viðburðadeild, í verkefni sem lýkur með vorinu. Gengið verður frá ráðningu flugliða nú á næstu dögum. - hdm Jónsi aftur í háloftin JÓN JÓSEP SÆBJÖRNSSON Tekur sig vel út í búningi flugþjóns- ins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.