Fréttablaðið - 10.03.2008, Page 4

Fréttablaðið - 10.03.2008, Page 4
4 10. mars 2008 MÁNUDAGUR VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 9° 7° 6° 7° 6° 9° 7° 11° 9° 12° 16° 15° 12° 9° 20° 6° 22° 16° Á MORGUN 3-8 m/s. MIÐVIKUDAGUR 5-10 m/s. -1 -1 -1 0 0 1 0 1 0 0 -5 -1 -1 1 1 1 0 2 3 33 LÍTIÐ AÐ GERAST Það verður ekki fyrirferð í vindinum í dag. Hægviðri og vindátt breytileg. Á morgun er helst að sjá að dálítill vindstrengur af norðaustri nuddist við vestustu annes á Vestfjörðum. Á miðvikudag hlýnar nokkuð á landinu með rigningu eða slyddu á austur- helmingi landsins. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur VINNUMARKAÐUR Starfsmennta- sjóðir verkalýðshreyfingarinnar, Landsmennt og Starfsafl, hafa breytt reglum sínum þannig að nú munu þessir sjóðir styrkja félags- menn verkalýðshreyfingarinnar um allt land til að taka bílpróf. Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segir að bílprófið sé grunnmenntun sem allir þurfi á að halda. „Þetta er fyrst og fremst fólk sem er að koma inn á vinnu- markaðinn og er að afla sér menntunar. Hluti af þeirri menntun er bílprófið sem er notað við gríðarlega mörg störf,“ segir Sigurður, „og við erum bara að styðja við bakið á þeim sem ekki hafa sótt sér þessa menntun.“ - ghs Starfsmenntasjóðir: Styrkja fólk til að taka ökupróf SERBÍA, AP Boris Tadic, forseti Serbíu, hyggst boða til kosninga nú þegar samsteypustjórn landsins er fallin. Búist er við að Tadic skýri frá þessu í dag, og verða kosning- arnar líklega haldnar í maí. Vojislav Kustunica forsætisráð- herra, sem eins og flestir Serbar er andvígur stofnun sjálfstæðs ríkis í Kosovo, sleit stjórnarsam- starfinu eftir að ráðherrar í stjórninni, flokksbræður hins Evrópusinnaða Tadic forseta, sögðust vilja halda áfram að sækjast eftir aðild að Evrópusam- bandinu þrátt fyrir að Evrópu- sambandsríkin styðji flest sjálfstæði Kosovo. - gb Stjórnarslitin í Serbíu: Tadic boðar til kosninga í maí BORIS TADIC BANDARÍKIN, AP Demókratar í Bandaríkjunum veltu því mjög fyrir sér í gær hvort Barack Obama hafi náð hámarksfylgi sínu meðal þeldökkra Banda- ríkjamanna, en meira þurfi til eigi hann að geta sigrað repúblik- anann John McCain í forseta- kosningum í haust. Obama fór létt með að sigra Hillary Clinton í forkosningum í Wyoming á laugardag, og þykir sömuleiðis eiga vísan sigur í næsta prófkjöri flokksins, sem verður haldið í dag í Mississippi. Næsta stóra prófkjörið verður ekki fyrr en í Pennsylvaníu þann 22. apríl, þar sem kosið er um 158 kjörmenn. Obama hefur þegar töluvert forskot á Clinton, en úrslitin ráðast þó af afstöðu ofurfulltrúanna svonefndu, tæp- lega 800 forystumanna Demó- krataflokksins sem geta greitt atvkæði að eigin vild á lands- þingi flokksins í lok ágúst. Bill Clinton, fyrrverandi for- seti Bandaríkjanna og eiginmað- ur Hillary, mótherja Obamas í baráttunnu um að verða forseta- efni flokksins, sagði í Mississippi um helgina að saman myndu þau verða gersamlega ósigrandi, og að Hillary væri svo sannarlega að íhuga þann möguleika. Obama sagði hins vegar of snemmt að ræða þetta, fyrst þyrftu þau að fá niðurstöðu um það hvort verði forsetaefni flokksins: „Þið eigið ekki eftir að sjá mig berjast fyrir því að verða varaforsetaefni - ég er í forseta- framboði.“ Repúblikaninn John McCain þarf hins vegar á næstu vikum að verja orku sinni fyrst og fremst í það að halda sér í sviðs- ljósi fjölmiðla og afla meira fjár til hinnar eiginlegu kosningabar- áttu, sem hann þarf að heyja við annað hvort Obama eða Clinton, eða hugsanlega þau bæði. „Ég held að það verði mjög spennandi að fylgjast með þessu,“ sagði hann um kosninga- baráttu Demókrataflokksins og gerði sér fulla grein fyrir því að hann þurfi að hafa fyrir því að beina athygli fjölmiðla að sjálf- um sér. „Þetta þýðir að ég verð að leggja harðar að mér,“ sagði hann við blaðamenn fyrir helgi, en bætti því við að enn sé „mjög langur tími frá mars og fram í nóvember. Þetta er langt ferða- lag.“ gudsteinn@frettabladid.is Bill segir að saman yrðu þau ósigrandi Barack Obama fór létt með að sigra í prófkjöri í Wyoming um helgina og er sömuleiðis talinn eiga sigurinn vísan í Mississippi í dag. Bill Clinton segir að Hillary og Obama verði ósigrandi, bjóði þau fram saman í forsetakosningum. OBAMA Í KOSNINGABARÁTTUNNI Þarna stillir hann sér upp með eins konar lukku- dýri háskólans í Wyoming. NORDICPHOTOS/AFP Þið eigið ekki eftir að sjá mig berjast fyrir því að verða varaforsetaefni - ég er í forsetaframboði. BARACK OBAMA FRAMBJÓÐANDI UM AÐ VERÐA FORSETAEFNI DEMÓKRATA FÉLAGSMÁL Ráðstefnan Tengslanet kvenna IV - Völd til kvenna verð- ur haldin í fjórða sinn undir stjórn dr. Herdísar Þorgeirsdóttur próf- essors 29. til 30. maí næstkom- andi á Bifröst. Í ár verður þema tengslanets- ins Konur og réttlæti og munu ýmsir fyrirlesarar nálgast það efni út frá ólíkum sjónarhornum. Meðal fyrirlesara má nefna Maud de Boer Buquicchio sem er annar framkvæmdastjóri Evrópuráðs- ins og mun hún ræða hlutskipti kvenna. Hinn aðalfyrirlesarinn er Judith Resnik, prófessor við laga- deild Yale háskóla, sem var á dög- unum útnefnd fremsti fræðimað- ur á sviði lögfræði 2008 af bandarísku lögmannasamtökun- um. Aðeins fimm konur hafa áður hlotið þann heiður og er hún nefnd sem væntanlegur dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna. Eins og áður sagði er þetta í fjórða sinn sem Tengslanet kvenna er haldið en vorið 2006 var ráðstefnan sú stærsta í íslensku viðskiptalífi. Hana sækja konur úr mörgum sviðum þjóðfé- lagsins, þverfaglegum og þver- pólitískum. Þá verða undirþemu rædd í pallborðsumræðum undir fundar- stjórn skörulegra kvenna en pall- borðin verða samsett af ólíkum einstaklingum. Skráning fer fram á slóðinni www.bifrost.is. - ovd Ráðstefnan Tengslanet kvenna - Völd til kvenna haldin í fjórða sinn á Bifröst: Þemað er konur og réttlæti MAUDE DE BOER BUQUICCHIO Er ein þeirra sem heldur fyrirlestur á Tengslaneti kvenna. Hún er til vinstri á myndinni. SAMGÖNGUR Nýr leigubíll kom á götur Reykjavíkur á föstudag. Bíllinn er af tegundinni Toyota Highlander Hybrid og er sjö manna lúxusjeppi. Hann notar þó 40 prósent minna eldsneyti en hefðbundinn jeppi í sama stærðarflokki. Tvinnbílar ryðja sér mjög til rúms og eru orðnir afar vinsælir, til að mynda á Bandaríkjamark- aði. Hybrid tæknin er umhverfis- væn og býður bíleigendum upp á eftirsóknarverðan sparnað þar sem að olíuverð hækkar stöðugt. Toyote Highlander Hybrid jeppinn er 280 hestöfl en eyðir aðeins 7,5 lítrum á hundraðið. - vþ Nýr leigubíll á göturnar: Sparneytnari leigubíll SIMBABVE, AP Robert Mugabe, forseti í Simbabve, undirritaði í gær ný lög sem skylda hvíta eigendur fyrirtækja til að afhenda svörtum meirihlutaeign í fyrir- tækjum sínum. Einnig kynnti Mugabe áform um að stjórnin gefi þeldökkum eigendum lands, sem áður var í eigu hvítra, þúsundir húsdýra, olíu, dráttarvélar, vélhjól og fleiri landbúnaðaráhöld til að hjálpa þeim að koma undir sig fótunum. Þessi áform bera þess merki að nú styttist í kosningar í Simbabve. Þær verða haldnar 29. mars. - gb Mugabe Simbabveforseti: Hvítum óheiml eign fyrirtækja ROBERT MUGABE HEILSA Félag 100 kílómetra hlaupara á Íslandi stendur fyrir keppnishlaupi sjöunda júní næstkomandi. Hlaupið verður í 10 sinnum 10 kílómetra lykkjum um Fossvogs- dal, Elliðaárdal og yfir í Bryggju- hverfi. Er áætlað að hlaupið hefjist klukkan sjö að morgni og þurfa keppendur að ljúka hlaupi á innan við fimmtán klukku- stundum. Áningarstöðvar verða á fimm kílómetra fresti. Félag 100 kílómetra hlaupara á Íslandi var stofnað fyrir þremur og hálfu ári síðan af fimm félögum. Nú eru félagarnir orðnir fimmtán talsins. „Það er skilyrði fyrir inntöku að hafa hlaupið 100 kílómetra keppnis- hlaup,“ segir Ágúst Kvaran, formaður félagsins sem tekur við bráðabirgðaskráningum í netfangið agust@hi.is - ovd Félögum fer ört fjölgandi: 100 kílómetra keppnishlaup GENGIÐ 07.03.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 135,993 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 67,83 68,15 136,49 137,15 104,47 105,05 14,012 14,094 13,223 13,301 11,121 11,187 0,6647 0,6685 110,21 110,87 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.