Fréttablaðið - 10.03.2008, Side 10
10. mars 2008 MÁNUDAGUR
RV Unique örtrefjaræstikerfið
- hagkvæmt, vistvænt og mannvænt
Nánari upplýsingar
veita sölumenn og ráðgjafar RV
Bodil Fur,
sölumaður hjá
RV Unique í Danmörku
UniFlex II H Fiber ræstivagn
RV
U
N
IQ
U
E
02
08
02
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665
sala@rv.is • www.rv.is
MENNTAMÁL Skólameistarar
tveggja framhaldsskóla, sem
áminntir voru af menntamála-
ráðuneytinu í janúar, hafa enn
ekki fengið svör frá ráðuneytinu
við kröfu þeirra um að áminning-
arnar verði dregnar til baka. Ráðu-
neytið hefur haft bréf þeirra til
umfjöllunar í rúman mánuð.
Þeir Gísli Ragnarsson, skóla-
meistari Fjölbrautarskólans við
Ármúla, og Baldur Gíslason, skóla-
meistari Iðnskólans í Reykjavík,
voru í janúar áminntir fyrir að
ýkja tölur um fjölda eininga sem
nemendur luku með prófi frá skól-
unum, en fjárframlög eru reiknuð
út frá þeim tölum.
Þetta var í fyrsta skipti sem
áminningar voru veittar vegna
slíkra brota í starfi, en skólameist-
arar hafa gagnrýnt reiknilíkanið
sem beitt er við útreikningana.
Þeir Gísli og Baldur sættu sig ekki
við áminninguna, og sendu ráðu-
neytinu bréf seint í janúar þar
sem þess var krafist að áminning-
arnar yrðu dregnar til baka.
„Við bíðum bara,“ segir Gísli.
„En auðvitað er tíminn orðinn
dálítið langur, meira en mánuður.“
Hann segist ánægður með að svo
virðist sem ráðuneytið sé að skoða
hvort það muni verða við kröfum
þeirra.
Steingrímur Sigurgeirsson,
aðstoðarmaður menntamálaráð-
herra, staðfesti í gær að ráðu-
neytið hefði bréfið til meðferðar.
Hann vildi ekki segja til um hve-
nær svars væri að vænta. - bj
Skólameistarar bíða svara frá menntamálaráðuneytinu vegna oftalningar eininga:
Fallið verði frá áminningum
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Ekkert svar
hefur borist frá ráðuneytinu vegna bréfs
tveggja skólameistara. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
HEILBRIGÐISMÁL Sigurður Guðmundsson landlæknir
segir sívaxandi þörf á heimsvísu fyrir heilbrigð
líffæri úr látnu fólki og er fylgjandi því að athugað
verði með lagabreytingu um ætlað samþykki til
líffæragjafa. Það þýddi að gengið yrði út frá því að
einstaklingar samþykktu að líffæri úr þeim látnum
yrðu nýtt öðrum til góða, líkt og þekkist víðs vegar
um Evrópu.
„En til þess þarf að kynna þessi mál betur fyrir
fólki. Það hefur kannski ekki gengið nógu vel hjá
okkur,“ segir hann.
Runólfur Pálsson, yfirlæknir á nýrnadeild Land-
spítalans, tekur í sama streng.
„Fólk virðist hafa misskilið hvernig ætlað samþykki
er í reynd í þeim löndum þar sem því er beitt. Ætlað
samþykki þýðir ekki að líffærin séu tekin úr þeim
látna án samráðs við fjölskylduna,“ segir Runólfur.
Austurríki og Belgía séu einu Evrópulöndin sem
túlka ætlað samþykki á „harðan“ hátt og taki líffærin
án þessa samráðs. Í löndum mildu útgáfunnar, til
dæmis í Noregi og Svíþjóð, sé þessu öðruvísi farið.
„En aðalatriðið er að ætlað samþykki gæti haft
jákvæð áhrif á viðhorf almennings til þessara mála og
þannig gert líffæragjöf almennari frekar en að hún sé
undantekning,“ segir hann.
Í þeim löndum þar sem gengið er út frá ætlaðri
neitun, fremur en samþykki, sé tíðni líffæragjafar lág
og tíðni neitunar ættingja há. Þannig sé málum háttað
hér á landi.
En Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra
hélt öðru fram á Alþingi í síðasta mánuði og sagði að
tíðni líffæragjafa væri ekki háð löggjöfinni.
„Það er rétt að erfitt er að einangra þátt löggjafar-
innar og segja að hann einn og sér auki tíðni gjafanna.
Hins vegar er athyglisvert að í löndum ætlaðrar
neitunar er tíðni líffæragjafa lægri,“ segir Runólfur.
Miðað við aðrar Norðurlandaþjóðir gefi Íslendingar
yfirleitt fæst líffæri eða næstfæst.
klemens@frettabladid.is
Þörfin fyrir líffæri
kallar á nýja löggjöf
Landlæknir og yfirlæknir á Landspítalanum segja vaxandi þörf fyrir líffæra-
gjafir. Þeir telja að ætlað samþykki til líffæragjafar eftir andlát yrði til bóta.
Hugmyndin hafi verið misskilin hér á landi og tíðni líffæragjafa hér sé lág.
LÍFFÆRAÍGRÆÐSLA Þörf fyrir líffæri til ígræðslu eykst ár frá ári,
en líffæragjöfum fjölgar ekki í samræmi við það. Íslendingar
leiða því miður ekki hugann að þessum málum í önnum
dagsins, segir landlæknir. MYND/ÚR SAFNI
UMHVERFISMÁL Helgi Hjörvar, for-
maður umhverfisnefndar Alþing-
is, segir að fyrirvari Landsvirkj-
unar í samningi um gagnaver,
valdi óþarfa deilum um virkjana-
mál.
Hann minnir á að samþykki
heimamanna og landeigenda á
svæðinu sé forsenda virkjunar.
„Og mér sýnist að það sé langt í
land með það samþykki,“ segir
Helgi. Engir almannahagsmunir
kalli heldur á eignarnám.
Greint hefur verið frá þeim fyr-
irvara í samningi Verne og Lands-
virkjunar um gagnaver að Lands-
virkjun fái virkjunarleyfi í Þjórsá.
Iðnaðarráðherra fagnaði samn-
ingnum á sínum tíma en Samfylk-
ingarfólk hefur líkt ákvæðinu við
fjárkúgun og sagt að því sé vart
hægt að taka alvarlega. Ráðherra
hefur ekki tjáð sig um þetta síðan.
Sjálfur vill Helgi ekki gefa upp
hvort hann styðji virkjun neðri
hluta Þjórsár en segir þó að best
fari á því að bíða með virkjanir þar
uns heildaráætlun um náttúru
Íslands verði tilbúin seint á næsta
ári.
„Og það vekur sérstaka undrun
að Landsvirkjun hefur nú þegar
virkjunarleyfi í Þjórsá, sem engar
deilur eru um,“ segir Helgi. Nær
væri að nýta þá virkjun, Búðarháls-
virkjun, áður en farið sé að knýja á
um fleiri kosti. - kóþ
Telur Landsvirkjun koma af stað óþarfa deilum:
Segir langt í sam-
þykki heimafólks
HELGI HJÖRVAR Formaður umhverfis-
nefndar Alþingis undrast að Lands virkjun
nýti ekki leyfi til Búðarhálsvirkjunar, áður
en hún knýi á um aðrar virkjanir.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI