Fréttablaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 10. mars 2008
HAFNARFJÖRÐUR Óánægja hefur
verið meðal kennara Iðnskólans í
Hafnarfirði með meinta launa-
skerðingu vegna samkomulags
um styttri vinnutíma sem gert var
fyrir nokkrum árum. Málið er nú í
vinnslu hjá Félagi framhalds-
skólakennara, kennurum sjálfum
og fulltrúa skólans.
Jóhannes Einarsson skóla-
meistari segir að fundað hafi
verið í liðinni viku og aftur verði
fundað nú í vikunni. Hann vonast
til að niðurstaða liggi fyrir
fljótlega. „Vonandi liggur
niðurstaða fljótlega fyrir. Það er
verið að skoða þetta mál frá
ýmsum hliðum,“ segir hann. - ghs
Iðnskólinn í Hafnarfirði:
Launamálið er
enn í vinnslu
IÐNSKÓLINN Skólameistari vonast eftir
niðurstöðu fljótlega.
GEORGÍA, AP Ráðamenn í Abkasíu,
héraði við Svartahaf sem sagði
sig úr lögum við Georgíu á
síðasta áratug, skoruðu á
föstudag á alþjóðasamfélagið að
viðurkenna sjálfstæði þess að
fordæmi Kosovo.
Stjórnvöld í Georgíu mótmæltu
á sama tíma ákvörðun rússneskra
yfirvalda að afnema viðskipta-
þvinganir gegn Abkasíu.
Þessi þróun stefnir í að gera
tengslin milli Rússlands og
Georgíu enn verri en verið hefur
og mun vafalaust beina alþjóð-
legri athygli að afleiðingum
sjálfstæðisyfirlýsingar Kosovo á
svonefndar „frystar deilur“, sem
Abkasíudeilan er dæmi um. - aa
Vísa til Kosovo-fordæmis:
Vilja viðurkenn-
ingu Abkasíu
Nautakjötsneysla eykst
Alls var framleitt 3.551 tonn af nauta-
kjöti hér á landi á síðasta ári, sem er
aukning um rúmlega ellefu prósent
milli ára. Alls var 21.541 nautgrip
slátrað í sláturhúsum á árinu 2007.
LANDBÚNAÐUR
SVÍÞJÓÐ Fjöldi sænskra kvenna
sem eignast barn eftir 45 ára aldur
hefur meira en tvöfaldast á tíu
árum. Þetta kemur fram í sænska
dagblaðinu Dagens Nyheter. Þá
hefur fjöldi kvenna sem eignast
barn eftir að 49 ára aldri er náð
fjórfaldast á sama tímabili.
Þessi þróun gefur til kynna sam-
félagsbreytingar í Svíþjóð á und-
anförnum áratug. Til að mynda
hafa menntun og tekjur áhrif á
ákvörðun sænskra kvenna um að
fresta barneignum. Það hefur sýnt
sig að eftir því sem menntunarstig
og tekjur aukast, því lengur bíða
konurnar með að eignast börn.
- vþ
Menntun og tekjur hafa áhrif á barneignir kvenna:
Sænskar mæður eldast
HVÍTVOÐUNGUR Sænskar mæður hafa
ekki verið eldri en einmitt nú. Konur
kjósa að mennta sig og koma undir sig
fótum áður en þær eignast börn.