Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.03.2008, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 10.03.2008, Qupperneq 11
MÁNUDAGUR 10. mars 2008 HAFNARFJÖRÐUR Óánægja hefur verið meðal kennara Iðnskólans í Hafnarfirði með meinta launa- skerðingu vegna samkomulags um styttri vinnutíma sem gert var fyrir nokkrum árum. Málið er nú í vinnslu hjá Félagi framhalds- skólakennara, kennurum sjálfum og fulltrúa skólans. Jóhannes Einarsson skóla- meistari segir að fundað hafi verið í liðinni viku og aftur verði fundað nú í vikunni. Hann vonast til að niðurstaða liggi fyrir fljótlega. „Vonandi liggur niðurstaða fljótlega fyrir. Það er verið að skoða þetta mál frá ýmsum hliðum,“ segir hann. - ghs Iðnskólinn í Hafnarfirði: Launamálið er enn í vinnslu IÐNSKÓLINN Skólameistari vonast eftir niðurstöðu fljótlega. GEORGÍA, AP Ráðamenn í Abkasíu, héraði við Svartahaf sem sagði sig úr lögum við Georgíu á síðasta áratug, skoruðu á föstudag á alþjóðasamfélagið að viðurkenna sjálfstæði þess að fordæmi Kosovo. Stjórnvöld í Georgíu mótmæltu á sama tíma ákvörðun rússneskra yfirvalda að afnema viðskipta- þvinganir gegn Abkasíu. Þessi þróun stefnir í að gera tengslin milli Rússlands og Georgíu enn verri en verið hefur og mun vafalaust beina alþjóð- legri athygli að afleiðingum sjálfstæðisyfirlýsingar Kosovo á svonefndar „frystar deilur“, sem Abkasíudeilan er dæmi um. - aa Vísa til Kosovo-fordæmis: Vilja viðurkenn- ingu Abkasíu Nautakjötsneysla eykst Alls var framleitt 3.551 tonn af nauta- kjöti hér á landi á síðasta ári, sem er aukning um rúmlega ellefu prósent milli ára. Alls var 21.541 nautgrip slátrað í sláturhúsum á árinu 2007. LANDBÚNAÐUR SVÍÞJÓÐ Fjöldi sænskra kvenna sem eignast barn eftir 45 ára aldur hefur meira en tvöfaldast á tíu árum. Þetta kemur fram í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter. Þá hefur fjöldi kvenna sem eignast barn eftir að 49 ára aldri er náð fjórfaldast á sama tímabili. Þessi þróun gefur til kynna sam- félagsbreytingar í Svíþjóð á und- anförnum áratug. Til að mynda hafa menntun og tekjur áhrif á ákvörðun sænskra kvenna um að fresta barneignum. Það hefur sýnt sig að eftir því sem menntunarstig og tekjur aukast, því lengur bíða konurnar með að eignast börn. - vþ Menntun og tekjur hafa áhrif á barneignir kvenna: Sænskar mæður eldast HVÍTVOÐUNGUR Sænskar mæður hafa ekki verið eldri en einmitt nú. Konur kjósa að mennta sig og koma undir sig fótum áður en þær eignast börn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.