Fréttablaðið - 10.03.2008, Síða 12
10. mars 2008 MÁNUDAGUR
Tökum við umsóknum núna
Kynntu þér námið á www.hr.is
Námið er hægt að stunda sem fullt starf eða á minni hraða með
annarri vinnu. Fyrri umsóknarfrestur er til 15. apríl, sá seinni 30. maí.
Þeir sem sækja um fyrir fyrri frestinn eiga meiri möguleika.
Meistaranám við viðskiptadeild Háskólans
í Reykjavík er fjölbreytt og krefjandi nám sem
getur opnað þér dyr að margvíslegum starfs-
tækifærum.
Viðskiptadeild HR hefur á að skipa sérlega
öflugum hópi kennara frá 23 löndum, sem allir
búa yfir mikilli fræðilegri þekkingu og hafa
fjölþætta reynslu úr atvinnulífinu. Að auki er
Háskólinn í Reykjavík með samstarfssamn-
inga við yfir 100 háskóla um allan heim sem
gefur nemendum möguleika á því að víkka
sjóndeildarhringinn með því að stunda hluta
námsins erlendis.
MEISTARANÁM
Í VIÐSKIPTADEILD
MSc í alþjóðaviðskiptum
Námið byggir bæði á fræðilegum grunni og hagnýtri þekkingu á
alþjóðaviðskiptum og fer kennsla fram á ensku. Uppbygging
námsins miðar við reynslu margra bestu háskóla heims.
Allir nemendur dvelja erlendis eina önn þar sem þeir starfa fyrir
íslensk fyrirtæki eða stunda nám við samstarfsháskóla HR. Flestir
nemendur læra annað tungumál en ensku og eru fjögur tungumál
í boði: Kínverska, spænska, franska og þýska.
Einnig er í boði að sérhæfa sig í alþjóðlegum markaðsfræðum.
MSc í fjármálum
Námið er sérsniðið að þörfum fjármálafyrirtækja og framsækinna
alþjóðlegra fyrirtækja. Hægt er að velja á milli tveggja lína.
Investment Management (MSIM): Ætlað þeim sem hyggjast starfa
sem sérfræðingar á fjármálamarkaði, einkum við eignastýringu,
markaðsviðskipti og fjárfestingar.
Corporate Finance: Hentar þeim sem hafa áhuga á að starfa sem
fjármálastjórar eða stjórnendur fyrirtækja.
MSc í reikningshaldi og endurskoðun
Námið er ætlað þeim sem vilja verða löggiltir endurskoðendur, eða
hafa áhuga á að starfa sem sérfræðingar eða stjórnendur á sviði
reikningshalds í fyrirtækjum. Útskrifaðir nemendur eru eftirsóttir til
ýmissa stjórnunarstarfa í atvinnulífinu, einkum hjá stórfyrirtækjum
í alþjóðlegri starfsemi.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
8
-0
4
5
4
SVÍÞJÓÐ Málverkið Nótt afbrýðisem-
innar eftir Ágúst Strindberg er
fundið. Málverkinu var stolið af
Strindbergsafninu í Stokkhólmi
fyrir tveimur árum. Að sögn Dagens
Nyheter fannst það fyrir tilviljun
þegar sænska lögreglan gerði hús-
leit í einbýlishúsi norðan Stokk-
hólms vegna gruns um eiturlyfja-
viðskipti. Tveir menn hafa verið
handteknir.
„Það var frábær tilfinning að sjá
það aftur, ég skalf þegar lögreglan
tók það fram,“ segir Stefan Boh-
man, stjórnandi Strindbergsafnsins.
„Ég sá við fyrstu sýn að þetta var
rétt málverk. Að hluta til var það
vegna þess að málverkið og ramm-
inn litu rétt út og að hluta til vegna
þess að á henni var texti sem Strind-
berg skrifaði til unnustu sinnar,“
segir hann.
Málverkinu var stolið úr Strind-
bergsafninu í miðborg Stokkhólms
á örfáum mínútum um miðjan febrú-
ar 2006. Talið er að þjófarnir hafi
verið þrír. Þeir létu til skarar skríða
í hádeginu. Tveir héldu starfsmanni
safnsins uppteknum meðan sá þriðji
tók myndina af veggnum. Þeir hlupu
svo niður tröppurnar og út úr safn-
inu og hurfu. Þar með var verkið
horfið sporlaust.
Verkið tilheyrir mestu gersemum
sænsku þjóðarinnar. Strindberg gaf
unnustu sinni myndina. - ghs
Gersemi sænsku þjóðarinnar, Nótt afbrýðiseminnar eftir Strindberg, var stolið:
Verkið fannst fyrir tilviljun
NÓTT AFBRÝÐISEMINNAR Strindberg
málaði verkið árið 1893.
FÉLAGSMÁL Heimasíða Hlutverkaseturs var opnuð
nýlega en hjá Hlutverkasetri fá einstaklingar sem
misst hafa hlutverk af geðrænum orsökum atvinnu-
lega endurhæfingu. Í setrinu starfa einstaklingar
með reynslu af geðröskunum ásamt fagfólki með
ólíkan bakgrunn.
Setrið er í nánu samstarfi við Hugarafl, sem er
samstarfshópur iðjuþjálfa og notenda geðheilbrigðis-
kerfisins sem eru í bata. „Hér vinna menn út frá
batamódelinu á jafningjagrunni,“ segir Eiríkur
Guðmundsson, verkefnastjóri Hlutverkaseturs.
Starfsendurhæfingin byggist á því að sýn og þekking
notenda skipti jafn miklu máli og fagþekking.
„Við göngum ekki á undan fólki heldur samhliða
því eða skrefi á eftir þegar það vill láta drauma sína
rætast á vinnumarkaði.“ Hlutverkasetrið er ekki
rekið í ágóðaskyni heldur er það samfélagslegt
fyrirtæki og fer arður í áframhaldandi uppbygg-
ingu. „Draumurinn er að opna svokallað geðveikt
kaffihús. Þar getum við unnið gegn fordómum, veitt
samherjastuðning og verið sýnileg.“
Eiríkur segir Hugarafl hafa haft gríðarlega mikla
þýðingu í jákvæðri umræðu um geðheilbrigðismál
undanfarin fimm ár enda leggi hópurinn áherslu á
framlag einstaklingsins til samfélagsins. Nánari
upplýsingar má nálgast á síðunni www.hlutverka-
setur.is. - ovd
Hlutverkasetur vinnur á jafningjagrundvelli að bata einstaklinga með geðraskanir:
Sýn notenda skiptir líka máli
FRÁ OPNUN HEIMASÍÐUNNAR Ingimundur Sigurpálsson, for-
maður Samtaka atvinnulífsins, og Grétar Þorsteinsson, forseti
ASÍ, opnuðu síðuna.