Fréttablaðið - 10.03.2008, Page 30

Fréttablaðið - 10.03.2008, Page 30
 10. MARS 2008 MÁNUDAGUR8 ● fréttablaðið ● híbýli Svefnherbergið er griðastaður og þar eyða flestir stórum hluta lífs síns. Þótt flestum stundum sé þar varið með lokuð augu er nauðsynlegt að stemningin henti hverjum sem þar dvelur. Nútímalegt, rómantískt, hefðbundið eða skandin- avískt. Hver og einn verður að velja hvaða stíll hentar í svefnherbergið. Meðan íburður og rómantík heillar suma er einfaldleikinn og nútíminn í fyrirrúmi hjá öðrum. Á myndum sem hér fylgja má sjá falleg svefnherbergi úr báðum áttum, sum með skírskotun í framtíðina en önnur sem vísa í fortíðina. - sg Nútími eða rómantík Minimalískt nútímaherbergi þar sem rúmið er hálfgerður skeiðvöllur og veggir eru fóðraðir. NORDICPHOTOS/GETTY Sumir fíla framtíðina betur en aðrir. Blá lýsingin minnir helst á Star Trek-kvikmynd.Einfalt og stílhreint svefnherbergi. Mörgum þykir betra að sofa í slíku umhverfi. Klassískur viður mótaður í nútímalegt form. Snyrtiborð með bleikum blómum, fljótandi hvítar gardínur og rómantískur spegill búa til létt og skemmtilegt andrúmsloft. Rómantískt svefnherbergi með rúmi frá átjándu öld. Gull og íburður heillar suma. Í þessu yfirmáta rómantíska herbergi er gullið í fyrirrúmi og líklega líður þeim sem þar hvíla eins og fyrirmennum. ● SKIPULAGIÐ Í SKÁPNUM Góðir skápar og fataherbergi eru mikilvægur hluti heimilisins. Þessi þarfaþing vilja hins vegar oft verða fyrir því að enda sem nokkurs konar ruslageymslur. Enda sjaldnast sem gestir líta inn í fataskápa og því auðvelt að hrúga öllu þar inn þegar tekið er til. Það jafnast á við góða íhugun að taka til í fataskápnum. Kannski ekki meðan á því stendur en alveg ör- ugglega þegar það er yfirstaðið. Að sjá fötin röðuð upp í fallega stafla, allir sokkar á einum stað, fínu fötin öðru megin og hversdagsklæðnað- urinn saman á öðrum, yndislegt. Þegar hugað er að slíkri tiltekt er gott að gera sér ferð í húsgagna- verslun og athuga hvaða lausnir eru í boði þegar kemur að skipulagi. Að fjárfesta í hólfum og hylkjum sem aðskilja til dæmis sokka og nærföt geta gert gæfumuninn og halda skápum og skúffum skipulögðum til lengri tíma. Nú er bara að bretta upp ermarnar og byrja. Hálfnað verk þá hafið er. ● FJÁRSJÓÐSKISTA ÚR FORTÍÐINNI Fátt gerir svefnherbergið eins ævintýralegt og falleg antíkkommóða eða kista. Ekki skemmir fyrir ef uppruni hirslunnar er lítt þekktur því þá er að skálda upp einhverja einhverja spennandi sögu um fortíð hennar. Auk þess að ýta undir ímyndunaraflið er slík hirsla vel til þess fallin að geyma ýmsa fjársjóði, svo sem rómantísk sendibréf, gamlar myndir og ýmsa aðra muni sem hafa persónulegt gildi fyrir eigandann og hann kann að vilja halda leyndum fyrir umheiminum. 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.