Fréttablaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 48
20 10. mars 2008 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1941 Togarinn Reykjaborg er skotinn í kaf af þýskum kafbát norður af Skot- landi. 1944 Flugfélagið Loftleiðir hf. er stofnað. 1962 Verkfall togarasjómanna hefst, stendur til 18. júlí. 1981 Um eitt hundrað Hún- vetningar koma til Reykja- víkur með áskorun til iðnaðarráðherra um að samningum um virkjun Blöndu verði hraðað. 1986 Fokker flugvél í innan- landsflugi rennur út af flugbraut á Reykjavíkur- flugvelli þvert yfir Suður- götu. Engin slys á fólki. 1994 Þyngsti dómur sem Hæstiréttur Íslands hefur dæmt féll, 20 ára fangelsi fyrir manndráp. LEIKKONAN SHARON STONE ER FIMMTUG Í DAG. Samkvæmt minni reynslu er ekki hægt að tapa á því að segja sannleikann. Sharon Stone er bandarísk kvikmynda- leikkona og framleiðandi og fyrrum tískufyrirsæta. Hún vakti fyrst at- hygli árið 1992 fyrir frammistöðu sína í myndinni Basic Instinct. Hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna og unnið Golden Globe og Emmy-verðlaunin. Félag íslenskra bifreiða- eigenda veitir nú félags- mönnum aðgang að sér- hönnuðum leiðarlýsingarvef „Trip Tik“ frá AAA, systur- félagi FÍB í Bandaríkjunum. Leiðarlýsingarvefurinn „Trip Tik“ gefur félagsmönn- um möguleika á að prenta út vegakort og leiðarlýsingu af vegakerfi Bandaríkjanna og Kanada, setja inn áhuga- verða staði, hótel og fleira sem félagsmenn fá afslátt á, gegn framvísun FÍB félags- skírteinis. FÍB býður félagsmönnum sínum upp á þessa nýjung á vefsíðu sinni. Trip Tik er læst síða á www.fib.is, félagsmenn þurfa að skrá inn kennitölu og félagsnúm- er og vera skuldlausir til að aðgangur opnist. Sjá nánari upplýsingar á www.fib.is. Nýjar leiðarlýsingar Stóra upplestrarkeppnin á Akranesi fór fram í tíunda sinn á dögunum. Keppnin fór fram í nýjum sal Tónlistarskóla Akraness og hefur salurinn fengið nafnið Tónberg. Safnaðarheimilið Vinaminni hýsti áður keppnina. Kristín Steinsdóttir rithöfundur ávarpaði þátttakendur og gesti og ræddi um vandaðan upp- lestur og flutning ritaðs máls. Fjór- tán keppendur lásu sögukafla og ljóð af stakri prýði. Fjögurra manna dómnefnd veitti öllum þátttakendum bókaverðlaun og Sparisjóðurinn Akranesi veitti þremur bestu les- urunum peningaverðlaun og allir þátttakendur fengu bíómiða. Gréta Stefánsdóttir í 7. bekk Grunda- skóla varð sigur vegari, í öðru sæti varð Arnaldur Ægir Guðlaugsson, einnig úr Grundaskóla og í þriðja sæti Kristín Releena Jónasdóttir úr Brekkubæjarskóla. Veitt voru verð- laun til fjögurra 7. bekkinga vegna myndskreytingar boðskorts. Tveir pólskir nemendur lásu pólskt ljóð og nemendur úr tónlistarskólanum voru með tónlistaratriði. Lesið upphátt í nýjum sal LEIÐBEININGAR UM BANDA- RÍSKA VEGAKERFIÐ Félag íslenskra bifreiðaeigenda er komin í samstarf við systurfélag sitt í Bandaríkjunum. AKRANES Nýr salur tónlistarskólans hefur fengið nafnið Tónberg en þar fór fram tíunda upplestrarkeppni bæjarins. Veðurstofan hefur nú opnað nýjan vef á ensku. Hann er í grunninn eins og sá íslenski að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Veður- stofu Íslands. Markmiðið er að færa enskumælandi fólki aðgang að nákvæmum veðurspám og athugunum fyrir Ísland. Eins að stuðla að auknu öryggi erlendra ferðalanga á Íslandi. Einnig fást upplýs- ingar um jarðskjálfta og lesa má um víðtæka starfsemi Veðurstofunnar. Sjá nánari upplýsingar. http://en.vedur.is Veðrið á ensku „Hann Þórbergur Þórðarson hefði orðið 120 ára nú á miðvikudaginn, þann 12. mars og því verður afmælisþing hjá okkur á Hala frá klukkan tíu til sex,“ segir Þorbjörg Arnórsdótt- ir forstöðumaður Þórbergsseturs. „Það verður fjallað um Þórberg og Suðursveitina á þessu þingi,“ held- ur hún áfram. „Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur kemur aust- ur og fjallar um Suðursveitakróník- una eins og hann kallar Suðursveita- bækurnar. Erindi hans ber heitið Sveitadrengur snýr aftur. Gaman er líka að segja frá því að nú er búið að endurútgefa bókina Steinarnir tala sem kom út 1956 og hefur verið ófáan- leg í langan tíma. Það er fyrsta bók Þórbergs um Suðursveitina og segir frá góðu strandi, stórri brúðkaups- veislu á Breiðabólsstað, fæðingu hans sjálfs og bernskuminningum. Ragn- heiður Steindórsdóttir leikkona mun lesa úr bókinni öðru hvoru yfir daginn. Ef veður leyfir á að rölta eitthvað um úti við, skoða æskuslóðir skáldsins og njóta upplestrar leikkonunnar víða.“ Þorbjörg tekur fram að auk Þórbergs- seturs standi Háskólasetrið á Horna- firði með fulltingi Þjóðhátíðarsjóðs að afmælisþinginu á Hala. Nýlokið sé efn- ismikilli Þórbergssmiðju í Háskóla Ís- lands og Soffía Auður Birgisdóttir bók- menntafræðingur hafi þar verið með erindið „Sálmurinn um gamla mann- inn“ sem hún ætli að endurtaka á Hala. Einnig kveðst Þorbjörg sjálf vera með sama innlegg og fyrir sunnan. „Ég hef verið að skoða alþýðumenninguna og Þórberg. Eins og Steinþór bróðir hans orðaði það þá hafði Þórbergur með sér sem fararefni að heiman andlegan arf frá liðnum feðrum og mæðrum. Ég fór að grúska í efni frá þeim bræðrum um hver þessi arfur var og hvert and- legt atgervi forfeðra og mæðra hans var, miðað við þær heimildir sem við höfum. Það er svo skemmtilegt að tals- vert hefur varðveist af bókunum sem þetta fólk var að lesa í gömlu fjósbað- stofunni á Hala. Nokkrar þeirra eru handskrifaðar með gotnesku letri. Ég komst að því að það var alls enginn kot- ungsbragur á menningarlífinu þrátt fyrir að ytri aðbúnaður væri ekki alltaf góður. Fólk var greinilega áhugasamt um ýmis andleg málefni og fróðleiks- fýsn þess var mikil og ég leyfi mér að fullyrða að það felist mikil auðlegð í þeirri menningu sem var í sveitum landsins.“ Þorbjörg segir þetta í fyrsta sinn sem haldið er upp á afmæli meistarans miðað við að hann hafi fæðst 1888. „Samkvæmt kirkjubókum er Þórbergur fæddur 12. mars 1988 en það gerist síðan einhvern tíma á hans lífsleið að fæðingarárið ruglast og hann segir í Suðursveitabókunum „Mér var sagt að ég væri fæddur 12. mars 1889.“ Það bendir til að hann hafi ekki talið það öruggt. En þegar farið var að halda upp á merkisafmælin hans, fyrst fimmtugs og önnur þar á eftir þá var alltaf miðað við árið 1889. Nú erum við að brjóta þessa hefð og minna á fæðingarárið 1988, sem er hið rétta, samkvæmt öllum gögnum.“ gun@frettabladid.is ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON: ÞING VEGNA 120 ÁRA AFMÆLIS MEISTARANS Alls enginn kotungsbragur á menningarlífinu í Suðursveit MEISTARINN OG MARGRÉT Hér situr Þórbergur við skriftir með Margréti Jónsdóttur konu sína sér við hlið. MYND/MENNINGARMIÐSTÖÐ HORNAFJARÐAR. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar , tengdafaðir og afi, Magnús Þorvarðarson Fannafold 127 a, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík mið- vikudaginn 12. mars kl 13.00. Hólmfríður Gísladóttir Rósa Magnúsdóttir Pétur Eysteinsson Hjalti Magnússon Sigríður María Sverrisdóttir Steinunn Magnúsdóttir Georg Eggertsson og barnabörn. Þennan dag árið 1967 varð mikill eldsvoði á horni Vonar- strætis og Lækjargötu í Reykja- vík. Þar brunnu þrjú timburhús til grunna og hið steinsteypta hús Iðnaðarbanka Íslands varð fyrir miklum skemmdum og þó einkum innanstokksmun- irnir. Einnig skemmdist fjórða timbur húsið. Sautján manns misstu þarna heimili sín. Ás- laugu Jónsdóttur, ekkju sr. Bjarna Jónssonar vígslubiskups, var bjargað á síðustu stundu úr eldinum fyrir harðfylgi lög- reglumanna og tveir dreng- ir voru líka meðal þeirra sem komust út úr brennandi hús- unum. Fyrir utan byggingarnar þá töpuðust ýmis söguleg verð- mæti í þessum bruna. Meðal annars allflestar ræður sr. Bjarna og dagbók hans. Einn- ig málverk eftir Kjarval og Ás- grím. Sigurður Kristjánsson, fyrrverandi alþingismaður, var einn af íbúum timburhúsanna sem brunnu. Hann missti allt bókasafn sitt og kvaðst þó mest sakna píanósins síns því „það hafði heimsins besta hljóm,“ eins og hann orðaði það. ÞETTA GERÐIST 10. MARS 1967 Stórbruni í miðborg Reykjavíkur ELDSVOÐI Í LÆKJARGÖTU 10. MARS 1967. FRÉTTABLAÐIÐ/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR Huðnan Perla boðaði komu vorsins í Húsdýragarðinum þegar hún bar myndarlegum gráhöttóttum hafri skömmu fyrir helgi. Þar með fjölgaði íbúum Fjölskyldu- og hús- dýragarðsins um einn, þrátt fyrir heldur rysjótt veður- far undanfarna daga. Meðgöngutími huðna er fimm mánuðir og þær eignast venjulega einn til tvo kiðlinga í einu. Geitburður hefst nú með fyrra falli en leita þarf aftur til ársins 1999 að kiðlingum svo snemma í marsmánuði hjá Húsdýra- garðsbændum. Hvort fleiri huðnur ætli að feta í fót- spor Perlu verður að koma í ljós en frjálsar ástir tíðkast í geitahópnum að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá garðinum. Aftur á móti má búast við að sauðburður hefjist í kringum 10. maí. Geitur eiga sér langa sögu á Íslandi. Þær komu hingað með fyrstu landnámsmönn- unum, líkt og nautgripir, hross og sauðfé. Nú eru fáar geitur eftir á Íslandi eða um 300 en í kringum 1930 voru þær um 3.000 talsins. Geitburður hafinn FJÖLGUN Í GARÐINUM Geit- burður hefst með fyrra falli í Húsdýragarðinum í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.