Fréttablaðið - 10.03.2008, Síða 51
MÁNUDAGUR 10. mars 2008 23
Kvennakórinn Vox feminae held-
ur tónleika undir yfirskriftinni
Stabat Mater í Kristskirkju Landa-
koti á miðvikudagskvöld kl. 20.30.
Stabat Mater, sem John A.
Speight samdi sérstaklega fyrir
Margréti J. Pálmadóttur og Vox
feminae, var frumflutt í nóvem-
ber og er eitt lengsta verk sem
samið hefur verið fyrir íslenskan
kvennakór. Inntak þess er helgað
Maríu guðsmóður við krossfest-
ingu Krists og á tónleikunum verð-
ur einnig flutt úrval kirkjulegra
verka sem hæfa þeim tíma kirkju-
ársins sem fram undan er. Flytj-
endur auk Vox feminae eru Sigríð-
ur Aðalsteinsdóttir messósópran,
Daði Kolbeinsson englahorn, Sif
Tulinius, 1. fiðla og konsertmeist-
ari, Hildigunnur Halldórsdóttir, 2.
fiðla, Þórunn Ósk Marinósdóttir
víóla, Bryndís Halla Gylfadóttir
selló og Hávarður Tryggvason
bassi. Listrænn stjórnandi tón-
leikanna er Margrét J. Pálmadótt-
ir en flutningi verksins Stabat
Mater stjórnar tónskáldið John A.
Speight.
Miðaverð er kr. 2.000 í forsölu
en kr. 2.500 við innganginn. Miðar
eru til sölu hjá kórfélögum og við
innganginn. - vþ
Stabat Mater endurflutt
Þau Ljúbov Stuchveskaya, Tómas
Tómasson og Kurt Kopecky halda
söngtónleika í Tíbrá-tónleikaröð
Salarins annað kvöld kl. 20. Á
efnisskránni, sem er bæði
rómantísk og ástríðufull, eru
ítölsk og rússnesk sönglög, aríur
og dúettar eftir Tsjaíkovskíj,
Rachmaninoff, Tosti og Verdi.
Hjónin Ljúbov og Tómas kynnt-
ust í Lundúnum haustið 1993 og
sungu eftir það saman á ýmsum
tónleikum í Royal College meðan
þau voru í námi þar, meðal annars
í Sálumessu Verdis. Þau héldu
einnig hádegistónleika í óperu-
húsunum í Antwerpen og Gent í
Belgíu, þar sem Tómas sá um
sönginn en Ljúbov lék með á
píanóið. Þar voru á efnisskrá
meðal annars íslensk, skandi-
navísk og rússnesk sönglög, en á
tónleikunum í Tíbrá færa þau sig
yfir í óperuna sem er þeirra aðal-
starfsvettvangur.
Tómas Tómasson telst til far-
fuglanna okkar í íslenskri
söngvarastétt, á að baki glæsi-
legan feril í óperuhúsum um víða
veröld, og er nú loksins kominn
til að syngja fyrir landann. Að
undanförnu hefur hann sungið sig
inn í hjörtu þjóðarinnar í hlut-
verk Giorgio Germont í marg-
rómaðri uppfærslu Íslensku óper-
unnar á La Traviata, sem gengur
fyrir fullu húsi kvöld eftir kvöld í
óperunni.
Miðaverð á tónleikana er 2.000
kr., en eldri borgarar, öryrkjar og
nemar fá miðann á 1.600 kr.
- vþ
Tómas syngur loks í Tíbrá
TÓMAS TÓMASSON Syngur í fyrsta skipti
í Tíbrá í Salnum annað kvöld.
Leitin lifandi – líf og störf sextán kvenna, í ritstjórn Kristínar Aðal-
steinsdóttur, er komin út á vegum
Háskólaútgáf-
unnar og er
ólík mörgum
viðtalssöfnum
sem hér hafa
sést sökum þess
að þar greina sex-
tán konur, sem
allar hafa lokið
doktorsnámi við
erlenda háskóla,
frá ferli sínum. Þær starfa ýmist við
Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri
eða Kennaraháskóla Íslands og hafa
allar, um lengri eða skemmri tíma,
stundað eigin rannsóknir og miðlað
þeim ríkulega í ræðu, kennslu og riti.
Í bókinni greina konurnar frá eigin
fræða- og rannsóknarsviði, hvernig
áhugi þeirra á því vaknaði og hvernig
þeirra eigin lífssaga og persónuleg
reynsla hafði áhrif á starfsval þeirra.
Þær fjalla einnig um hugmyndafræði-
lega þróun innan síns fræðasviðs og
hvernig hún hefur endurspeglast í lífi
þeirra, störfum og rannsóknum.
Frá Háskólaútgáfunni er einnig komin bókin Hegravarpið eftir
Lise Tremblay,
kanadískan
rithöfund. Smá-
sagnasafnið kom
út í Montréal
árið 2003 og
vakti strax mikla
athygli gagn-
rýnenda og hjá
íbúum Trönueyjar
(Isle-aux-Grues)
þar sem hún
var þá búsett.
Í titil sögunni sækir höfundurinn
innblástur í atburði sem gerst höfðu í
eynni. Eyjarskeggjar þóttust sjá sjálfa
sig í sögupersónum Tremblay og
kunnu henni litlar þakkir fyrir. Hún
hrökklaðist burt. Viðfangsefni hennar
ná þó langt út fyrir ónafngreinda
bæinn í norðri.Lise Tremblay fæddist
árið 1957 í litlum bæ í norðurhluta
Québec-fylkis. Hún lauk prófi í
blaðamennsku og lagði svo stund
á bókmenntir og ritlist við Québec-
háskóla í Montréal.
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Háskólaútgáfan kynna bókina Villa
á öræfum / Allein
durch die Einöde,
nýja tvímála
útgáfu á hrakn-
ingasögum Pálma
Hannessonar.
Bókin er á tveim-
ur tungumálum,
íslensku og
þýsku, og eru hér
birtar nokkrar af
kunnustu hrakn-
ingasögum Pálma
samhliða á báðum tungumálum og
einnig fylgir ítarleg greinargerð eftir
Marion Lerner á þýsku og íslensku, en
hún þýddi sögurnar á þýsku. Loks eru
kort af sögusviði hverrar frásagnar í
óbyggðum Íslands og er án vafa mikill
fengur að þessu verki fyrir áhuga-
menn um hálendið og hrakninga-
sögur Pálma Hannessonar sem hafa
verið ófáanlegar árum saman.
NÝJAR BÆKUR
VOX FEMINAE Heldur tónleika á mið-
vikudagskvöld.
512 5100 | SYN.IS | VERSLANIR VODAFONE
FORMÚLA 1
HEFST Í KVÖLD kl. 19:40
TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT
Í kvöld kl. 19:40 Frumsýning Formúlu 1 keppnisliða
12. mars kl. 21:40 Að tjaldabaki með Sýn
13. mars kl. 20:00 F1: Við rásmarkið, rætt við ökumenn og áhugamenn
13. mars kl. 22:55 F1: Æfing 1, bein útsending frá Ástralíu
13. mars kl. 02:55 F1: Æfing 2, bein útsending frá Ástralíu – Eftir miðnætti
14. mars kl. 23:55 F1: Æfing 3, bein útsending frá Ástralíu
14. mars kl. 02:45 F1: Tímataka, bein útsending frá Ástralíu – Eftir miðnætti
15. mars kl. 04:00 F1: Kappakstur, bein útsending frá Ástralíu – Eftir miðnætti
16. mars kl: 22:00 F1: Við endamarkið. Uppgjör mótsins í Ástralíu
Upplýsingar um Formúlu 1 mótin og útsendingar Sýnar er á www.kappakstur.is