Fréttablaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 51
MÁNUDAGUR 10. mars 2008 23 Kvennakórinn Vox feminae held- ur tónleika undir yfirskriftinni Stabat Mater í Kristskirkju Landa- koti á miðvikudagskvöld kl. 20.30. Stabat Mater, sem John A. Speight samdi sérstaklega fyrir Margréti J. Pálmadóttur og Vox feminae, var frumflutt í nóvem- ber og er eitt lengsta verk sem samið hefur verið fyrir íslenskan kvennakór. Inntak þess er helgað Maríu guðsmóður við krossfest- ingu Krists og á tónleikunum verð- ur einnig flutt úrval kirkjulegra verka sem hæfa þeim tíma kirkju- ársins sem fram undan er. Flytj- endur auk Vox feminae eru Sigríð- ur Aðalsteinsdóttir messósópran, Daði Kolbeinsson englahorn, Sif Tulinius, 1. fiðla og konsertmeist- ari, Hildigunnur Halldórsdóttir, 2. fiðla, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóla, Bryndís Halla Gylfadóttir selló og Hávarður Tryggvason bassi. Listrænn stjórnandi tón- leikanna er Margrét J. Pálmadótt- ir en flutningi verksins Stabat Mater stjórnar tónskáldið John A. Speight. Miðaverð er kr. 2.000 í forsölu en kr. 2.500 við innganginn. Miðar eru til sölu hjá kórfélögum og við innganginn. - vþ Stabat Mater endurflutt Þau Ljúbov Stuchveskaya, Tómas Tómasson og Kurt Kopecky halda söngtónleika í Tíbrá-tónleikaröð Salarins annað kvöld kl. 20. Á efnisskránni, sem er bæði rómantísk og ástríðufull, eru ítölsk og rússnesk sönglög, aríur og dúettar eftir Tsjaíkovskíj, Rachmaninoff, Tosti og Verdi. Hjónin Ljúbov og Tómas kynnt- ust í Lundúnum haustið 1993 og sungu eftir það saman á ýmsum tónleikum í Royal College meðan þau voru í námi þar, meðal annars í Sálumessu Verdis. Þau héldu einnig hádegistónleika í óperu- húsunum í Antwerpen og Gent í Belgíu, þar sem Tómas sá um sönginn en Ljúbov lék með á píanóið. Þar voru á efnisskrá meðal annars íslensk, skandi- navísk og rússnesk sönglög, en á tónleikunum í Tíbrá færa þau sig yfir í óperuna sem er þeirra aðal- starfsvettvangur. Tómas Tómasson telst til far- fuglanna okkar í íslenskri söngvarastétt, á að baki glæsi- legan feril í óperuhúsum um víða veröld, og er nú loksins kominn til að syngja fyrir landann. Að undanförnu hefur hann sungið sig inn í hjörtu þjóðarinnar í hlut- verk Giorgio Germont í marg- rómaðri uppfærslu Íslensku óper- unnar á La Traviata, sem gengur fyrir fullu húsi kvöld eftir kvöld í óperunni. Miðaverð á tónleikana er 2.000 kr., en eldri borgarar, öryrkjar og nemar fá miðann á 1.600 kr. - vþ Tómas syngur loks í Tíbrá TÓMAS TÓMASSON Syngur í fyrsta skipti í Tíbrá í Salnum annað kvöld. Leitin lifandi – líf og störf sextán kvenna, í ritstjórn Kristínar Aðal- steinsdóttur, er komin út á vegum Háskólaútgáf- unnar og er ólík mörgum viðtalssöfnum sem hér hafa sést sökum þess að þar greina sex- tán konur, sem allar hafa lokið doktorsnámi við erlenda háskóla, frá ferli sínum. Þær starfa ýmist við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri eða Kennaraháskóla Íslands og hafa allar, um lengri eða skemmri tíma, stundað eigin rannsóknir og miðlað þeim ríkulega í ræðu, kennslu og riti. Í bókinni greina konurnar frá eigin fræða- og rannsóknarsviði, hvernig áhugi þeirra á því vaknaði og hvernig þeirra eigin lífssaga og persónuleg reynsla hafði áhrif á starfsval þeirra. Þær fjalla einnig um hugmyndafræði- lega þróun innan síns fræðasviðs og hvernig hún hefur endurspeglast í lífi þeirra, störfum og rannsóknum. Frá Háskólaútgáfunni er einnig komin bókin Hegravarpið eftir Lise Tremblay, kanadískan rithöfund. Smá- sagnasafnið kom út í Montréal árið 2003 og vakti strax mikla athygli gagn- rýnenda og hjá íbúum Trönueyjar (Isle-aux-Grues) þar sem hún var þá búsett. Í titil sögunni sækir höfundurinn innblástur í atburði sem gerst höfðu í eynni. Eyjarskeggjar þóttust sjá sjálfa sig í sögupersónum Tremblay og kunnu henni litlar þakkir fyrir. Hún hrökklaðist burt. Viðfangsefni hennar ná þó langt út fyrir ónafngreinda bæinn í norðri.Lise Tremblay fæddist árið 1957 í litlum bæ í norðurhluta Québec-fylkis. Hún lauk prófi í blaðamennsku og lagði svo stund á bókmenntir og ritlist við Québec- háskóla í Montréal. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Háskólaútgáfan kynna bókina Villa á öræfum / Allein durch die Einöde, nýja tvímála útgáfu á hrakn- ingasögum Pálma Hannessonar. Bókin er á tveim- ur tungumálum, íslensku og þýsku, og eru hér birtar nokkrar af kunnustu hrakn- ingasögum Pálma samhliða á báðum tungumálum og einnig fylgir ítarleg greinargerð eftir Marion Lerner á þýsku og íslensku, en hún þýddi sögurnar á þýsku. Loks eru kort af sögusviði hverrar frásagnar í óbyggðum Íslands og er án vafa mikill fengur að þessu verki fyrir áhuga- menn um hálendið og hrakninga- sögur Pálma Hannessonar sem hafa verið ófáanlegar árum saman. NÝJAR BÆKUR VOX FEMINAE Heldur tónleika á mið- vikudagskvöld. 512 5100 | SYN.IS | VERSLANIR VODAFONE FORMÚLA 1 HEFST Í KVÖLD kl. 19:40 TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT Í kvöld kl. 19:40 Frumsýning Formúlu 1 keppnisliða 12. mars kl. 21:40 Að tjaldabaki með Sýn 13. mars kl. 20:00 F1: Við rásmarkið, rætt við ökumenn og áhugamenn 13. mars kl. 22:55 F1: Æfing 1, bein útsending frá Ástralíu 13. mars kl. 02:55 F1: Æfing 2, bein útsending frá Ástralíu – Eftir miðnætti 14. mars kl. 23:55 F1: Æfing 3, bein útsending frá Ástralíu 14. mars kl. 02:45 F1: Tímataka, bein útsending frá Ástralíu – Eftir miðnætti 15. mars kl. 04:00 F1: Kappakstur, bein útsending frá Ástralíu – Eftir miðnætti 16. mars kl: 22:00 F1: Við endamarkið. Uppgjör mótsins í Ástralíu Upplýsingar um Formúlu 1 mótin og útsendingar Sýnar er á www.kappakstur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.