Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.03.2008, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 10.03.2008, Qupperneq 52
24 10. mars 2008 MÁNUDAGUR folk@frettabladid.is SÓLGLERAUGUN ERU ALDREI LANGT UNDAN Sébastien Tellier fer í Eurovision. > BJÓRBARN Matthew McConaughey ku íhuga að feta í fótspor eldri bróður síns og skíra ófæddan erfingja eftir uppáhaldsbjór- tegundinni sinni. Sonur bróðursins fékk nafnið Mill- er Lyte, en McConaughey ku vera spenntur fyrir Bud, eftir Budweiser. Camila Alves, barnsmóðir leik- arans, er víst ekki alveg jafn spennt. 75 DAGAR TIL STEFNU Súpersvalur Frakki syngur á ensku Hinn súpersvali franski tölvu- poppari Sébastien Tellier verður fulltrúi Frakka í Eurovision í ár og flytur lag sitt, „Devine“. Með laginu er blað brotið í sögu Eurovision því þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem hinir stoltu Fransmenn gefast upp fyrir enskum poppáhrifum og flytja lagið sitt eingöngu á ensku. Sébastien Tellier er stórt nafn á frönsku senunni og hefur gert þrjár stórar plötur auk þess að sjá um tónlist í nokkrum kvik- myndum. Eurovisionlagið er af nýjustu plötu hans, Sexuality, sem situr þessa stundina í öðru sæti franska vinsældalistans. Plötuna vann Sébastien með Guy-Manuel de Homem Christo, öðrum helmingi hins heims- fræga dúetts Daft Punk. Sébastien hefur löngum verið talinn upp með Daft Punk og Air sem helsta útflutningsvara Frakka í svala tölvupoppinu. Frakkland er eitt af „stóru löndunum“ og fer lag þeirra beint í úrslitaþáttinn. Með þessu vali vilja Frakkar sýna lit og brjóta upp þann vana að senda eintóma ballöðusöngvara í keppnina. Alvara virðist vera komin í sam- band Hollywood-parsins Scarlett Johansson og Ryan Reynolds því fregnir herma að Scarlett sé flutt inn til kærastans. Þótt Scarlett, sem er 23 ára, sé vafalítið í skýjunum yfir ráða- hagnum er móðir hennar ekki eins ánægð. „Scarlett finnst hún vera tilbúin til að flytja inn til Ryans og telur hann vera draumaprinsinn sinn,“ sagði kunningi leikkonunnar. „Móður Scarlett finnst hún aftur á móti of ung til að festa rætur og óttast að hún sé að flýta sér um of.“ Í janúar síðastliðnum bárust fregnir af því að hinn 31 árs Ryan hefði beðið Scarlett um að giftast sér en þær hafa ekki fengist stað- festar. Tæpt ár er síðan parið byrj- aði saman en Ryan átti áður í ástarsambandi við söngkonuna Alanis Morissette. Scarlett var á hinn bóginn með leikaranum Josh Hartnett. Scarlett í sambúð DRAUMAPRINSINN FUNDINN Scarlett er flutt inn til kærasta síns, Ryans Reynolds. Victoria Beckham mun hanna tískulínu í samvinnu við hönnuð- inn Roland Mouret, sem hefur verið afar vinsæll á síðustu árum. Tískulínan verður gerð í takmörkuðu upplagi, en ber sem stendur vinnuheitið Little Black Dress collection, eða Litla svarta kjóls-línan. „Þetta verður stórkostlegt fyrir Victoriu. Gallabuxna- og sólgler- augnalínur hennar hafa gengið mjög vel, en þetta færir hana upp á annað plan. Roland Mouret er mjög virtur hönnuður. Að hann fallist á að vinna með Victoriu sýnir að hún er alvöru tísku- spekúlant, ekki bara frægt nafn,“ segir heimildarmaður breska tímaritsins Hello. „Þau voru í sambandi á meðan Victoria var á tónleikaferðalagi með The Spice Girls og hann hefur verið mjög hrifinn af hugmyndum hennar hingað til,“ segir hann. Línan mun samanstanda af tíu flíkum og verður aðeins fáanleg í fáum, útvöldum búðum. Verslanir eins og Fred Segal í Los Angeles, og hin virta Colette í París hafa báðar sýnt því áhuga að fá línuna til sölu. Victoria hefur sjálf lengi verið hrifin af hönnun Mourets. Hún klæddist meðal annars bleikum Moon-kjól frá honum þegar hún fylgdist með fyrsta leik eiginmanns síns, Davids Beckham, með Los Angeles-liðinu Galaxy. MOON FRÁ MOURET Victoria Beckham hefur oft klæðst kjól- um frá hönnuðinum Roland Mouret, en nú munu þau leiða saman hesta sína og skapa litla tískulínu saman. Victoria hannar með Mouret
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.