Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.03.2008, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 10.03.2008, Qupperneq 56
28 10. mars 2008 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Stjörnukonan Elísabet Gunnarsdóttir lék sinn síðasta leik á tímabilinu í sigri á Haukum á laugardaginn. Elísabet er á leiðinni í aðgerð þar sem tekið verður bein úr mjöðminni og grætt í handarbakið. Hún fann fyrst fyrir óþægindum í úlnlið fyrir tveimur árum og er því búin að spila handarbrotin í tvö ár. „Ég fer í aðgerð á fimmtudaginn. Ég fann mest fyrir þessu í byrjun tímabilsins og lét skoða þetta eftir leik á móti FH og þá kom í ljós að ég var með brotið bátsbein. Þetta er versta beinið til þess að brjóta í hendinni. Þegar ég fór í myndatökuna þá sagði læknirinn að þetta væri ekki nýtt brot. Ég veit ekkert hvenær þetta gerðist,“ segir Elísa- bet en nú er komið að því að hún verður að fara í aðgerð ef hún ætlar að forðast frekari vandræði í framtíðinni. „Ef ég bíð eitthvað lengur þá er einhver hætta á slitgigt,” segir Elísabet. Elísabet er staðráðin í að koma aftur sem fyrst en það gæti tekið langan tíma. „Fyrst var talað um hálft ár en maður reynir bara að koma eins fljótt og maður getur. Þetta er nefnilega svolítið stór aðgerð því það þarf að skrapa bein af mjöðminni og setja í höndina. Það er algjörlega undir mér komið hvenær ég er til. Ég ætla að fara skynsamlega í gegnum þetta og ætla ekki að fara of harkalega af stað. Það hafa nokkrir handboltamenn farið í þessa aðgerð og þeir eru að spila í dag,“ segir Elísabet bjartsýn. Stjörnustúlkur eru nýkrýndir bikar- meistarar en eru 2 stigum á eftir Fram í baráttunni um titilinn. „Það er rosalega leiðinlegt að þurfa að hætta að spila en það var viss plús fyrir mann að við náðum að vinna Hauka. Ég hefði samt alveg viljað klára þetta með betri leik en það þýðir ekkert að gráta það núna,“ segir Elísabet sem skoraði 2 mörk í leiknum. Hún er ekki alltof bjartsýn á að Fram tapi stigum. „Ég held að það sé mjög hæpið að Fram eigi eftir að tapa stigi eins og staðan er núna. Við verðum bara að treysta á það að við vinnum okkar leiki og biðja síðan til guðs að Fram misstígi sig eitthvað,“ segir Elísabet sem ætlar að vera dugleg að hvetja stelpurnar á hliðarlínunni á lokasprettinum í Íslandsmótinu. STJÖRNUKONAN ELÍSABET GUNNARSDÓTTIR: BÚIN AÐ LEIKA HANDBOLTA Í TVÖ ÁR HANDARBROTIN Versta beinið til þess að brjóta í hendinni > Katrín jafnar landsleikjametið Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, mun jafna landsleikjamet Ásthildar Helgadóttir þegar hún spilar sinn 69. A- landsleik í dag. Íslenska liðið mætir heima- stúlkum í Portúgal í óopinberum úrslitaleik um sigur í sínum riðli á Algarve Cup. Með sigri fá íslensku stelpurnar, sem hafa unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu með marka- tölunni 6-1, tækifæri til þess að spila um 7. sætið í mótinu og myndu þar með bæta árangur sinn frá því í fyrra. Katrín lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir tæpum 14 árum eða í 4-1 sigri á Skotum í Glasgow 9. maí 1994 en hún kom þá inn á sem varamaður fyrir Ástu B. Gunnlaugsdóttur. Einliðaleikur karla Guðmundur E. Stephensen Víkingi vann Kjartan Briem KR 4-0 (11-5, 11-3, 11-6 og 11-5). Einliðaleikur kvenna Lilja Rós Jóhannesdóttir Víkingi vann Guðrúnu G. Björnsdóttur KR 4-0 (11-5, 11-7, 11-4 og 13-11). Tvíliðaleikur karla Guðmundur E. Stephensen og Matthías Stephen- sen úr Víkingi unnu Kjartan Briem og Ingólf Svein Ingólfsson úr KR. Tvíliðaleikur kvenna Guðrún G. Björnsdóttir KR og Ragnhildur Sigurðardóttir Víkingi unnu Lilju Rós Jóhannes- dóttur og Magneu J. Ólafs úr Víkingi. Tvenndarleikur Guðmundur E. Stephensen og Magnea J. Ólafs Víkingi unnu Kjartan Briem KR og Ragnhildi Sigurðardóttur Víkingi. MEISTARAR 2008 EINBEITTUR Íslandsmeistarinn Guðmundur E. Stephensen. FRÉTTABLAÐIÐ/ BORÐTENNIS Ein allra magnaðasta sigurganga íslenskra íþrótta hélt áfram í KR-heimilinu í gær þegar Guðmundur Stephensen vann Íslandsmeistaratitilinn í einliða- leik karla fimmtánda árið í röð. Guðmundur hefur unnið þennan titil allar götur síðan 1994, þegar hann var aðeins 11 ára gamall, og hefur aðeins tapað tveimur af 45 lotum í síðustu tólf úrslitaleikjum sínum. „Við unnum tvíliðaleikinn í ár þannig að ég bætti mig frá því í fyrra. Það er nú bara orðið létt andrúmsloft yfir úrslitaleiknum en ég má ekki slaka of mikið á og maður verður að spila,“ sagði Guð- mundur eftir að fimmtándi Íslandsmeistaratitillinn var í höfn. Guðmundur náði því einnig í tólfta sinn á þessum fimmtán árum að verða þrefaldur Íslandsmeistari, en hann vann tvíliðaleikinn með bróður sínum Matthíasi og tvenndarleikinn með Magneu Ólafs. „Þetta er orðinn góður tími en ég er ennþá bara 25 ára þannig að ég á nóg eftir til þess að bæta við titlum. Það er samt ekkert mitt takmark að verða mesti Íslands- meistari fyrr og síðar í íþróttum. Þetta er bara hending og þróaðist svona. Það er ekki takmark að vinna Íslandsmótið lengur. Ég spila bara fyrir Víking á þessi móti,“ sagði Guðmundur í léttum tón en hann vill þó ekki vera að monta sig mikið af þessu. „Þetta er ekki titillinn sem ég stefni mest á en það er gaman að spila á þessu móti. Það hefði verið gaman að fá að spila við litla bróð- ur í úrslitaleiknum en hann hefði nú samt bara gefið leikinn strax,“ sagði Guðmundur í gríni en Matthías bróðir hans fór alla leið í sjöundu og oddalotu í undan- úrslitaleiknum gegn Kjartani Briem. Lilja Rós Jóhannesdóttir tók upp spaðann aftur og fagnaði sínum áttunda Íslandsmeistara- titli á ferlinum. „Þetta er eigilega smá endur- koma því það voru liðin fjögur ár síðan ég tók þátt í mótinu síðast. Ég var beðin um að koma aftur en ég ætlaði nú ekkert að gera það. Ég ætlaði að vera hætt en freistað- ist síðan til þess að prófa. Það er svo langt síðan að maður var síð- ast í þessu að það var engin pressa á manni,“ sagði Lilja Rós sem vann Íslandsmeistara þriggja síðustu ára 4-0 í úrslitaleiknum. „Þetta hefði ekki getað gengið betur. Guðrún er mjög sterk þannig að ég var stressuð fyrir leikinn en síðan hentaði þetta minni spila- mennsku mjög vel og það gekk allt upp í úrslitaleiknum,“ sagði Lilja sem hefur eignast tvö börn milli Íslandsmeistaratitla en þetta var í rauninni titilvörn því hún varð Íslandsmeistari þegar hún keppti síðast á mótinu árið 2004. „Ég veit ekki hvort ég kem aftur á næsta ári. Ég er orðin svo gömul að ég verð bara að sjá til,“ sagði Lilja að lokum. ooj@frettabladid.is Fimmtándi meistaratitillinn í röð Guðmundur E. Stephensen hélt sigurgöngu sinni áfram á Íslandsmótinu í borðtennis og félagi hans úr Víkingi, Lilja Rós Jóhannesdóttir, tók upp þráðinn frá því fyrir fjórum árum og vann sinn áttunda titil. ÍSLANDSMEISTARAR 2008 Guðmundur E. Stephensen og Lilja Rós Jóhannesdóttir, bæði úr Víkingi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.