Fréttablaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 ÞRIÐJUDAGUR 11. mars 2008 — 70. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG da gar til paska i 121 LÖGREGLUMÁL Fíkniefnadeild lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið á fjórða tug fíkniefna- sala frá áramótum. Lögreglan hefur unnið skipu- lega að öflun upplýsinga og við aðgerðir til að sporna við fíkni- efnasölu. Hún hefur til að mynda kortlagt vel á annað hundrað ein- staklinga sem stunda fíkniefna- sölu og dreifingu, að sögn Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildarinnar. Sem dæmi um aðgerðir lögreglu gegn fíkniefnasölu má nefna að síðastliðið föstudagskvöld var farið í þrjár húsleitir í austurborg- inni og Breiðholti. Þar tók lögregla nokkurt magn af hassi, marijúana, kókaíni, sterum og LSD. Efnin voru í söluumbúðum. Höfð voru afskipti af sex einstaklingum. Að sögn Karls Steinars hefur lögreglan frá áramótum kortlagt samtals 148 þekkta fíkniefnasala. Afskipti hafa verið höfð af 34 þeirra og fundust fíkniefni hjá þrjátíu. Málin þrjú sem upp komu á föstudagskvöldið eru angi af þessari kortlagningu lögreglunn- ar. „Við erum að tala um mjög skipulagða starfsemi í dreifingu og sölu fíkniefna,“ segir Karl Steinar. „Til að sporna gegn þess- ari iðju þarf mjög skipulegar aðgerðir sem við teljum okkur nota. Við munum halda áfram með sama hætti.“ - jss Yfir þrjátíu dópsalar teknir frá áramótum Fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur kortlagt vel á annað hundrað fíkniefnasala í umdæminu. Frá áramótum hefur lögreglan tekið á fjórða tug fíkniefnasala. Þarf skipulagðar starfsaðferðir, segir lögreglan. Vilja kynna körl- um bókakostinn Bókasafn Reykjanes- bæjar er fimmtíu ára. TÍMAMÓT 18 GUÐRÚN FEMA ÁGÚSTSDÓTTIR Vinkonurnar ræða málin á hlaupum heilsa Í MIÐJU BLAÐSINS HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Guðrún Fema Ágústsdóttir ljósmóðir keppti eitt sinn á Ólympíuleikum í sundi. Nú stundar hún langhlaup og kryfur dægurmálin á hlaupunumG minn á þessum tíma og maður grennist oft í svona erfið leikum svo ég fór að hugsa um it harlystin Hlaupandi saumaklúbbur Guðrún Fema ljósmóðir drekkur sjaldan kaffi og kryfur því dægurmálin þegar hún fer út að hlaupa. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I Átak sem beinist að fermingarbörnum og forráðamönnum þeirra stendur nú yfir og er þar bent á hættuna sem fylgir ljósabekkja-notkun ungs fólks. Þetta er fimmta árið í röð sem farið er af stað með fræðslu-herferð um þessi mál undir slagorðinu „Hættan er ljós”. Teygjuæfingar eru mikilvægar fyrir þá sem eru nýfarnir að stunda íþróttir eftir langt hlé því vöðvarnir geta orðið stífir og aumir þegar þeim er beitt á nýjan hátt. Eins getur verið gott að fara í heitt bað eða annað slagið í nudd til að mýkja vöðvana upp. Þekkingartorg á heilbrigðissviði var opnað formlega í síðustu viku. Það er aðgangsstýrt netsvæði fyrir verkefna- og upplýsingamiðlun. Með netsvæðinu er kominn gagna-grunnur fyrir heil-brigðistengd gögn auk þess sem þekk-ingartorgið er kjörinn vettvangur umræðu um heilbrigðismál. Bubbi boxar á netinu Bubbi Morth- ens sendir ritstjóra Mon- itors tóninn eftir leiðaraskrif. FÓLK 24 PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON Ekki með stúdentspróf Hefur sparað bestu spurningarnar Fólk 30 páskarMIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2008PÁSKAR Páskadúkar skapa stemningu FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG ÚRKOMUSAMT EYSTRA Í dag verða hægar austlægar áttir. Rigning eða slydda austan til en þó snjókoma til landsins. Úrkomulítið og bjart með köflum annars staðar. Hiti 0-4 stig að deginum. VEÐUR 4 1 0 1 11 Viddi klárar afaplötu Viðar Hákon Gíslason, gítarleikari Trabant, er að leggja lokahönd á nýja plötu með afa sínum, rakar- anum Vilbergi Vilbergssyni. FÓLK 30 TÓNLIST John Fogerty leikur ásamt hljómsveit sinni í Laugardalshöll í lok maí. Hann var aðalmaður Creedence Clearwater Revival, sem gerði lög á borð við Who’ll Stop the Rain, Down on the Corner og Proud Mary. Fogerty leikur bæði lög frá Creedence- tímabilinu og sólóefni á tónleikun- um hér. Það er nýstofnað viðburðafyrir- tæki Kára Sturlusonar og Gríms Atlasonar, Lifandi þjóð ehf., sem stendur fyrir tónleikum Fogertys, en þeir standa einnig fyrir tónleikum Erics Clapton í ágúst. Til að mæta gríðarlegri eftirspurn á þá tónleika fara tvö þúsund miðar til viðbótar í sölu í dag. - glh / sjá síðu 30 Stórtónleikar í Laugardalshöll: Fogerty leikur hér á landi JOHN FOGERTY Kántrírokkarinn heims- frægi. Ísland sigraði Portúgal Margrét Lára var á skotskónum gegn Portúgal í gær. ÍÞRÓTTIR 26 ÞÚ MÁTT RÁÐA Fyrri hluti minningarmóts um Bobby Fischer fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Friðrik Ólafsson naut aðstoðar Hildar Berglindar Jóhannsdóttur sem lék upphafsleikinn í skák gegn Vlastimil Hort. Friðrik sýndi henni mikið traust og fékk hún sjálf að ráða leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VIÐSKIPTI „Þetta er allt á mjög gráu svæði. Gift á ekki að fjárfesta í einu eða neinu,“ segir Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður um Gift fjárfestingafélag sem stofnað var utan um eignir, skuldir og skuldbindingar Samvinnutrygg- inga í júní í fyrra. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hafa stjórnarmenn Giftar rætt mögulega þátttöku félagsins í hlutafjárútboði á þrjátíu prósent- um heildarhlutafjár Skipta, móður- félags Símans. Útboðið hófst í gær. Gift er þriðji stærsti hluthafinn í Existu, stærsta eigenda Skipta. Sigurður segir margt óljóst í kringum félagið. „Fyrst eiga menn að klára hver er eignarhlutur hvers og eins í Eignarhaldsfélagi Samvinnutrygginga. Síðan hefði átt að boða til hluthafafundar í Gift og fá það á hreint hverjir eiga það félag. Ég held að tryggjendur hjá Samvinnutryggingum fyrir tuttugu árum hafi ekki falið nokkr- um framsóknarmönnum hvað átti að gera við peningana.“ Stjórn Giftar skipa Guðsteinn Einarsson, Benedikt Sigurðarson, Helgi S. Guðmundsson, Sigurjón Rafnsson og Ólafur Friðriksson. - mh/ sjá síðu 4 Gift fjárfestingarfélag í hópi stærstu eigenda Existu og Kaupþings: Félagið á mjög gráu svæði BANDARÍKIN, AP Eliot Spitzer, ríkisstjóri í New York-ríki, er grunaður um að hafa nýtt sér þjónustu vændishrings sem var upprættur í síðustu viku. Upptök- ur náðust af símtali þar sem hann ákveður fund með vændiskonu. Blaðið New York Times greindi frá málinu í gær. Spitzer kom í kjölfarið fram í fjölmiðlum og baðst afsökunar á hegðun sinni. Hann vildi þó ekki svara spurn- ingum um það hvort hann hygðist segja af sér. - þeb Ríkisstjórinn í New York: Grunaður um vændiskaup

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.