Fréttablaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 18
[ ]Heilsudrykkur er kjörinn til að byrja daginn með. Setjið appelsínur, ferskan ananas og gulrætur í safapressu og kreistið smá safa úr sítrónu yfir. Unglingsárin eru tími sem snertir marga. Þetta er tímabil þar sem börnin renna inn á fullorðinsskeiðið. Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur hefur boðið upp á námskeið sem er ætlað foreldrum barna sem eru að hefja þetta við- kvæma tímaskeið. „Á námskeiðinu fjalla ég um helstu þroskabreytingar, áhrifa- þætti og kynjamismun, mismun- andi uppeldisnálganir og hverjar helstu þarfir unglinganna eru en unglingsárin eru þekkt fyrir sveiflukennda líðan og upp koma tilfinningaleg og félagsleg vanda- mál. Einnig fjalla ég um hvernig kjarni góðra samskipta lítur út í fjölskyldunni, tölvunotkun ungl- inga og mikilvægi þess að ræða við börnin um áhættu sem fylgir fikti við neyslu áfengis,“ segir Kolbrún. Námskeiðið gerir grein fyrir hlutverki og viðbrögðum foreldra og helstu úrræðum. „Unglingsárin hafa löngum verið þekkt fyrir að vera eitt viðkvæmasta tímaskeið ævinnar. Þetta er tímabil þar sem barnið í okkur kveður á sama tíma og stigið er inn í heim fullorðinna. Ótal vísbendingar eru um að kyn- þroskinn hafi færst neðar sam- hliða aukinni velmegun. Að sama skapi hefur skólaganga almennt lengst,“ útskýrir Kolbrún. Því má segja að þetta tímaskeið ævinnar spanni fleiri ár en áður. Samskiptin á heimilinu eru mjög mikilvægur þáttur sem má ekki vanrækja þegar börn eru á ungl- ingsaldri. Á þessu tímaskeiði eru þarfir unglinganna einna helst þær að vita að foreldrar þeirra eru fastur punktur í tilverunni. „Umhyggja og ástúð ásamt jafn- vægi milli frelsis og aga skiptir þennan aldurshóp hvað mestu máli. Tölvunotkun unglinga hefur aukist mikið á síðustu árum. Með komu netsins hafa bæði skapast auknir möguleikar á samskiptum en að sama skapi getur ofnotkun dregið úr færni barnanna í mann- legum samskiptum,“ útskýrir Kol- brún. Á námskeiðinu verður fjallað um með hvaða hætti foreldrar geta miðlað til barna sinna fræðslu um tölvunotkun og hætt- ur sem kunna að leynast á netinu. Áfengi og aðrir vímugjafar eru málefni sem brennur á fjölmörg- um foreldrum barna sem nálgast eða eru á unglingsaldri. Nám- skeiðið er hugsað til að veita for- eldrum ákveðna innsýn í hvað þeir þurfa að tala um við börnin sín helst vel áður og um það leyti sem þetta tímabil er að hefjast. Til dæmis hvaða áhrif vímugjafi eins og áfengi hefur á heilastarfs- semina þannig að ákveðnar per- sónubreytingar eiga sér stað. „Fyrirlesturinn er um ein og hálf klukkustund og er námskeiðið ætlað foreldrum fjórtán til sex- tán ára unglinga. Námskeiðið er upplagt fyrir foreldrafélög og hægt að fá nánari upplýsingar á heimasíðunni minni www.kol- brun.ws eða senda mér póst á net- fangið kolbrunb@hive.is,“ segir Kolbrún. mikael@frettabladid.is Erfið eru unglingsárin Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur fer í gegnum helstu þættina sem varða unglingsárin. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Að leggjast í frískandi jurtabað er á við góðan nætursvefn. Lisa Sundgren er sænskur heilsu- gúru sem heldur námskeið í jurtafræðum í sínu heimalandi. Hún hefur nýlega gefið út bókina Lisens örtspa sem inniheldur uppskriftir af frískandi fegrunar- meðulum í formi baðefna. Afton- bladed gaf þessari unaðsblöndu af appelsínum, kardemommum, engifer, kanil, mjólk og hunangi fjóra plúsa af fimm mögulegum. Í ummælum kemur fram að feit mjólk og appelsínur geri húðina mjúka og hafi góð áhrif á sálar- tetrið. Það sem þarf er: 1 msk. heil kardemommufræ 2 kanilstengur lítill biti fersk engiferrót 5 dl nýmjólk 1 dl hunang 1 appelsína í sneiðum Steytið kardimommukjarnana í mortéli. Brjótið kanilstengurnar í litla bita og skerið engiferið í þunnar sneiðar. Hitið mjólkina í potti með kryddinu og látið standa á vægum hita í fimm mínútur undir loki. Bætið hunangi og app- elsínum í og blandið öllu í baðvatnið. Gott er að nudda húð- ina með appelsínusneiðunum, þær fríska upp húðina og ilma vel. - gun Frískandi kryddspa Appelsínur eru góðar bæði útvortis og innvortis. Á námskeiðinu verður fjallað um með hvaða hætti foreldrar geta miðlað til barna sinna fræðslu um tölvunotkun og hættur sem kunna að leynast á netinu. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES • Hjarta og æðakerfi • Kólesteról í blóði • Blóðþrýsting • Liði • Orkuflæði líkamans • Minni og andlega líðan • Námsárangur • Þroska heila og miðtaugakerfi fósturs á meðgöngu • Rakastig húðar Í fitusýrum er að finna tvo undirstöðuþætti sem eru okkur lífsnauðsynlegir á sama hátt og prótín, kolvetni, vítamín og steinefni. Omega fitusýrur byggja upp ónæmiskerfið á marga vegu og hafa jákvæð áhrif á: Udo‘s Choice fæst í apótekum og heilsubúðum Fullkomin blanda! Udo's choice 3•6•9 olíublandan er fullkomin blanda af lífsnauðsynlegum fitusýrum. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæða eiginleika þeirra fyrir heilsu okkar. Udo’s 3•6•9 olíublandan er sérvalin blanda náttúrulegra, óunninna, lífsnauðsynlegra fitusýra. www.madurlifandi.is Næstu fyrirlestrar og námskeið 13. mars kl. 18:00 - 21:00 Heilsukostur - Matreiðslunámskeið Auður I Konráðsdóttir heilsukokkur 19. mars kl. 20:00 - 22:00 Hvað á ég að gefa litla barninu mínu að borða? Ebba Guðný Guðmundsdóttir kennari 3. apríl kl. 18:00 - 21:00 Heilsukostur - Matreiðslunámskeið Auður I Konráðsdóttir heilsukokkur 10. apríl kl. 17:30 - 19:00 Góð heilsa er auðveldari en þú heldur Matti Ósvald heilsuráðgjafi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.