Fréttablaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 41
ÞRIÐJUDAGUR 11. mars 2008 25 Félag laganema við HÍ telur jafnréttisnefnd grafa undan trúverðugleika Háskólans – ekki Grím geitskó. „Það er alvarlegt að jafnréttis- nefnd Háskóla Íslands sé að reyna að koma að sínum pólit- ísku skoðunum með þessum hætti. Þetta er tilraun til ritskoð- unar af hálfu skólans,“ segir Vil- hjálmur Þór Vilhjálmsson, for- maður Orators – félags laganema við Háskóla Íslands. Fréttablaðið hefur greint frá harðorðri bókun jafnréttisráðs Háskóla Íslands þar sem segir að í blaði laganema, Grími geit- skó, gæti bæði kvenfyrirlitning- ar og fordóma. Arnar Gíslason, jafnréttisfulltrúi Háskólans, segir kannski ekki meðvitað verið að níðast á konum í blaðinu en „það er samt það sem úr verð- ur“. Þá fer auglýsing frá súlu- staðnum Goldfinger fyrir brjóst- ið á nefndarmönnum. Vilhjálmur telur þetta fráleitt. Um sé að ræða innandeildarblað, gefið út í hundrað eintökum og allir viti að ekki er orð að marka sem stendur í Grími – skotið er á alla ekki síður karla en konur. Um sé að ræða grínblað og innan- deildarhúmor. Orator hefur nú sent frá sér ályktun þar sem kemur fram sú skoðun að jafn- réttisnefndin hafi farið of geyst í bókun sinni. „Ef það er eitthvað sem er til þess fallið að grafa undan trú- verðugleika skólans þá er það tilraun til ritskoðunar af hálfu nefndarinnar á efnistökum og auglýsingum blaðsins. Nektar- dansstaðir eru pólítískt deiluefni sem skiptar skoðanir eru um. Það að nefndin sé að setja út á auglýsingu, sem á engan hátt ætti að særa blygðunarkennd manna, frá fullkomlega löglegri starfsemi lítur félagið mjög alvarlegum augum. Það á ekkert tengt við jafnrétti kynja og telur Orator að þarna hafi nefndin farið langt út fyrir umboð sitt. Það eru flestir laganemar furðu lostnir yfir þessari bókun og finnst að félagi sínu vegið. Orat- or þvertekur fyrir að það eigi sér stað kvenfyrirlitning eða fordómar innan félagsins. Það er svo fjarstæðukennt að félaginu finnst í raun óþægilegt að þurfa að taka það fram,“ segir meðal annars í ályktun Orators. Vilhjálmur segir svo því á bæt- andi að meginreglur stjórnsýslu- réttar hafi ekki verið hafðar að leiðarljósi þar sem ekki var leit- að eftir sjónarmiðum þeirra sem komu að blaðinu og er rökstuðn- ingur nefndarinnar misvísandi og óskýr. „Orator vonar að í framtíðinni muni þeir sem vilja gera athugasemdir við starfsemi félagsins byrja á því að hafa samband við félagið áður en hlaupið er upp til handa og fóta,“ segir í ályktuninni en stjórn Orators hefur ekki tekið ákvörð- un um hvort farið verður með málið lengra innan stjórnsýsl- unnar. jakob@frettabladid.is Orator fordæmir bókun jafnréttisnefndar HÍ VILHJÁLMUR ÞÓR Laganemar eru furðulostnir vegna bókunar jafnréttisnefndar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Vinningshafar síðustu viku Ekki missa af Skólahreysti kl. 20.00 á Skjá einum. Hver sigrar í kvöld? www.ms.is Aðalstyrktaraðili Skólahreystis Grunnskóli Siglufjarðar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.