Fréttablaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 34
18 11. mars 2008 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1984 Vélbáturinn Hellisey frá Vestmannaeyjum sekkur og farast allir nema Guð- laugur Friðþórsson, sem syndir um 5 kílómetra langa leið í land. Hann gengur síðan berfættur yfir hraun til byggða og þykir afrek hans einstætt. 1894 Fyrsta kókflaskan er seld í sælgætisbúð í bænum. 1997 Sprenging í kjarnorkuveri í Japan verður til þess að 35 starfsmenn verða fyrir geislun. Þetta er alvarleg- asta kjarnorkuslys í sögu Japans. 2004 Sprengjutilræði er framið í farþegalest í Madríd. 192 manns farast. 2006 Michelle Bachelet er kosin fyrst kvenforseti Chile. Bæjar- og héraðsbókasafn Keflavíkur var opnað formlega þann 7. mars árið 1958 og starfaði sjálfstætt til ársins 1994. Þá sameinuðust Hafnir, Keflavík og Njarðvík í eitt sveitarfélag og í kjöl- farið voru Bæjar- og héraðsbókasafn Keflavíkur, Lestrarfélagið í Höfnum og Bókasafn Njarðvíkur sameinuð í Bókasafn Reykjanesbæjar. Starfsemi safnsins byggir á hug- myndafræði gömlu lestrarfélaganna, „að eiga saman og skiptast á að nota“ en í mörgum sveitum landsins voru þau ígildi skóla. Þó svo að tæknifram- farir hafi auðveldað almenningi að- gang að upplýsingum eru söfn enn í dag náma fróðleiks og notendahópur þeirra fjölbreyttur. Hulda Björk Þorkelsdóttir hefur verið forstöðumaður Bókasafns Reykjanesbæjar frá upphafi og var áður forstöðumaður Bæjar- og héraðs- bókasafns Keflavíkur. Hún þekkir því söguna vel. „Ári fyrir sameininguna hafði bóka- safnið flutt úr þriggja hæða einbýlis- húsi í 800 fermetra rými á einni hæð og við sameininguna fékk Bóka- safn Reykjanesbæjar aðsetur þar. Þá gátum við farið að sinna þáttum sem einkenna hefðbundin bókasöfn eins og að bjóða upp á aðgang að tímaritum og dagblöðum,“ segir Hulda Björk. Hún segir mikla áherslu á þjónustu við námsmenn og er boðið upp á góða lesaðstöðu og aðgang að þráðlausu neti. Bókasafnið er síðan í samstarfi við hinar ýmsu stofnanir bæjarins og fær til dæmis leikskólabörn til sín í hverri viku. „Við förum með koffort af bókum á leikskólana og bjóðum börn- unum að fá lánað heim. Síðan vinnum við líka með blindrabókasafninu að gerð hljóðbóka fyrir allra yngstu leik- skólabörnin og eins fyrir þau sem eru af erlendu bergi brotin. Eins er bóka- safnið með þjónustu við eldri borg- ara og er farið með bækur heim að dyrum,“ útskýrir Hulda Björk. Á sumrin er boðið upp á sumarlest- ur í samstarfi við grunnskólana. Hann felst í því að hvetja börn til að lesa að minnsta kosti þrjár bækur á tímabil- inu og skrá árangurinn á bókasafninu. Þau sem lesa mest fá viðurkenningu. „Ég trúi því að börn sem læra það frá unga aldri að eitthvað spennandi leynist í bókum gleymi því ekki. Þó að fólk lesi minna á einhverju æviskeiði er það fljótt að taka upp þráðinn og það sér maður helst á eldri borgur- unum sem eru meðal okkar bestu við- skiptavina,“ segir Hulda Björk. Hún segir mikið kapp um tómstundir fólks og á þessu ári er stefnt að því að gera átak í kynningar- og markaðsmál- um. „Okkur langar að beina sjónum að ákveðnum hópum en við sem vinnum á söfnum höfum það til dæmis á til- finningunni að karlmenn á besta aldri séu oft uppteknir við annað en að lesa bækur. Okkur langar til að sýna þeim hópi hvað við höfum upp á að bjóða.“ Hulda Björk segir bókasafnið standa fyrir hinum ýmsu uppákomum árið um kring. „Seinni partinn í mars verð- um við með bókmenntauppákomu sem við köllum Erlingskvöld en það er til- einkað velunnara okkar Erlingi Jóns- syni listamanni. Að þessu sinni stend- ur til að leggja áherslu á fjölmenningu og kynna pólska tónlist og ljóð.“ Í nóvember 2009 er stefnt að því að bókasafnið muni flytja, ásamt bæjar- skrifstofunum, í nýtt húsnæði. vera@frettabladid.is BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR: FIMMTÍU ÁR FRÁ STOFNUN Vilja kynna körlum bókakostinn HULDA BJÖRK ÞORKELSDÓTTIR, FORSTÖÐUMAÐUR BÓKASAFNS REYKJANESBÆJAR „Börn sem læra snemma að eitthvað spennandi leynist í bókum gleyma því seint.“ VÍKURFRÉTTIR/ELLERT AFMÆLISBÖRN Rithöfundur- inn Kristín Steins dóttir er 62 ára í dag. Fyrrverandi ráðherrann Sólveig Pét- ursdóttir er 56 ára í dag. Nýtt meistaranám er nú í boði við Kennaraháskóla Íslands/menntavísindasvið Háskóla Íslands: Heim- speki menntunar og al- þjóðlegt nám í menntunar- fræði. Meistaranám í heim- speki menntunar miðar að því að svara kalli aðal- námskrár leik-, grunn- og framhaldsskóla um mennt- un til ábyrgrar, gagnrýn- innar þátttöku í lýðræðis- þjóðfélagi. Auk þess að mennta fólk til frumkvæðis í lýðræðislegu skólastarfi, heimspeki menntunar og heimspekilegri samræðu- aðferð í kennslu. Markmið námsins er að nemendur öðlist þekkingu á lýðræði sem kenn ingu og hugsjón, áhrifum þess og möguleik- um í skólastarfi og hlut þess í þróun mannlegra samfélaga og í samskiptum einstaklinga og þjóða meðal annars. Nánari upplýsingar er að sjá á www.khi.is Nýtt nám við Kennaraháskólann NÝTT NÁM Meistaranám í heim- speki menntunar er nú í boði. VIÐSKIPTAJÖFURINN RUPERT MURDOCH FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1931. „Orðsporið er mikilvægara en síðustu hundrað milljón dollararnir.“ Murdoch er stór fjárfest- ir á sviði fjölmiðla. Hann er stjórnar formaður og einn aðalhluthafa fjölmiðlasam- steypunnar News Corporation. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, J. Sigurður Gunnsteinsson fyrrverandi starfsmaður Loftleiða/ Flugleiða sem bráðkvaddur var á heimili sínu Vogatungu 45, Kópavogi laugardaginn 1. mars, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju, Kópavogi, miðvikudaginn 12. mars kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd. Margrét Anna Jónsdóttir Gunnsteinn Sigurðsson Dýrleif Egilsdóttir Þorgerður Ester Sigurðardóttir Einar Ólafsson Jón Grétar Sigurðsson Sveinbjörg Eggertsdóttir Anna Sigríður Sigurðardóttir Guðni Einarsson barnabörn og barnabarnabörn. ðjudag- Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Sigtryggur Björnsson Héðinsbraut 7, Húsavík, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga þriðjudaginn 4. mars. Jarðsett verður frá Neskirkju í Aðaldal mið- vikudaginn 12. mars kl. 14.00. Ingibjörg Gísladóttir Björn Sigtryggsson Eva Hovland Eyrún D. Sigtryggsdóttir Jónas A. Sævarsson Jón Sverrir Sigtryggsson Inga Þórey Ingólfsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Þráinn Sigtryggsson skipstjóri og útgerðarmaður, Grundarbraut 26, Ólafsvík, andaðist föstudaginn 7. mars. Jarðarförin verður aug- lýst síðar. Guðbjörg Elín Sveinsdóttir Egill Þráinsson Hrefna Guðbjörnsdóttir Pálína Þráinsdóttir Ingvar Sigurðsson Bryndís Þráinsdóttir Valur Magnússon Sigurbjörg Þráinsdóttir Þröstur Kristófersson Björk Þráinsdóttir Lárus Einarsson Berglind Þráinsdóttir Heimir Maríuson Sigtryggur Þráinsson Margrét Helgadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Þennan dag, árið 1985, varð Mikhaíl Sergejev- itsj Gorbatsjov aðalritari sovéska kommúnista- flokksins. Hann gekk í flokkinn árið 1952 og varð aðalrit- ari við dauða Konstantín Tsjernenko. Hann hafði betur en Grigory Romanov í baráttunni um ritara- embættið en margir töldu Romanov sigurstrang- legri. Gorbatsjov reyndi að breyta ásýnd flokks- ins með „glasnost” (gegnsæi) og „perestroika” (endur skipulagning). Aðeins ári eftir að Gorbatsjov tók við sem aðal- ritari kommúnistaflokksins hitti hann Ronald Reagan, forseta Bandaríkjanna, í Höfða. Fundur- inn er talinn hafa markað þáttaskil í kalda stríð- inu sem geisað hafði milli stórveldanna tveggja. Sovétríkin liðuðust í sundur árið 1991 og í ágúst það ár var Gorbatsjov settur í þriggja daga stofufangelsi af harðlínumönnum. Hinn 25. desember 1991 sagði Gorbatsjov svo af sér aðalritaraembættinu sem hann hafði gegnt í rétt rúm sex ár. ÞETTA GERÐIST: 11. MARS ÁRIÐ 1985 Gorbatsjov verður aðalritari

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.