Fréttablaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 11. mars 2008 17 KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 428 4.837 -1,20% Velta: 1.816 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 8,04 +0,50% ... Bakkavör 40,00 -2,91% ... Eimskipafélagið 29,10 +0,69% ... Exista 11,67 -2,59% ... FL Group 9,17 +0,22% ... Glitnir 17,00 +0,00% ... Icelandair 27,70 -0,40% ... Kaupþing 726,00 -2,02% ... Landsbankinn 27,40 +0,00% ... Marel 88,80 -0,23% ... SPRON 4,91 -4,66% ... Straumur-Burðarás 11,05 -1,34% ... Teymi 4,98 -0,40% ... Össur 89,80 -0,44% MESTA HÆKKUN FØROYA BANKI 2,03% ATLANTIC AIRWAYS 1,14% EIMSKIPAFÉLAGIÐ 0,69% MESTA LÆKKUN SPRON 4,66% EIK BANKI 4,24% FLAGA 3,06% Umsjón: nánar á visir.is Hafið er hlutafjárútboð til almennings og fagfjárfesta á þrjátíu prósenta hlut í Skiptum, móðurfélagi Símans. Útboðið hófst í gær og stendur til klukkan fjögur síðdegis næsta fimmtudag. Hefja á viðskipti með bréf Skipta í OMX Kauphöll Íslands eftir rétt rúma viku, miðvikudaginn 19. mars. Hlutafjárútboðið til almennings er í samræmi við samning þann sem undir- ritaður var milli Skipta ehf. og íslenska ríkisins 5. ágúst 2005. Útboðið fer fram með svokallaðri áskriftarsöfnun, Almenningur getur að lágmarki skráð sig fyrir andvirði 100 þúsund króna að markaðsvirði. Fagfjárfestar geta að lág- marki skráð sig fyrir 25 milljóna króna hlut. Greining Glitnis greinir frá því að við skráningu verði Skipti fjórða stærsta rekstrarfélagið í Kauphöllinni. Markaðs- virði félagsins, miðað við útboðsgengið sem er á bilinu 6.6 til 8,10 króna á hlut, er metið á bilinu 49 til 60 milljarðar króna. „Ákvörðun um endanlegt verð verður tekin að lokinni áskriftarverðlagningu (e. bookbuilding) sem fer fram meðal fjárfesta sem vilja fjárfesta fyrir 25 milljónir króna eða meira,“ segir í útboðslýsingunni, en tilkynnt verður um verðið fyrir upphaf viðskipta næsta föstudag. Verði eftirspurn eftir bréfum það mikil að komi til niðurskurðar á áskriftum þeirra fjárfesta sem vilja fjár- festa fyrir 100 þúsund krónur til 25 millj- óna króna verður úthlutað með hlutfalls- legum niðurskurði til áskrifenda, að því er fram kemur í lýsingunni. „Úthlutun til fjárfesta sem vilja fjárfesta fyrir 25 milljónir króna eða meira er alfarið í höndum umsjónaraðila og seljenda,“ segir þar jafnframt. - óká SÍMINN SELDUR 2005 Geir H. Haarde, þá fjár- málaráðherra, handsalar sölu Símans við Lýð Guð- mundsson, stjórnarformann Skipta. Söluskilmálar kváðu á um að þrjátíu prósent fyrirtækisins yrðu seld síðar í almennu útboði. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Almenningur má kaupa núna Tökum við umsóknum núna www.hr.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 3 3 7 Gengi hátæknifyrirtækisins Flögu Group lækkaði um rúm þrjú pró- sent í gær eftir að félagið sendi frá sér afkomuviðvörun. Stjórn félagsins hefur ákveðið að færa virðisrýrnun á viðskipta- vild sem hafa muni „verulega nei- kvæð áhrif á afkomu fjórða árs- fjórðungs og ársreikning ársins 2007,“ að því er fram kemur í til- kynningu til Kauphallar. Virðisrýrnunin er sögð nema um það bið 11,5 milljónum Banda- ríkjadala, eða um 780 milljónum króna, og er í tengslum við kaup Flögu á Medcare Systems U.S. árið 2002. Það félag er nú þekkt sem Embla Systems. Flaga birtir ársreikninga sína fyrir árið 2007 hinn 27. mars næst- komandi. - óká Flaga varar við Lagt verður til á aðalfundi FL Group í dag að lækka laun stjórnar- manna félagsins um helming. Verði tillagan samþykkt mun stjórnarformaður FL Group fá 350 þúsund krónur í laun á mánuði og varaformaður 250 þúsund krónur. Laun stjórnarformanns námu áður 700 þúsund krónum. Þá er lagt til að önnur laun stjórnarmanna og þóknanir lækki jafn mikið. Jón Ásgeir Jóhannesson, Pálmi Haraldsson, Hannes Smárason og Þorsteinn M. Jónsson gefa kost á sér áfram til stjórnarsetu. Ný inn eru Árni Hauksson, Eiríkur Jóhannesson og Katrín Péturs- dóttir. - jab Fá lægri laun HITAÐ UPP FYRIR FUNDINN Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður FL Group, og Jón Sigurðsson forstjóri rýna í fyrsta ársuppgjör forstjórans. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Auður Capital, fjármálafyrirtæki í eigu kvenna, hefur lokið fjár- mögnun á sínum fyrsta fagfjár- festasjóði, sem nefnist Auður I. „Það gekk ótrúlega vel að fjár- magna sjóðinn, sérstaklega í ljósi þess hve erfitt árferðið er,“ sagði Kristín Pétursdóttir, forstjóri félagsins, í samtali við Vísi.is. Heildarfjárhæð áskrifta er 3,2 milljarðar króna og tók 21 fjár- festir þátt. - bg Auður I í höfn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.