Fréttablaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 24
 11. MARS 2008 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● páskar Ásrún Gyða Ein- arsdóttir 6 ára Af hverju höldum við páska? „Svo við fáum nóg af páskaeggj- um. Það verður sko einhver að borða öll þessi páskaegg.“ Fá óþekkir krakkar páska- egg? „Nei! Ef maður er svo pínu óþekkur fær maður eitthvað vont inn í eggið eins og lakkrís.“ Hvernig páskaegg færð þú? „Risastórt sem ég fæ að brjóta í klessu og borða svo allt í einu.“ Hver býr til páskaeggin? „Sko, mamma er ekki sælgætisgrís og kann því ekki að búa til páskaegg en það er páskahænan uppi í fjöll- um sem býr til páskaeggin.“ Ármann Arnarsson 5 ára Af hverju er gulur páskaliturinn? „Því þá verður allt svo fallegt.“ Fá óþekkir krakkar páskaegg? „Nei, og ef þau eru það, þá er kartafla inn í páskaegginu.“ Hvernig páskaegg færð þú? „Brúnt og mjög stórt en samt ekki jafn stórt og ég sjálfur.“ Hver býr til páskaeggin? „Ég bý til öll páska- eggin á Íslandi og gef hinum krökkunum með mér.“ Rosalía Hanna Canales Cederborg 5 ára Af hverju höldum við páska? „Til að borða páskaegg og mála á hvítu eggin.“ Hver býr til páskaeggin? „Eru það ekki búðarmennirnir sem búa það til og búðarkonurnar sem skreyta páskaeggin?“ Er nokkuð alvöru ungi inni í páskaeggjunum? „Nei, bara nammi því það væri hægt að halda að unginn sé nammi og borða hann óvart.“ Orri Backman Birgisson 4 ára Af hverju höldum við páska? „Því Jesús dó og reis upp til himna, punktur!“ Hvernig páskaegg færð þú? „Lítið og nett, en stærra en bróðir minn og hann er í smáfýlu.“ Hver býr til páskaeggin? „Þeir Jesús og Guð hjálpast að við að búa þau til. Svo fljúga þeir inn í búðirnar á nóttinni.“ Er nokkuð alvöru ungi inni í páskaeggjunum? „Nei, nei, en sælgætið er einhvers konar ungar í páskaeggjunum.“ - mmr Páskarnir eru dásamlegur tími fyrir yngstu kynslóðina. Börn hafa skemmtilegar hugmyndir varðandi margt sem tengist páskahátíðinni, eru ófeimin að tjá sig um þær og eru sum hver mjög föst á sínum skoðunum. Blaðamaður Fréttablaðisins fór ásamt ljósmyndara í heimsókn á leikskólann Árborg í Árbæ og tók nokkur leikskólabörn tali um páskana og það sem þeim fylgir. Óhætt er að segja að svörin hafi verið frumleg og ansi skemmtileg en umfram allt kom þau beint frá hjartanu. Páskahænan býr til eggin Mikil kátína ríkti á meðal leikskólabarna þegar blaðamður og ljósmyndari Frétta- blaðsins heimsóttu Árborg í Árbæ. Skútuvogi 6 • Sími 568 6755 PORCELANOSA fl ísar fyrir vandláta

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.