Fréttablaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 2
2 11. mars 2008 ÞRIÐJUDAGUR Nóatún mælir með 479 kr.kg. noatun.is LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ Ótrúlegt verð! SPRENGI VERÐ! Móa kjúklingur, ferskur 40% afsláttur! Ottó, er þetta kannski farand- bikar? „Það mætti frekar kalla hann kon- ungsbikar því mér var sagt að hann hafi upphaflega verið ætlaður sem gjöf handa Kristjáni tíunda þegar hann kom hingað 1930.“ Ottó J. Malmberg var einn þeirra sem létu sérfræðinga Þjóðminjasafnsins skoða ættargripi um helgina. Ottó sýndi þeim forláta bikar sem flust hefur með fjölskyldu hans fram og til baka milli Danmerkur og Íslands. VESTMANNAEYJAR „Þetta er ein af lífæðum Eyjanna, bæði íbúa og atvinnulífs, því það gerir enginn neitt án vatns,“ segir Ívar Atlason, tæknifræðingur hjá Hitaveitu Suður nesja. Í júlí stendur til að leggja nýja vatnslögn til Vest- mannaeyja. Fyrir eru tvær eldri lagnir, frá 1968 og 1971. Eru þær báðar í notk- un en sú nýrri er mjög illa farin. „Við flytjum samtals um fimmtíu lítra á sekúndu með dælingu á báðum lögnum,“ segir Ívar en af því flytur eldri leiðslan aðeins tæpa níu lítra. „Nýja lögnin verður átta tommur og mun hún flytja um 25 til 30 prósentum meira en hinar tvær til samans.“ Ívar segir hana koma í staðinn fyrir leiðsluna frá 1971, sem verði þá aflögð. Báðar eldri lagnirnar liggja á sama stað milli lands og Eyja og verður nýja lögnin á svipuðum slóð- um. „Reyndar ætlum við að leggja hana á betri stað. Við höfum miklu meiri upplýsingar um sjávar botninn núna og erum búnir að velja lagna- leið.“ Ívar segir fyrirtækið Sjómæling- ar hafa kortlagt sjávarbotninn. Þá segir hann tækni nú betri en áður og nýja lögnin verði mun sterkari og betri en þær eldri. „Sérstaklega er ysta lag pípunnar mikið þykkara og betra.“ Sama danska fyrirtækið, NKT, framleiðir og leggur nýju lögnina og tvær hinar fyrri. Er framleiðsla hafin í Danmörku og gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist eftir miðjan júlí. „Við stefnum að því að lögnin verði komin í gagnið fyrir Þjóðhátíð.“ Ívar segir nýju lögnina lagða til að tryggja nægt neysluvatn til íbúa og atvinnulífs. Vatnsnotkun hafi aukist, sérstaklega í fiskiðnaði. Segir Ívar að við lagningu eldri vatnslagnanna hafi verið gert ráð fyrir 25 til 30 ára líftíma, svo þær séu komnar töluvert fram yfir það. Einnig geti aðstæður á botni haft veruleg áhrif. „Nýrri leiðslan liggur á verri stað en að auki er hún skemmd eftir snurvoðartóg. „Að öðru leyti höfum við alveg sloppið við að menn hafi farið með ankeri eða þess háttar í þetta.“ Segir Ívar sjómenn vita að þarna sé bannsvæði sem ekki megi veiða á. Aðrar skemmdir séu vegna álags, „það nuddast gat á leiðslurn- ar af því þær eru á ferðinni.“ olav@frettabladid.is Ný vatnslögn lögð til Vestmannaeyja Ein af lífæðum Vestmannaeyja er illa farin eftir um fjörutíu ára volk í sjónum. Aukin vatnsnotkun kallar á nýja og öfluga vatnslögn sem leggja á í sumar. Betri upplýsingar og ný tækni gera nýju lögnina öruggari en þær eldri. NÝ VATNSLÖGN Nýja vatnslögnin mun liggja á svipaðri lagnaleið og þær tvær eldri sem fyrir eru, en með hjálp nýrrar tækni er hægt að velja henni betri leið á hentugri botni. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR Vestmannaeyjar Bakki Kross Þjóðvegur 1 Ma rka rfjó t Seljaland DÓMSMÁL Alcan á Íslandi, ISAL, krefst tæplega 187 milljóna í skaðabætur vegna samráðs olíufélaganna Skeljungs, Olís og Kers, áður Olíufélagsins, fyrir útboð á vegum fyrirtækisins. Mál ISAL gegn olíufélögunum verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykja- víkur á morgun. ISAL fékk dómkvaddan matsmann til þess að reikna út tjón fyrirtækisins vegna samráðs olíufélaganna og er greinargerð hans, sem krafa fyrirtækisins byggir á, hluti af gögnum málsins. ISAL er stærsta fyrirtækið sem höfðað hefur skaðabótamál á hendur olíufélögunum vegna samráðs þeirra. - mh Alcan gegn olíufélögunum: Skaðabótamál tekið fyrir LÖGREGLUMÁL Rannsóknarlögregl- an á höfuðborgarsvæðinu hand tók fjóra í gær eftir húsleit í tveimur húsum í Hafnarfirði. Í húsunum fundust tvö skotvopn, lítilræði af fíkniefnum og önnur vopn, svo sem hnífar og barefli. Skotvopnunum sem fundust hafði verið stolið úr heimahúsi í Hafnarfirði á föstudag. Auk rannsóknardeildarinnar tók sérsveit Ríkislögreglustjóra og hundadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þátt í aðgerðunum. Lögregla leitaði enn fimmta mannsins síðdegis í gær. - jss Lögregluleit í tveimur húsum: Fundu skotvopn og fíkniefni STJÓRNMÁL Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hóf í morgun tveggja daga opinbera heimsókn sína til Danmerkur. Hún mun meðal annars funda með Per Stig Møller, utanríkisráð- herra Dana, og Margréti Þórhildi Danadrottningu. Ráðherrann mun einnig funda með formanni danskra jafnaðarmanna, mennta- málaráðherra og utanríkismála- nefnd danska þingsins. - þeb Ingibjörg Sólrún í Danmörku: Fundar með drottningunni EFNAHAGSMÁL Skuldir heimilanna í erlendri mynt hafa hækkað um tugi milljarða króna frá áramót- um vegna lækkunar á gengi krón- unnar. Um áramót skulduðu heimilin 234 milljarða króna í erlendri mynt. Sú upphæð hefur hækkað um ríflega 27 milljarða króna. Þá er ekki gert ráð fyrir nýjum erlendum lánum sem fólk hefur tekið síðan þá. Gengislækkunin hefur í för með sér að afborganir af lánum í erlendri mynt hækka. Taka má dæmi af bílaláni í erlendri mynt. Afborgun af því nam tæpum 26 þúsund krónum í janúar en mars- greiðslan er ríflega 28 þúsund. Þessi hækkun skýrist af því að gengi krónunnar hefur verið að lækka. Það hefur frá áramótum lækkað um 11,66 prósent, miðað við miðgengi sem Seðlabankinn skráir. Óvíst er í hvaða myntum lán heimilanna eru, en í algengum myntkörfum eru evrur, japönsk jen og svissneskir frankar. Sviss- neski frankinn kostar nú um tíu krónum meira en hann gerði um áramót. Japanska jenið hefur hækkað í verði um um það bil tíu aura. Evran hefur hækkað í verði um næstum þrettán krónur. Hún kostar nú ríflega 105 krónur og hefur gengi krónu gagnvart evru aldrei verið lægra. Um 50 milljarðar króna af erlendum lánum heimilanna eru íbúðalán. Gengi krónunar hefur ekki verið svona lágt síðan í mars árið 2002. Frá því að Seðlabankinn tók upp verðbólgumarkmið árið 2001 varð gengi krónunnar lægst í nóvember sama ár. Þá kostaði evran 97 krónur og 40 aura. Gengið varð hæst í nóvember árið 2005. Þá kostaði evran 71 krónu og 60 aura. Heildarskuldir heimilanna um áramótin námu um 1.552 millj- örðum króna. Það jafngildir því að hvert mannsbarn skuldi tæpar fimm milljónir króna. - ikh Gengi krónunnar ekki lægra í sex ár og erlendar skuldir hækka: Gengið eykur greiðslubyrðina UTANARÍKISMÁL Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur skipað þrjá nýja sendiherra. „Mér finnst það flott hjá ráðherra að skipa tvær konur, það lýsir áherslum sem ég er ánægð með,“ segir Sigríður Anna Þórðar- dóttir, fyrrver- andi umhverfis- ráðherra, sem er ein af nýju sendiherrunum. Hinir eru Gréta Gunnarsdóttir, sviðsstjóri alþjóða- og öryggis- sviðs og Þórir Ibsen, skrifstofu- stjóri í utanríkisþjónustunni. Ekki verður greint frá því hvert þeir fara fyrr en allt hefur verið frágengið í viðtökulöndunum. Skipan Grétu og Þóru miðast við 15. þessa mánaðar en Sigríðar Önnu við 1. júlí næstkomandi. - jse Utanríkisráðuneytið: Þrír nýir sendi- herrar skipaðir SIGRÍÐUR ANNA ÞÓRÐARDÓTTIR AFBORGUNIN HÆKKAR Hækkun á afborgunum í íslenskum krónum, af bílaláni í japönskum jenum og svissneskum frönkum. Kaupverð bílsins var 900 þúsund krónur. janúar 2008 25.862 febrúar 2008 27.679 mars 2008 28.173 Drengurinn látinn Drengurinn sem fékk heila- blæðingu á fimleikaæfingu hjá Gerplu í síðustu viku er látinn. Hann hét Jakob Örn Sigurðarson og var til heimilis að Dynsölum 10 í Kópa- vogi. Hann var fæddur hinn 21. júní 1997, og var því á ellefta ári. Jakob Örn var á fimleika- æfingu hjá fimleikafélaginu Gerplu í síðustu viku þegar hann fékk heilablæðingu og var fluttur á sjúkrahús. Hann lést á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi á sunnudagskvöld. Minningarstund um Jakob Örn verður haldin í Digranes- kirkju í kvöld. JAKOB ÖRN SIGURÐARSON VIÐSKIPTI Helstu eigendur í Hita- veitu Suðurnesja ræddu í gær hvernig bregðast megi við and- mælabréfi Samkeppniseftirlits- ins. Þar kemur fram að ekki sé fallist á það að Orkuveita Reykja- víkur eignist 95 prósenta hlut Hafnarfjarðarbæjar í Hitaveitu Suðurnesja. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnafjarðar, segir að í hluthafa- samkomulaginu frá því í sumar sé gert ráð fyrir að leita sameigin- lega lausna fari svo að samkeppn- isstofnun geri athugasemdir. „Það er það sem nú liggur fyrir enda eiga menn að standa við samninga,“ segir Lúðvík. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins gætir nokkurrar óánægju hjá OR um það hversu óskýrt álitið er og að ekki sé kveðið á um það hversu stóran hlut fyrirtækið geti átt í Hitaveitunni. Í hluthafasamkomulaginu er gert ráð fyrir að OR eignist 16,5 prósent af hitaveitunni en hlutur Hafnarfjarðar yrði þá 15,4 pró- sent. Í desember á síðasta ári sam- þykkti Hafnarfjarðarbær svo að selja 95 prósent af hlut sínum til OR. Þá væri hlutur OR í Hitaveitu Suðurnesja 30 prósent. Aðrir eigendur í Hitaveitunni eru Reykjanesbær og Geysir Green Energy. Bæði Hafnar- fjarðar bær og OR hafa óskað eftir frest til að svara álitinu. - jse Helstu hluthafar í Hitaveitu Suðurnesja ræða bréf Samkeppniseftirlitsins: Leita sameiginlegra lausna Fimm grunaðir um nauðgun Fimm erlendir karlmenn voru handteknir á sunnudag grunaðir um að hafa nauðgað erlendri stúlku á aðfaranótt sunnudags. Mennirnir hafa verið dæmdir í gæsluvarðhald fram á fimmtudag. LÖGREGLUMÁL RÆTT UM SÖLUNA Guðmundur Rúnar Árnason bæjarfulltrúi og Lúðvík Geirsson ræða söluna á hlut Hafnar- fjarðarbæjar í Hitaveitu Suðurnesja á bæjarstjórnarfundi í desember. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.