Fréttablaðið - 29.03.2008, Síða 29

Fréttablaðið - 29.03.2008, Síða 29
LAUGARDAGUR 29. mars 2008 5 Prjónablaðið Ýr er nýkomið út með eigulegum fatnaði fyrir fólk á öllum aldri. Prjónakonur bíða jafnan spenntar eftir nýjum íslenskum prjónablöð- um. Nú var eitt að bætast við, 39. tölublað af Prjónablaðinu Ýri sem gefið er út af Tinnu. Þar er að vanda úrval af fallegum peysum og öðrum prjónaflíkum. Sumar eru fljótunnar og einfaldar, aðrar reyna meira á þolinmæðina og hæfnina. Uppskriftirnar eru þó ítarlegar þannig að auðvelt ætti að vera að fylgja þeim. Þá er árang- urinn vís. Íslenskri hönnun, eftir þær Ásdísi Ólafsdóttur og Sigurhönnu Sigmarsdóttur, bregður fyrir í blaðinu að þessu sinni. Það eru flottar flíkur og tvær þeirra eru merktar sem góð byrjendaverk- efni. - gun Íslensk hönnun í Ýri Létt og nett peysa úr Kitten Mohair. Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Í fótspor meistara Að feta í fótspor meistara sem á fjörutíu og fimm ára starf að baki og er þar að auki enn meðal lifenda er ekki það auðveldasta sem maður getur hugsað sér. Alessandra Facchinetti lætur það þó ekki hræða sig. Hún sýndi á tískuviku í París í febrúarlok fyrstu tísku- línuna sem hún hannar fyrir tískuhús Valentino en eins og þið munið settist Valentino í helgan stein eftir hátískusýningu sína nú í janúar. Alessandra Facchinetti er þó enginn nýgræðingur í tískuheim- inum þótt hún sé aðeins 35 ára. Hún byrjaði árið 1993 hjá Prada eftir nám í tískuskóla og vann við hlið Toms Ford hjá Gucci frá 2000 á þeim tíma þegar hann fann upp hinn svokallaða „porno chic“-stíl. Hún tók svo við listrænni stjórn hjá Gucci þegar Ford hætti þar árið 2004. Hún náði hins vegar aldrei tökum á Gucci og fór þaðan eftir tvær árstíðir. Kannski vegna þess að Facchinetti var ekki rétt manneskja á réttum stað og þessi stíll hentaði henni ekki. Eftir að hafa komið ítalska sportmerkinu Moncler á flug fengu stjórnendur Valentino-tískuhússins áhuga á að fá hana til sín, hugsanlega sem framtíðarhönnuð. Síðan í október hefur Alessandra undirbúið frumsýningu sína. Hún hefur það að leiðar- ljósi að virða sögu og hefð tískuhússins en setja um leið mark sitt á hönnunina til þess að kafna ekki í táknum fortíðar. Þegar Valentino Caravani sló í gegn á tímum Jackie Kennedy og Liz Taylor var hann sá sem hannaði kjóla fyrir rauðu dreglana. Á þeim tíma skiptu konur um föt fjórum sinnum á dag til þess að vera þær fallegustu í heimi. Í dag er öldin önnur og hagnaður sífellt mikilvægari enda sífellt fleiri tískuhús í eigu risasam- steypa. Það fellur því ekki síður í hlut Alessöndru Facchinetti að laða fleiri og yngri viðskiptavini að tískuhúsinu. Innkaupastjórar og verslunareigendur klæða sig í sama stíl og kvenhönnuðurinn sem þær dá. Líf þessara nútímakvenna er þó langt frá lífsháttum þeirra kvenna sem lifa fyrir það að líða fram og aftur eftir rauðu dreglunum. Þótt hinn nýi hönnuður virði hefðir meistara Valentinos skapar Alessandra Facchinetti sinn eigin stíl. Meira er um dagklæðnað og kjóla fyrir hanastél, dragtir og hálfsíða kjóla í pastellitum þótt einnig megi sjá nokkra síða kjóla sem löngum hafa verið sérkenni Valentinos. Lítið fór þó fyrir rauða Valentino-litnum sem hinn gamli meistari var alkunnur fyrir. Alessandra Facchinetti sýnir ákveðið sjálfstæði og hugrekki og skapar um leið sinn eigin stíl. Vandfarin leið milli hefðar og nýsköpunar sem þó er nauðsynleg til þess að gæða hið gamla tískuhús nýju lífi. bergb75@free.fr Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Bæjarlind 4 • s. 5442222, Opið virka daga 11-18 og laugardaga 10-16. Flottar sumarvörur Gallabuxur, bolir, vesti.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.