Fréttablaðið - 29.03.2008, Page 40

Fréttablaðið - 29.03.2008, Page 40
 29. MARS 2008 LAUGARDAGUR10 ● fréttablaðið ● landið mitt Kvikmynda- og vídeóhátíðin Hreindýraland er formlega opnuð í Sláturhúsinu, Menningarsetri Egilsstaða, í dag. „Ég hélt fyrst að þetta væri algjör vitleysa og vissi ekki hvernig gestir tækju í að koma á lítinn stað lengst úti á landi. Síðan fannst öllum æðislegt að koma hingað og í raun er mikið um að vera og margt að sjá,“ segir Kristín, sem sjálf heillað- ist af Austurlandi og flutti þang- að frá stórborginni Manchester í Englandi. Hún er menntuð listakona og hefur fengist við margmiðlunar- list í mörg ár, fyrst í Frakklandi og svo í Bretlandi. Síðan söðlaði hún um og flutti til Egilsstaða með breskum manni sínum, sem er grafískur hönnuður, og tveimur börnum. „Ég er upp- haflega Reykvíkingur en hér er friður og ró. Lítil umferð og engin umferðarljós. Kannski er það þess vegna sem við náum að skapa stemningu sem ekki fæst á stærri hátíðum,“ segir Kristín og heldur áfram: „Aðsókn hefur verið ótrúlega góð og mun fleiri senda inn verk en við höfum tök á að sýna.“ Í boði eru sjötíu verk sem koma meðal annars frá Ísra- el, Bandaríkjunum, Norðurlönd- unum, Ástralíu og Kóreu. Hátíðin teygir anga sína víða um Austurland. Á Skriðuklaustri verða sýnd lengri verk og á Eiðum eru haldið námskeið. Þema nám- skeiðisins er eins og hátíðarinnar „performance on camera“ (leik- ur á mynd) og eru þar kennarar frá Íslandi, Finnlandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Kristín er mjög stolt af þeim úrvals kennur- um sem standa að námskeiðinu og nefnir meðal annars Unnstein Guðjónsson sem býr og starfar í Bretlandi. Unnsteinn vann meðal annars að verðlauna- myndinni The Gold- en Compass eða Gyllti áttavitinn og kennir nú verðandi kvikmynda- gerðarmönnum listina við eftirvinnslu. Boðið verð- ur í uppskeruhátíð síðasta dag hátíðarinnar á Eiðum þar sem verkin sem unnin hafa verið alla vikuna verða sýnd. Fleira er í boði fyrir austan en kvikmyndahátíð. Kristín vill endilega benda gestum á að horfa vel í kring- um sig þegar keyrt er um Austfirði. Milli Egils- staða og Reyðarfjarð- ar er Fagridalur og þar eru ansi miklar líkur á að sjá hrein- dýr á vappi. Hall- ormsstaðarskógur skartar sínu fegursta á hvaða árstíma sem er og aldrei er langt í dulúð í vetrarrík- inu. Stutt er að skreppa í jökla- ferð frá Egilsstöðum og skíða- svæðin eru opin enda nægur snjór. Útilistaverkið Macy´s er enn að finna á Eiðum en það var sett upp árið 2004 sem hluti af Fantasy Island, samverkefni með Listahátíð í Reykjavík. Verkið er eftir tvo af eftirtektarverðustu og þekktustu myndlistar mönnum samtímans, Bandaríkjamennina Paul McCarthy og Jason Rhoad- es, og er endurgerð á einni versl- unarmiðstöð Macy´s í Los Ang- eles í Kaliforníu. Nánari upp- lýsingar um hátíðina ásamt gistingu og afþreyingu á Austur- landi má finna á www.700.is og á www.east.is vaj/rh Hreindýr og kvikmyndir fyrir austan Kristín Scheving er í forsvari fyrir kvikmynda- og vídeóhátíðina Hreindýraland á Egilsstöðum. MYND/KORMÁKUR MÁNI Ferðalögin kalla á góðan útbúnað hvort heldur farið er á fjöll, þar sem farangurinn kemur með trússbíl, eða farið er í styttri gönguferðir eða skíðaferð. Þá er bráðnauðsyn- legt að vera með góðan bakpoka. Þessir eru svokallaðir dagpokar, 25-30 lítra, þar sem það nauðsynlegasta kemst fyrir, nestið, aukasokkar, vatnsbrúsinn, myndavélin og GPS-tækið. Það getur verið gaman að hafa bakpokann í stíl við fatnaðinn eða rokka upp göngutúrinn með neon- appelsínugulu. Lítil hætta ætti að vera á að týnast með slíkan lit á bakinu. Upp, upp, upp á fjall með bakpokann Mammut- bakpoki 28 lítra, Ever- est Skeifunni 6, kr. 11.995. Mammut- bakpoki, 25 lítra. Fæst í Everest í Skeif- unni 6, á 10.995 kr. Tatonka-bak- poki, 28 lítra, fæst í Elling- sen, Fiskislóð 1, 7.080 kr. Mammut, 30 lítra, fæst í Everest, Skeifunni 6 á 11.995 kr. Aztek-bakpoki, 30 lítra. Fæst hjá Íslensku ölpunum í Faxafeni 8, á 9.995 kr. Gervihnattasímar eru til leigu hjá Ferðafélagi Íslands, FÍ. Ferðafélagið býður nú félags- mönnum símana til leigu í ferðir um sambandslaus eða sambandslítil svæði. Símarnar eru leigðir til fé- lagsmanna fyrir 1.500 kr. á sólar- hring auk 3.000 króna stofn- leigugjalds. Síðan þarf leigutaki að greiða fyrir notkun símans. Þá er sérstakt tryggingagjald kr. 30.000 sem er innheimt ef síminn verður fyrir skemmdum. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.fi.is. - rh Símar hjá ferða- félaginu Sýning á gömlum dúkkulísum stendur nú yfir á Gamla sjúkrahús- inu á Ísafirði. Þarna eru til sýnis söfn fjögurra safnara sem fæddir eru á tímabilinu 1941-1963. Á sýningunni er líka hægt að skoða og leika sér með nýjar dúkkulísur meira að segja í tölvum. Sýningin er á 1. og 2. hæð gamla sjúkrahússins og stendur út apríl. Húsið er opið alla virka daga milli klukk- an 13 og 19 og laugardaga milli klukkan 13 og 16. Dúkkulísur fyrir vestan Dúkkulísurn- ar hafa glatt mörg börn- in þar sem ímynd- unaraflið hefur fengið að leika lausum hala. Á ferð sinni um Suðurland koma margir við á hinu forna og sögu- fræga kirkjusetri að Skálholti. Hins vegar er staðurinn ekki að- eins menningar- og menntasetur. Þar er einnig boðið upp á gistingu og veitingar í fallegu umhverfi. Því er ekki úr vegi að koma við þarna á leið um landið. Einnig stendur Skál- holt fyrir kyrrðardögum reglulega allan ársins hring. Þar er þema misjafnt en tengist allt friði og ró í fallegu umhverfi þar sem andleg heilsa er í fyrirrúmi. Einnig eru í tengslum við dagana fyrirlestrar fagfólks á sviði heilbrigðismála. Gistiheimilið er opið allan ársins hring. Nánari upplýsingar: www. skalholt.is. - rh Gist í Skálholti

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.