Fréttablaðið - 29.03.2008, Page 52

Fréttablaðið - 29.03.2008, Page 52
● heimili&hönnun ● KAFFIBORÐ Isamu Nog- uchi framleiddi fyrstu tegund- ina af þessu borði á fimmta áratug síðustu aldar. Borðið hefur verið framleitt fyrir Bandaríkjamarkað frá árinu 1947 en framleiðsla á þessum borðum hófst ekki fyrr en árið 2002 í Evrópu. Borðið fæst bæði með viðar- og gler- borðplötu. Náttborð Þ etta skemmtilega náttborð er eftir sænska hönnuðinn Josefin Hellström-Olsson. Svona sér hún náttborð framtíðar- innar fyrir sér - bókastafla fyrir bæk- urnar og blöðin. Á því rúmast einnig allt annað sem þarf að hafa tiltækt við rekkjuna. Vekjaraklukkan er á sínum stað, vatns- glasið og meira að segja inniskór. ● KLASSÍSKUR SÍMI Ericofon er búinn til af LM Ericsson í Svíþjóð og kom fyrst á markað á fimmta áratug síð- ustu aldar. Síminn er sagður vera stærsta skrefið í hönnun á síma og opnuðust flóðgátt- irnar hvað varðaði nýtt útlit á heimasímum. Ericofon er hægt að fá í öllum regnbogans litum og útlit hans hefur hald- ist frá upp- hafi. Í fyrstu var Erico fon með skífu en fékk síðar takkaborð. Enn í dag selst síminn og eru ófáir með Ericofon sem heimasíma. LEIKFÖNG World´s Circus er sniðugt leikfang. Hægt er að raða hinum ýmsu sirkusdýrum og manneskjum inn á plakat sem svo má hengja upp. Sirkus verurnar eru í dúkkulísuformi og hægt er að velja á milli apa, fíla, trúða, asna og ljóna. Upprunalega var þetta framleitt í kringum aldamót- in 1900 en hefur nú verið endurútgefið af fyrirtækinu Shackman. Þetta sniðuga leikfang/veggskraut fæst í Kisunni á Laugavegi 7 og kostar 1.990 krónur. hönnun hönnun 29. MARS 2008 LAUGARDAGUR22

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.