Fréttablaðið - 29.03.2008, Síða 64

Fréttablaðið - 29.03.2008, Síða 64
40 29. mars 2008 LAUGARDAGUR T ilhlökkunin var mikil eftir sex tíma ökuferð og á end- anum átti Aldrei fór ég suður eftir að standa undir þeim væntingum sem ég gerði til hátíðar- innar og meira til. Hátíðin hófst rétt eftir kvöldmat á föstudeginum og það kvöldið stóð dagskráin til miðnættis. Áður en ég mætti hafði ég ósjaldan verið spurður að því hverjir spiluðu á hátíðinni í ár. Yfirleitt svaraði ég til- baka: „Hverjir eru ekki að spila?“ Slík- ur aragrúi var líka af frambærilegum sveitum á hátíðinni, sem endranær, að það var algjörlega ógerningur að sjá allar þær frábæru sveitir sem spiluðu. Einhver kom reyndar með þá snjöllu hugmynd að hafa Aldrei fór ég suður Plús og láta allar hljómsveitirnar spila aftur klukkutíma seinna á einhverjum öðrum stað í bænum. Góð hugmynd fyrir alla letingjana frá 101. Eyrað sleikt og rassinn laminn En að föstudeginum. Ég hafði aldrei mætt á hátíðina áður og það sem kom mér fyrst á óvart var skemman sem hátíðin var haldin í. Var hún ekki stærri en þetta? Auðvitað komst ég að því seinna að hún gat rúmað ótrúlegan fjölda. Miðað við hversu umfang hátíðar innar er orðið mikið mætti samt alveg koma hátíðinni fyrir í stærra húsnæði. Hvað um það, stemningin var góð á föstudag og gleðin í algjöru hámarki. Að kvöldinu loknu hafði ég ekki ein- göngu fengið eyrað á mér sleikt af karlmanni heldur einnig góðan skell á bossann frá eldri kvenmanni. Ekki amalegt það. Hápunkturinn var þó að sjá Megas uppi á sviði með Hjálmum að spila (ekki) með. Súrrealískt mók Laugardeginum var komið af stað með hamborgara á Hamborginni. Einkar viðeigandi í ljós aðstæðna. Dagskráin hófst líka snemma og því eins gott að koma sér í gírinn sem fyrst. Ég byrjaði á því að sjá Unun taka Lög unga fólsins en það hafði sveitin víst ekki gert í háa herrans tíð (fyrir utan daginn áður í skíðabrekk- unni). Eftir það var kvöldið í hálfgerðu móki. Ekki vegna áfengisvímu, heldur vegna gleði, skemmtunar og ánægju. Sá Hraun og fleiri strípalinga, Rott- weiler taka gömlu slagarana, Helga Björns baksviðs, heilan karlakór með gula þvottahanska og Óttarr Proppé í diskógalla, Ultra Mega Technobandið rústa sviðinu eins og vanalega og síðan nokkur súrrealísk augnablik sem engan veginn er hægt að útlista hér. Af hverju hef ég ekki alltaf mætt? Þessa helgi fékk ég ekki eingöngu að upplifa hlýju Ísafjarðar og hinn mikla sjarma Aldrei fór ég suður-tónlistar- hátíðarinnar. Ég fékk einnig að fara til Flateyrar og láta pabba Mugison, sjálfan Papamug, syngja fyrir mig og elda dýrindis páskamáltíð. Ég fékk líka að láta gamla rokkdrauma ræt- ast. Reyndar til þess eins að staðfesta það sem áður var nokkurn veginn vitað; það er best fyrir alla að ég haldi mig á lyklaborðinu frekar en tónlistar- sviðinu. Eins og ég sagði stóð Aldrei fór ég suður undir væntingum og sigraðist á öllum þeim þrekraunum sem ég lagði fyrir hana. Ótrúlegt að maður hafi ekki mætt áður. Þeir sem hafa hins vegar aldrei heimsótt hátíðina fá hér með skipun um að koma að ári. Göldrótt tónlistarhátíð Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fór fram um síð- ustu helgi á Ísafirði. Ríkti mikill og góður andi yfir há- tíðargestum og að hátíðinni lokinni voru bæði gestir og aðstandendur sammála um að hátíðin í ár væri sú besta til þessa. Steinþór Helgi Arnsteinsson skellti sér vestur og athugaði stemninguna. UNUN Heiða og félagar í Unun tróðu upp á Aldrei fór ég suður ásamt rúmlega þrjátíu öðrum sveitum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEINÞÓR HELGI FJÖLBREYTTUR ÁHORFENDASKARI Gestir Aldrei fór ég suður voru frá aldrinum tveggja vikna til níutíu og eitthvað ára. STUÐ Ekki vantaði stuðið í gesti hátíðarinnar. ÞÉR ER EKKI BOÐIÐ XXX Rottweiler- hundum var boðið á Ísafjörð í ár og var frammistaða þeirra með hápunktum hátíðarinnar. MEÐ MEGAS MEÐ SÉR Hjálmar nutu liðsinnis meistara Megasar sem glamr- aði með sveitinni á kassagítarinn sinn. Í LEGGINGS Skátar voru flottir í gylltum leggings. Einhver kom reynd- ar með þá snjöllu hug- mynd að hafa Aldrei fór ég suður Plús og láta allar hljóm- sveitirnar spila aftur klukkutíma seinna á einhverjum öðrum stað í bænum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.