Fréttablaðið - 09.04.2008, Side 1

Fréttablaðið - 09.04.2008, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Daníel Geir Moritc kennaranemi hefur víða komið enda ferðalangur mikill. Ein af ferðum Daníels tók óvænta stefnu í Búdapest.„Ég fór í árshátíðarferð með Byggingafélagi náms- manna til Búdapest. Á sama tíma var þar verið að fagna fimmtíu ára afmæli byltingar sem gerð var gegn Sovétríkjunum,“ segir Daníel. Efnt hafði verið til mikilla hátíð h afmælisin ð Þar sem Daníel og félagar hans litu út um gluggann á staðnum sáu þeir hvar fleiri hundruð manns flúðu undan táragasi lögreglurnar. Forvitnin yfirtók þó smám saman skynsemi félaganna, sem fundu sig knúna til að kíkja út. Þeir komust þó ekki langt þar sem lögreglan var fljót að stöðva ferð þeirra. „Búið var að loka fjöli Lenti í miðju mótmæla Daníel Geir fór í saklausa árshátíðarferð sem endaði með miklum látum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON RAFORKA ÚR METANÓLIEfnarafall sem framleiðir sjálfur orku getur veitt ferðalöngum aukið frelsi þar sem ekki er nauðsynlegt að leggja á stæði með rafmagnstenglum. BÍLAR 2 LÚÐRAR HLJÓMAÍ þýska bænum Bad Orb eru haldin lúðrasveitamót og koma sveitir alls staðar að. Íslenska lúðrasveitin Svanur-inn vekur samt ávallt athygli. FERÐIR 4 Sími: 512 5000 MIÐVIKUDAGUR 9. apríl 2008 — 96. tölublað — 8. árgangur SJÁVARÚTVEGUR Með salt í blóðinu Sérblað um sjávarútveg FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG. STJÓRNMÁL Þingflokkur Samfylkingarinnar hafnar hugmyndum dómsmálaráðuneytisins um skipan lög- og tollgæslumála á Suðurnesj- um, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tollalögum þarf að breyta til þess að hugmynd- irnar verði að veruleika og ætlar þingflokkur Samfylkingarinnar að standa gegn því. Þingflokkurinn fundaði um boðaðar breyt- ingar á mánudag og varð niðurstaðan sú að hafna hugmyndunum um uppskiptingu embættisins. Í breytingunum felst að verkefni tollgæsl- unnar heyri undir fjármálaráðuneyti, yfir- stjórn öryggismála vegna flugverndar á Keflavíkurflugvelli undir samgönguráðuneyti en lög- og landamæragæsla undir dómsmála- ráðuneyti. Jóhann R. Benediktsson, lögreglu- stjóri á Suðurnesjum, hefur lýst sig mótfallinn hugmyndunum líkt og undirmenn hans hjá embættinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins telja þingmenn Samfylkingarinnar breytingarnar óskynsamlegar og ekki í takt við tilmæli sem komið hafa frá Ríkisendurskoðun í skýrslu um ráðstafanir gegn innflutningi ólöglegra fíkniefna. Í henni segir meðal annars að móta eigi heildarstefnu til nokkurra ára í tollamálum fyrir landið allt. Breytingarnar sem boðaðar hafa verið snúa aðeins að embættinu á Suðurnesjum, og finnst þingmönnum það til marks um ófaglegt verklag. - mh Þingflokkur Samfylkingar hafnar breyttri löggæslu Þingflokkur Samfylkingarinnar leggst gegn hugmyndum dómsmálaráðuneytisins um uppskiptingu emb- ættis lögreglustjórans á Suðurnesjum. Þingmenn Samfylkingar telja breytingarnar óskynsamlegar. VIÐSKIPTI Ísland og íslensk fjár- málafyrirtæki hafa orðið fyrir kerfisbundnum árásum fjögurra erlendra vogunarsjóða síðustu vikur og mánuði, að sögn Sigurð- ar Einarssonar, starfandi stjórn- arformanns Kaupþings. Allt útlit sé fyrir að atlögunni hafi verið hrundið. „Mér sýnist að það séu einkum fjórir vogunarsjóðir sem hafa stundað þetta af miklum krafti,“ segir Sigurður og nefnir til sög- unnar Trafalgar Funds, Cheney Capital, Landsdowne Fund og Ako Capital. Þessir aðilar og fleiri hafi tekið skortstöður í skuldatryggingum, en snúið sér svo að því að hafa kerfisbundið samband við erlenda fjölmiðla og greiningardeildir banka með nei- kvæðar spurningar og athuga- semdir um íslenskt efnahagslíf og bankana. Við það hafi skulda- tryggingaálag hækkað, til hafi orðið svokallað Íslandsálag og vogunarsjóðirnir náð fyrir vikið umtalsverðum hagnaði gegnum skortstöður sínar. - bih / sjá Markaðinn í dag Kaupþing ræðst gegn skortstöðum erlendra spákaupmanna gegn Íslandi: Atlögu vogunarsjóða hrundið LÖGREGLUMÁL Kristófer Helgason, útvarpsmaður á Bylgjunni, flytur meðal annars inn rafbyssur þær sem lögreglan hefur til skoðunar með það fyrir augum að taka upp notkun þeirra hér á landi. Kristófer, sem á KHelgason heildverslun, fór á sérstakt námskeið til að læra á tækið og virkni þess. Hluti námskeiðsins fólst í að vera skotinn með rafbyssunni: „Þetta var vont, á að vera vont en um leið og lokað var fyrir strauminn var allur sársauki fyrir bí og engin eftirköst.“ - jbg/sjá síðu 30 Kristófer Helgason: Var skotinn með rafbyssu DANÍEL GEIR MORITC Via Via Hungaria og táragas í Búdapest ferðir bílar heimili Í MIÐJU BLAÐSINS FRÁBÆR TILBOÐ! SÉRBLAÐ FYLGIR OPIÐ LAUGARDAG KL:11-16 Þú færð UMM-réttina í Nesti á N1 stöðinni. Börn frægra á svið Afkvæmi þekktra ein- staklinga slá í gegn í fyrirsætuheim- inum. FÓLK 22 Léku fyrir Harold Pinter Unnur Ösp og Björn Thors gerðu það gott með Ham- skiptin í Bretlandi. FÓLK 24 Rætur kreppunnar „Hið ótrúlega var hvernig Seðla- bankinn, undir forystu Greens- pans, stóð aðgerðalaus hjá meðan fasteignabólan sótti í sig veðrið og beið þess að springa“, skrifar Jeffrey Sachs. Í DAG 16 HVASST NORÐVESTAN TIL Í dag verður hvöss norðaustanátt á Vest- fjörðum og norðvestan til, annars hægari. Rigning eða slydda vestan til í fyrstu síðan úrkomulítið. Stöku skúrir eða él annars staðar. VEÐUR 4 0 3 3 2 1 STOLTUR MEÐ VEIÐINA Þiðrik Unason á Klakki SH-510 var stoltur af þessum tveimur skötuselum við uppskipun í Reykjavíkurhöfn í gær. Skötuselurinn veiðist í vaxandi mæli hér við land vegna hlýnunar sjávar og þykir hið mesta lostæti, þótt vart geti hann talist með fallegri fiskum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Liverpool og Chelsea mætast Ensku liðin Liverpool og Chelsea mætast í undanúrslitum Meist- aradeildarinnar eftir dramatískt kvöld í Meistaradeildinni. ÍÞRÓTTIR 26 VEÐRIÐ Í DAG HEILSA Draga á úr offitu barna með því að banna ísbíla, að sögn sænsks prófessors. „Farandsala á ís og sælgæti þar sem tónlist er notuð til að lokka börnin að bílnum tengist offitu- vandamálum hjá börnunum okkar,“ segir Bo Sjöberg, prófess- or við Sahlgrensku akademíuna í Gautaborg, í viðtali við Dagens Nyheter. - ghs Sænskur prófessor: Vill banna ísbíla

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.