Fréttablaðið - 09.04.2008, Side 4

Fréttablaðið - 09.04.2008, Side 4
4 9. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR DÓMSMÁL „Ég hef rætt mál piltsins við færeysk yfirvöld og lýst þeirri skoðun að þessi langa einangrunarvist væri illskiljanlegt harðræði.“ Þetta segir Eiður Guðnason, ræðismaður Íslands í Færeyjum, spurður um aðkomu hans að máli unga mannsins sem setið hefur í einangrun í fangelsi í Þórshöfn í nær hálft ár. Málið er nú fyrir dómstólum í Færeyjum. Eiður kveðst ekki hafa formlega aðkomu að málinu frekar en öðrum dómsmálum. „Mér var til að mynda ekki tilkynnt á sínum tíma um að íslenskur ríkisborgari hefði verið handtekinn og gerði ég athugasemd við það,“ segir Eiður.“ Vandinn er hins vegar sá að lögreglumál hér eru enn í höndum Dana, þannig að færeysk yfirvöld hafa lítil áhrif á þessi mál. Þau vita hins vegar vel um skoðanir okkar á þessari löngu einangrun.“ Eiður kveðst hafa rætt við danska lögfræðinginn sem er saksóknari í málinu svo og við færeyska lögmanninn sem er verjandi unga mannsins. „Ég hef um nokkurt skeið heimsótt unga manninn vikulega,“ bætir hann við, „og fært honum bækur, afþreyingarefni og fleira.“ Vitnaleiðslum í máli unga mannsins var fram haldið fyrir dómi í Þórshöfn í gær. Þá báru meðal annars vitni kærasta hans og fjölskylda hennar. „Þetta hefur verið afar erfitt í dag fyrir þau öll, bæði son minn, kærustu hans, vini og fjölskyldu hennar,“ segir Íris Inga Svavarsdóttir, móðir mannsins. Hún segir honum verða haldið í einangrun fram á föstudag. Hún fái að hitta hann án eftirlits eftir að dómur í málinu sé genginn, fyrr ekki. Íris Inga segir augljóst að saksóknarinn sé að reyna að koma sök í Pólstjörnumálinu í heild sinni á unga manninn. Saksóknari hafi farið í smáatriðum yfir allt málið, sýnt myndir af skútunni bak og fyrir, hvar efnin voru geymd, myndir af heildarmagni fíkniefnanna sem komu til Íslands, símunum sem Pólstjörnumennirnir voru með og svo mætti áfram telja. Athygli hefur vakið að íslenskir lögreglumenn sem rannsökuðu Pólstjörnumálið hafa ekki verið kvaddir fyrir dóminn í Færeyjum til að bera vitni. Íslenska lögreglan hefur sent umbeðin gögn til Færeyja. Í vitnaskýrslum sem teknar voru af Pólstjörnumönn- unum hér heima kemur fram að Íslendingurinn í Færeyjum hafi enga aðild átt að fjármögnun né skipulagningu smyglsins, né haft vitneskju um það fyrr en í lok tímans sem smyglararnir dvöldu þar vegna bilunar í skútunni. jss@frettabladid.is Einangrunarvistin er illskiljanlegt harðræði Ræðismaður Íslands í Færeyjum segir langa einangrunarvist Íslendings í fang- elsi þar illskiljanlegt harðræði. Hann hefur lýst þeirri skoðun sinni við þarlend yfirvöld. Saksóknari vill dæma manninn fyrir aðild að öllu Pólstjörnumálinu. EIÐUR GUÐNASON EINANGRUN Íslendingurinn dvelur enn í einangrunarklefa eins og þessum. Myndin er tekin í fangelsinu í Þórshöfn. MYND/DIMMALÆTTING Undir mynd af Íþróttamiðstöð Álfta- ness neðst á annarri síðu sérblaðs um byggingariðnað í Fréttablaðinu í gær var fyrir mistök settur texti um Ásvallalaug í Hafnarfirði. LANDBÚNAÐUR Upplýsingar sem teknar hafa verið saman um afkvæmi nauta sem komu í heim- inn árið 2002 sýna að í honum voru yfirburðanaut sem gefið hafa mjög góð afkvæmi sem eru líkleg til að stuðla að framförum íslenska kúastofnsins. Þetta segir Svein- björn Eyjólfsson, framkvæmda- stjóri Nautastöðvar Bændasam- taka Íslands. „Þetta eru góðar fréttir fyrir bændur en ekki síður fyrir neyt- endur,“ segir Sveinbjörn og útskýrir að á hverju ári sé tekið sæði úr um 20 til 30 efnilegum nautum. Eftir að 6.600 skammtar hafa fengist úr hverjum þeirra sé þeim slátrað en vandlega sé fylgst með afdrifum þeirra mjólkurkúa sem þeir gefa af sér. Venjulega komi í ljós að um sex til átta nauts- kálfar gefa af sér afkvæmi sem þykja líkleg til að stuðla að fram- förum íslenska kúastofnsins og er sæði þeirra því nýtt áfram og fá þeir heitið nautsfeður. Sæði hinna nautanna er svo hent. Sveinbjörn segir að af hinum efnilega nautahópi sem kom upp árið 2002 fari fremstur í flokki nautið Skurður fá Stóru-Mörk í Rangárþingi eystra „Úr honum eigum við 5.500 skammta enn,“ segir Sveinbjörn og má því búast við þónokkuð mörgum gæðakúm undan honum í framtíðinni. - kdk Óvenjumörg afburðanaut ársins 2002 þykja líkleg til að bæta kúastofninn: Gæðanautasæði kætir bændur KÝR Sæði gæðanauta sem komu í heim- inn árið 2002 þykja líkleg til að stuðla að framförum íslenska kúastofnsins. Tökum við umsóknum núna Kynntu þér námið á www.hr.is ÍRAN, AP Íranar eru að koma sér upp sex þúsund nýjum skilvind- um til að auðga úran í kjarn- orkuvinnslustöð sinni í Natanz. Mahmoud Ahmadinejad forseti tilkynnti þetta í gær. Í dag eru þrjú þúsund skilvindur í notkun í Natanz. Viðbrögð vesturvelda hafa verið misjöfn. Frakkar kölluðu eftir að samþykktum öryggis- ráðs SÞ yrði fylgt eftir, en Rússar vilja leggja fram nýjar tillögur um efnahagstengsl, gegn því að Íranar hætti við. Íranar hafa nýverið hafnað slíkum samningi og stefna að því að koma upp 54.000 skilvind- um. - kóp Íranar fjölga úranskilvindum: Auka ótrauðir auðgun úrans ÚRAN Í ÍRAN Frá tilraunum í kjarnorku- stöðinni í Natanz. NORDICPHOTOS/GETTY Þau mistök urðu við gerð fréttar af tískusýningu nema á öðru ári í fata- hönnun við Listaháskóla Íslands, að hönnun Maríu Bjargar Sigurðardóttur var eignuð Ernu Bergmann. LEIÐRÉTTINGAR LÖGREGLUMÁL Rökstuddur grunur leikur á að meintir hraðbanka- ræningjar, sem voru á ferli í höfuðborginni um páskana, hafi átt vitorðsmenn hér á landi. Gæsluvarðhald yfir þeim var framlengt í fyrradag til 18. apríl. Mennirnir tveir, sem eru frá Rúmeníu og Þýskalandi, voru gripnir í Leifsstöð í lok síðasta mánaðar þar sem þeir voru á leið úr landi með milljónir íslenskra króna. Þeir voru með fjölmörg greiðslukort, sem þeir notuðu við svikin. Þeir fóru vítt og breitt um höfuðborgina og sviku milljónir út úr hraðbönkum. - jss Hraðbankaþjófar enn í haldi: Grunur um vit- orðsmenn hér VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Róm Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 6° 10° 7° 5° 7° 12° 12° 10° 14° 8° 19° 17° 18° 10° 21° 15° 27° 14° Á MORGUN 10-15 m/s norðvestan til annars mun hægari. FÖSTUDAGUR 5-13 m/s, hvassast með ströndum. 1 0 1 12 2 2 3 3 -1 4 8 9 15 6 3 5 5 7 9 18 8 1 5 4 2 2 5 5 1 11 VÍÐA ÚRKOMA Framan af morgni verður úrkomusamt á landinu vestan- verðu með rigningu eða slyddu en sum- staðar snjókomu. Eftir hádegi dregur úr þessari úrkomu. Norðan til og austan má hins vegar búast við stöku snjó- eða slydduéljum í dag og allra syðst verður úrkomuloft viðloð- andi til kvölds. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur Dópsali fékk einn mánuð Karlmaður var í gær dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa í vörslu sinni um 114 grömm af marijúana sem lögregla fann við húsleit. Efnin voru ætluð til sölu. DÓMSTÓLAR LÖGREGLUMÁL Yfirhundaþjálfari ríkislögreglustjóra afhenti formlega í fyrradag fíkniefnaleit- arhundinn Codie til embættis lögreglustjórans á Seyðisfirði. Hundurinn hefur verið grunn- þjálfaður og nú tekur embættið við honum til áframhaldandi þjálfunar hunds og hundamanns. Kaup á hundinum voru fjármögn- uð með gjafafé. Hann verður notaður jöfnum höndum í þágu lög- og tollgæslu í baráttunni gegn meðferð, sölu og innflutn- ingi á fíkniefnum. - jss Ríkislögreglustjóri: Fíkniefnahund- ur á Seyðisfjörð Fá inni á heimasíðunni Listamönnum í Vogum á Vatnsleysu- strönd verður að ósk sinni og fá svæði á heimasíðu sveitarfélagsins til að kynna sjálfa sig. VOGAR LÖGREGLUMÁL Sturla Jónsson, talsmaður bílstjóra, hefur verið boðaður til skýrslutöku hjá lögreglunni klukkan 9 í dag. Sturla var boðaður vegna aðgerða bílstjóra síðustu daga. „Það virðist vera bannað að mótmæla á Íslandi, ég get ekki séð annað,“ segir Sturla. Hann segir bílstjóra fráleitt hætta mótmælum. „Nei, við ætlum að klára málið og munum fara af stað einhvern tímann á næstu dögum. Menn eru að ræða stóra stoppið,“ segir Sturla, en þar á hann við það að skilja fjölda trukka eftir mann- lausa í umferðinni. - kóp Sturla Jónsson bílstjóri: Boðaður í skýrslutöku STURLA JÓNSSON GENGIÐ 08.04.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 146,7342 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 72,43 72,77 143,07 143,77 114,09 114,73 15,291 15,381 14,32 14,404 12,18 12,252 0,7087 0,7129 118,47 119,17 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.