Fréttablaðið - 09.04.2008, Síða 6
6 9. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR
2 fyrir 1
UMHVERFISMÁL Al Gore, fyrrver-
andi varaforseti Bandaríkjanna og
friðarverðlaunahafi Nóbels, tjáði
troðfullum stóra sal Háskólabíós í
gær að þótt Íslendingar sýndu gott
fordæmi með heimsforystu í nýt-
ingu endurnýjanlegra orkugjafa
yrðu þeir eins og aðrar þjóðir heims
að leggja meira á sig til að vinna
gegn loftslagsbreytingum af völd-
um losunar gróðurhúsalofttegunda
út í andrúmsloftið. Það væri „sið-
ferðisleg skylda“ núlifandi kyn-
slóðar jarðarbúa gagnvart komandi
kynslóðum.
Gore kom víða við í nærri tveggja
tíma löngum fyrirlestri sínum.
Hann hóf mál sitt á að þakka Ólafi
Ragnari Grímssyni, forseta Íslands,
fyrir að bjóða sér hingað og fyrir
áratuga gagnkvæma vináttu sem
hefði hafist er þeir báðir voru
óbreyttir þingmenn.
Líkt og í hinni verðlaunuðu kvik-
mynd og bók sinni, „Óþægilegum
sannleika“, lýsti Gore margvísleg-
um dæmum um þær afleiðingar
sem síhækkandi hlutfall koltvísýr-
ings í lofthjúpi jarðar og gróður-
húsaáhrifin muni hafa í för með
sér.
Gore sagði að í höfuðdráttum
væru þrír þættir sem yllu því að
hraði loftslagsbreytinga hefði verið
að aukast á síðustu árum og stefndi
í að aukast enn frekar, ef ekkert
yrði að gert. Í fyrsta lagi ylli fólks-
fjölgunarsprenging síðustu ára-
tuga ört vaxandi eftirspurn eftir
matvælum sem ylli því að æ stærri
hlutar frumskógarins í hitabeltinu
– „lungu jarðar“ - væri eytt til að
ryðja land til ræktunar og búsetu.
Þessi skógareyðing veldur fjórð-
ungi hinnar árlegu aukningar á kol-
tvísýringslosun í heiminum. Með
iðnvæðingu þróunarlandanna stór-
eykst líka notkun þeirra á jarðefna-
eldsneyti.
Í öðru lagi yllu tækniframfarir
því að mannkynið gerist æ stór-
tækara í inngripum sínum í náttúr-
una, svo sem í landbúnaði, fiskveið-
um, námuvinnslu og
mannvirkjagerð.
Í þriðja lagi væri það hugsunar-
háttur fólks. Honum þyrfti að
breyta. Að sínu áliti væri vænleg-
ast til árangurs að „setja verðmiða
á kolefnið“. Það er að segja að koma
á kerfi þar sem allir losendur gróð-
urhúsalofttegunda væru látnir
greiða fyrir losunina með því að
vera gert að kaupa sér losunar-
heimildir.
Gore sagði mikið undir því komið
fyrir framtíð lífs á jörðinni að þjóð-
ir heims sameinuðust um það á
loftslagsráðstefnu SÞ í Kaup-
mannahöfn á næsta ári að setja sér
bindandi markmið um að draga svo
um munar úr losuninni á komandi
árum. Enginn mætti skorast undan
því að taka þátt í að axla þá byrði –
allra síst hans eigið land, Bandarík-
in. Komandi kynslóðir muni þakka
okkur fyrir það.
audunn@frettabladid.is
Siðferðisleg skylda að
leggja baráttunni lið
Al Gore, þekktasti baráttumaður heims fyrir hnattrænum aðgerðum gegn
hlýnun loftslags, segir það siðferðislega skyldu Íslendinga og annarra þjóða að
gera það sem í þeirra valdi stendur til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
GORE Í HÁSKÓLABÍÓI Húsfyllir var á fyrirlestrinum, sem Glitnir og Háskóli Íslands
stóðu að. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VINIR Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, og Gore báru lof hvor á annan
og þökkuðu fyrir áralanga vináttu.
ATVINNUMÁL Óljóst er hvaða olíufé-
lag, eða félög, hefur áhuga á því að
reka olíuhreinsunarstöð á Vest-
fjörðum. Ólafur Egilsson, annar
tveggja eigenda Íslensks hátækni-
iðnaðar, sem unnið hefur að kynn-
ingu olíuhreinsunarstöðvar hér á
landi, segist ekki geta gefið upp á
þessari stundu hvaða olíufyrirtæki
séu að baki hugmyndinni um olíu-
hreinsunarstöðina. „Við brjótum
ekki trúnað,“ sagði Ólafur. Starfs-
menn á upplýsingasviði rússnesku
olíufélaganna LUKOIL og Gaz-
prom Neft, olíuhluta rússneska rík-
isfyrirtækisins Gazprom, neituðu
því í samtali við Fréttablaðið í gær
að félögin hefðu nokkuð með hug-
mynd um olíuhreinsunarstöð að
gera. Það sama gerði Eirik Hauge,
yfirmaður olíufyrirtækisins Exxon
Mobil í Noregi. „Við komum ekki
að þessari hugmynd með neinum
hætti og höfum það ekki á stefnu-
skránni,“ sagði Eirik í samtali við
Fréttablaðið.
Fyrirtækið Katamag-Nafta, sem
er dótturfyrirtæki Geostream,
hefur átt í viðræðum við Íslenskan
hátækniiðnað en það fyrirtæki
hefur í gegnum árin starfað mikið
með fyrrnefndum olíufyrirtækjum
í Rússlandi.
Markmið olíuhreinsunarstöðvar
er að sögn Ólafs Egilssonar að
treysta undirstöður íslensks efna-
hagslífs, auka fjölbreytni þess og
efla framleiðslu sem byggir á full-
vinnslu hráefnis úr náttúrunni, það
er jarðolíu. Helst er stefnt á að
hafa stöðina í Arnarfirði eða á
Söndum í Dýrafirði. - mh
Ekki er ljóst hverjir standa að hugmyndinni um olíuhreinsunarstöð:
Neitar að upplýsa um bakhjarl
ARNARFJÖRÐUR Íslenskur hátækniiðn-
aður vinnur að framgangi hugmyndar
um olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum.
FRÉTTABLAÐIÐ/BB
MÓTMÆLI Verði breytingar á stefnu
ríkisstjórnarinnar hvað varðar
olíumál og samgöngur er þeirra
ekki að vænta fyrr en að loknu
næsta haustþingi, segir Árni M.
Mathiesen fjármálaráðherra. Hann
fundaði með fulltrúum atvinnubíl-
stjóra í gær. Árni segir fundinn
hafa verið góðan, bílstjórar hafi
náð að koma sínum sjónarmiðum á
framfæri.
„Ég mun koma á fundi bílstjóra
og þeirra sem vinna að þessum
málum fyrir okkur svo raddir
þeirra heyrist vel inni í þeirri vinnu.
Í vinnu nefndanna þarf að sameina
fjölmörg sjónarmið,“ segir Árni og
vísar þar í þrjár nefndir sem vinna
að málinu. Nefnd á vegum fjármála-
ráðuneytisins sem skoðar samræm-
ingu á gjaldtöku á ökutækjum og
eldsneyti út frá umhverfissjónar-
miðum, nefnd um almenningssam-
göngur á vegum samgönguráðu-
neytisins og nefnd á vegum
viðskiptaráðuneytisins um land-
flutninga.
Sturla Jónsson, talsmaður bíl-
stjóra, segir ýmislegt gagnlegt
hafa komið fram, en aðgerðir vanti.
„Við getum ekkert beðið fram á
haust eða enn lengur,“ segir Sturla
og telur frekari aðgerðir vísar.
Ráðherra segir ríkisstjórnina ekki
munu funda sérstaklega um
aðgerðir og kröfur bílstjóra.
- kóp
Fjármálaráðherra fundaði með atvinnubílstjórum:
Breytingar ekki mögulegar
fyrr en að loknu haustþingi
SVÍÞJÓÐ Maður hefur verið
handtekinn grunaður um aðild að
hvarfi tíu ára gamallar stúlku,
Englu Juncosa-Höglund, í Svíþjóð.
Maðurinn er atvinnubílstjóri og
gamall kunningi lögreglunnar.
Hann hefur neitað aðild, að sögn
sænska dagblaðsins Dagens
Nyheter.
Engla hvarf á laugardaginn
þegar hún var að hjóla heim til sín.
Fyrir tilviljun voru myndir teknar
af Englu á leiðinni og umhverfinu.
Á einni myndinni sést í rauðan bíl.
Hinn handtekni á rauðan Saab.
Ef Engla finnst ekki á næstunni
er talið víst að hún sé látin, að
sögn lögreglu. - ghs
Hvarf stúlku í Svíþjóð:
Handtekinn
maður neitar
ÓÁNÆGÐIR BÍLSTJÓRAR Bílstjórar voru
ekki ánægðir með þau svör sem þeir
fengu hjá fjármálaráðherra.
Vilt þú að íslenskir ráðherrar
leigi þotur til ferðalaga?
Já 32,1%
Nei 67,9%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Munu pálmatré skjóta rótum á
Íslandi á okkar tímum?
Segðu þína skoðun á visir.is
KJÖRKASSINN