Fréttablaðið - 09.04.2008, Side 8

Fréttablaðið - 09.04.2008, Side 8
 9. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR flugfelag.is Netið Þú færð alltaf hagstæðasta verðið á www.flugfelag.is 20 08 ÍS L E N S K A S IA .I S L B I 41 90 5 0 4. 20 08 Fjármálakvöld Landsbankans Landsbankinn kynnir „Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld“, röð fjármálanámskeiða fyrir almenning. Á námskeiðunum fjalla sérfræðingar bankans um þætti sem lúta að fjár- málum heimilanna, fjárfestingartækifærum og skatta- málum. Fjármálakvöldin hefjast kl. 20 og eru öllum opin án endurgjalds. Í boði eru kaffi og veitingar. Dagskrá fjármálakvölda 24. jan. Höfðabakki Fjármál heimilisins 7. feb. Akranes Fjárfestingartækifærin 21. feb. Laugavegur 77 Skattamál 6. mars Mjódd Skattamál 27. mars Vesturbær Fjárfestingartækifærin 3. apríl Ísafjörður Fjármál heimilisins 10. apríl Fjarðargata, Hafnarfj. Fjárfestingartækifærin Fjárfestingartækifærin Sérfræðingar frá Landsbankanum fara yfir hvar fjárfest- ingartækifærin liggja, hvert stefnir á hlutabréfamarkaði, hvert krónan er að fara og hvað er á döfinni í vaxtamálum. Skráning á fjármálakvöldin fer fram á landsbanki.is eða í Ráðgjafa- og þjónustuveri í síma 410 4000. Nánari upplýsingar á www.landsbanki.is ALÞINGI Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráð- herra færði rök fyrir nauðsyn þess að Ísland reki virka utanríkisstefnu í umræðum um utanríkismál á Alþingi í gær. Hún sagði stundum látið að því liggja að Ísland ætti helst ekki að kveðja sér hljóðs á alþjóðavettvangi og ætti þar takmarkað erindi. „Enn heyrist að Íslandi farnist best að taka aðeins þátt þegar um þröngt skilgreinda sérhagsmuni er að ræða. Þetta sjónarmið kann að hafa átt við hér áður fyrr, en ekki í dag,“ sagði Ingibjörg. Hún sagði utanríkisstefnu landsins byggja á þríþættum styrkleika landsins; reynslu á sviði sjálfbærrar nýtingar sjávarauðlinda, þekkingu af nýtingu endurnýjanlegrar orku og merkra sögulegra áfanga í jafnréttisbaráttu kvenna og sterkrar ímyndar íslenskra kvenna. Ingibjörg rakti nokkur helstu viðfangsefnin á sviði utanríkismála og staldraði meðal annars við Afríku. Sagði hún unnið að heildstæðri framkvæmdaáætlun um málefni álfunnar sem taka mundi til stjórnmálasamskipta auk þróunarsamstarfs og friðarþróunar. „Það er álit mitt að við höfum að vissu leyti vanmetið stjórnmálalegt mikilvægi Afríkuríkja og einblínt um of á aðstoðar- þáttinn í samskiptum okkar við þau.“ Ingibjörg sagði Ísland hafa fengið áheyrnaraðild að Afríkusamband- inu og til að fylgja því eftir og efla enn frekar samstarf við samtökin og einstök Afríkuríki yrði Svavar Gestsson, sendiherra í Kaupmannahöfn, sérstakur fulltrúi Íslands gagnvart Afríkusamband- inu, með aðsetur í Addis Ababa í Eþíópíu. Mun hann gegna því verki samhliða störfum sínum í Kaup- mannahöfn. Gat hún þess að vera hans þar myndi gagnast framboðinu til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Í sérstökum kafla um framboðið sagði Ingibjörg að á annað hundrað ríki hefðu veitt skriflegt vilyrði um stuðning. Ingibjörg sagði mikið hafa verið unnið í því augnamiði að flétta mannréttindaáherslur inn í stefnu og aðgerðir Íslands í ólíkum málaflokkum alþjóðamála, enda varði átakamál samtímans oftast mannréttindi. Kvaðst hún nefna þetta þar sem heyrst hefðu háværar kröfur frá fámennum hópi um að Ísland ætti að ganga lengra heldur en önnur lönd í Evrópu og slíta stjórnmálasambandi við ríki sem gagnrýnd væru fyrir mannréttindabrot. „Slík viðbrögð skila ekki endilega árangri en leiða augljós- lega til áhrifaleysis, í einskis þágu. Þolendur mann- réttindabrota um víða veröld eru engu bættari,“ sagði hún og bætti við að Ísland ætti ekki að slíta stjórn- málasambandi, heldur beita því í þágu friðsamlegrar lausnar deilumála. bjorn@frettabladid.is Aukin pólitísk sam- skipti við Afríkuríki Íslendingar hafa vanmetið stjórnmálalegt mikilvægi Afríkuríkja og horft um of á aðstoð við þau, að mati utanríkisráðherra. Þessu á að breyta. Svavar Gestsson sendiherra verður sérstakur fulltrúi Íslands í Afríku næstu mánuði. INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Utanríkisráðherra flutti ræðu um utanríkis- og alþjóðamál á Alþingi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ríkisstjórnin hefur ákveðið að koma á fót vettvangi fyrir samráð formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi um þjóðaröryggismál. Er gert ráð fyrir að þeir hittist vor og haust og ræði um stöðu og þróun mála varðandi þjóðaröryggi og hættumat, stöðu mála innan alþjóða- stofnana og samráð við helstu samstarfsríki. Með þessu er yfirlýsing ríkisstjórnarinnar úr stjórnarsáttmálanum komin til framkvæmda. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra upplýsti þetta í ræðu sinni um utan- ríkismál á Alþingi í gær. SAMRÁÐ UM ÞJÓÐARÖRYGGISMÁL Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs, sagði margt í ræðu utanríkisráðherra og stefnu Íslands í utanríkis- málum hljóma mjög vel. En best væri að horfa á stefnuna eins og hún birtist og velta fyrir sér hvort innistæður væru fyrir fögru orðunum. Komst hann að því að svo væri ekki. Steingrímur gagnrýndi skort á samráði við utanríkismálanefnd áður en oddvitar stjórnar- flokkanna héldu á leiðtogafund Nató og þátttöku Íslands í aðgerðunum í Afganistan. Lýsti hann jafnframt áhyggjum af loftlagsbreytingum og sagði íslensk stjórnvöld draga lappirnar gagnvart þeirri vá. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, ítrekaði þá afstöðu flokks síns að Ísland ætti að segja sig úr Nató. Magnús Stefánsson, þingmaður Framsókn- arflokksins, og Kristinn H. Gunnarsson, þing- flokksformaður Frjálslynda flokksins, lýstu báðir nokkurri ánægju með utanríkisstefnuna. Fagnaði Magnús þeim sinnaskiptum sem greinilega hefðu orðið í röðum Samfylkingarþingmanna því þeir hefðu í tíð fyrri ríkisstjórnar gagnrýnt fjárframlög til utanríkisþjónustunnar en ekki væri annað að sjá en að nú ætti að efla hana. Kristinn var sama sinnis en sagði mikilvægt að leita leiða til að lágmarka kostnað. Harmaði hann líka hve treglega gengi að koma á samráði ráðherra og utanríkismálanefndar. Steingrímur J. efast um innistæður STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Gagnrýni á að utanríkisráðherra hafi ekki fundað með utanríkismálanefnd í aðdraganda leiðtogafundar Atl- antshafsbandalagsins í Búkarest í síðustu viku er rétt- mæt, að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. „Að sjálf- sögðu hefði átt að halda fund með utanríkismálanefnd og fara yfir málin,“ sagði Ingibjörg á Alþingi í gær. Hún sagði að svo hefði háttað til að þingið hefði verið í fríi til 30. mars og aðeins starfað í tvo daga eftir páskaleyfi áður en fundurinn ytra hófst. Því hefði ekki gefist rúm til að hafa eðlilegt samráð við utanríkismálanefnd. RÉTTMÆT GAGNRÝNI Á SAMRÁÐSLEYSI STJÓRNMÁL Flug ráðamanna með leiguþotum kostaði tæplega 850 þúsund krónum meira en hefðu þeir flogið með áætlunarflugi, samkvæmt tilkynningu sem for- sætisráðuneytið gaf út í gær. Samkvæmt henni hefði kostnað- ur við áætlunarflug, hótel og öryggismál við Búkarestförina verið um 3,7 milljónir króna ef farið hefði verið með áætlunar- flugi. Leiga á þotu frá flugfélag- inu IceJet kostaði 4,2 milljónir króna. Fimm vinnudagar spöruð- ust við að fara þessa leið, sem verðlagðir eru á um 200 þúsund krónur og dagpeningar á um 100 þúsund krónur. Ráðherrar flugu til Svíþjóðar með flugvél frá flugfélaginu Erni og nam leigan á henni 2.680.000 krónum, en kostnaður með áætl- unarflugi hefði verið 1.106.000 krónur samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu. Þá eru 360 þús- und krónur sagðast hafa sparast með færri nóttum á hóteli og sparnaði í dagpeningum og vinnu- dögum. Samanlagður kostnaðar- auki miðað við áætlunarflug er því tæplega 850 þúsund krónur. Gréta Ingþórsdóttir, aðstoðar- maður forsætisráðherra, segir að ráðuneytið hafi orðið að gefa kostnaðinn upp samkvæmt upp- lýsingalögum. Forsætisráðherra mun fljúga með áætlunarflugi í ferð til N-Ameríku sem hann fer í apríl, að því er kemur fram í til- kynningunni. - kóp Kostnaður við flug með leiguþotum kunngerður: 850 þúsund krónum dýrara ÞOTA ICEJET Dornier-vélin sem Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir flugu með til Búkarest. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.