Fréttablaðið - 09.04.2008, Side 10
10 9. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR
ÚTAF! Japanski mótorhjólaökuþórinn
Noriyuki Haga sést hér í loftköstum
ásamt Yamaha-hjóli sínu eftir útafakst-
ur í Superbike-meistaramótskeppni í
Cheste við Valencia á Spáni.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
HENSON
OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 11 - 19
BARA
Í DAG
STJÓRNMÁL Þó að Vegagerðin hafi
metið Breiðafjarðarferjuna Bald-
ur á 70-80 milljónir króna var
ákveðið í fjármálaráðuneytinu að
selja hana fyrir 37,8 milljónir.
Verðmatið, sem Einar Her-
mannsson skipaverkfræðingur
vann fyrir Vegagerðina, lá fyrir í
desember 2005. Nokkrum vikum
síðar var skipið selt úr ríkiseigu.
Fjármálaráðuneytið annaðist
söluna og seldi Sæferðum ehf.
skipið en fyrirtækið hafði haft
það á leigu. Ríkið auglýsti ekki
Baldur til sölu eða leitaði tilboða
heldur seldi Sæferðum beinni
sölu.
Tveimur vikum eftir að Sæferð-
ir keyptu Baldur seldi fyrirtækið
skipið til útlanda fyrir tæpar 100
milljónir. Samkvæmt sérstökum
samningi rann hluti ágóðans til
ríkisins, tæpar sautján milljónir
króna, en eftir stóð söluhagnaður
fyrirtækisins – um 45 milljónir
króna.
Í svari samgönguráðherra við
fyrirspurn Kristins H. Gunnars-
sonar, þingmanns Frjálslynda
flokksins, kemur fram að verð-
mat upp á 70-80 milljónir hafi
legið fyrir í desember 2005.
Kristinn furðar sig á vinnubrögð-
unum í kringum sölu Baldurs og
telur þau óeðlileg. „Menn eru
ekki að ráðstafa eigum ríkissjóðs
með eðlilegum hætti,“ segir
Kristinn. „Það á að selja eignir
ríkissjóðs á matsverði. Ef vikið
er frá því á að útskýra það. Það
hefur ekki verið gert.“
Kristinn bíður enn svara fjár-
málaráðuneytisins við fleiri
spurningum um málið en segir að
næst á dagskrá sé að grennslast
fyrir um skýringar á því að sölu-
verðið var miklu lægra en mats-
verðið. „Mér
finnst yfir-
bragðið vera að
menn hafi vit-
andi vits selt á
þessu verði og
fært eigið fé
inn í Sæferðir.
Það er óeðlilegt
að menn telji
sér skylt að
styrkja ákveðna
þjónustu en ef
þeir ætla að gera það verða þeir
að hafa allt uppi á borðinu.“
Kristni finnst líklegt að vitn-
eskja um áframsölu Sæferða á
Baldri hafi legið fyrir innan rík-
isins. Í því ljósi sé söluverðið
furðulegt. „Þeir fá á milli 40 og
50 milljónir í hagnað fyrir að eiga
skipið í tvær vikur. Mér sýnist að
þetta hafi allt legið fyrir og spyr;
ef ríkið vissi að hægt væri að
selja skipið á 100 milljónir af
hverju var það selt á tæpar 40
milljónir?“ bjorn@frettabladid.is
Seldu Baldur
á helmingi
matsvirðis
Ríkið seldi ferjuna Baldur á 37,8 milljónir þó fyrir
hafi legið að virði hennar næmi 70-80 milljónum
króna. Þingmaður furðar sig á þessu og segir að
ríkiseign hafi verið ráðstafað með óeðlilegum hætti.
LANDFESTAR LEYSTAR Baldur var seldur í tvígang á tveimur vikum. Ríkið seldi ferjuna
á tæpar 40 milljónir en kaupandinn á tæpar 100 milljónir. Þegar ríkið seldi lá fyrir að
virði skipsins væri á milli 70 og 80 milljónir.
KRISTINN H.
GUNNARSSON
VINNUMARKAÐUR SFR stétt-
arfélag í almannaþjónustu
krefst þess að lágmarks-
laun SFR-félaga verði ekki
undir 200 þúsund krónum á
mánuði og að sérstök jafn-
launagreiðsla verði tekin
upp, að bættur verði réttur
starfsmanna vegna veik-
inda og slysa, að sí- og end-
urmenntunarúrræði verði
styrkt og að orlofsréttur verði bætt-
ur, svo að nokkur atriði séu nefnd.
Þetta kom fram á fyrsta fundi
samninganefndar SFR og
samninganefndar ríkisins
sem haldinn var nýlega.
„Það er markmið SFR að
ríkið greiði félagsmönnum
SFR sömu laun fyrir störf
sín og greidd eru á almenn-
um markaði fyrir sambæri-
leg störf,“ segir í kröfu-
gerð SFR. „Í því felst krafa
um að réttlæti ríki á vinnu-
markaði á Íslandi.“
Næsti samningafundur verður
haldinn mánudaginn 14. apríl. - ghs
Kjaraviðræður SFR stéttarfélags í almannaþjónustu:
Vill sérstaka jafn-
launagreiðslu
ÁRNI ST. JÓNSSON