Fréttablaðið - 09.04.2008, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 9. apríl 2008 11
NOREGUR Búið er að staðsetja lík
fjórða mannsins sem saknað er í
rústum hússins í Álasundi í
Noregi sem hrundi er bjarg féll á
það í síðasta mánuði. Verður
reynt að ná honum út á næstunni.
Fimm manna var saknað í húsinu
og á því aðeins eftir að finna einn,
að sögn fréttavefjar norska
dagblaðsins VG.
„Við höfum góða von um að
finna þann síðasta líka,“ segir
Anders Jölstad, yfirmaður
upplýsingamála.
Ekki er enn búið að bera kennsl
á líkin þrjú sem þegar er búið að
ná út úr rústunum og er ekki
vitað hvenær því verður lokið. - ghs
Rústirnar í Álasundi:
Fjórða líkið
fundið
pr
in
t
co
py
sc
an
fa
x
Just because you’ve purchased your printer or MFP doesn’t mean
you stop spending. With most devices you are bound to run up
against huge unexpected costs, which can dramatically exceed
the original purchase price. These hidden costs may compromise
your budget and it may well be a case of sink or swim for your
business. But with Kyocera, your business will be in safe hands.
Based on our unique ECOSYS technology, our printers and MFPs
feature long-life components making them highly reliable and
cost-effective. Our devices produce far less waste than other
products and offer extremely low TCO. Steer away from unpleasant
surprises. Choose Kyocera.
BRETLAND, AP Mohamed Al Fayed
heldur enn í þá kenningu sína að
breskir leyniþjónustumenn hafi
átt þátt í dauða Díönu prinsessu
og sonar síns Dodis, að því er
talsmaður hans greindi frá í gær.
Kviðdómur dánardómstóls
úrskurðaði á mánudag að ábyrgð-
arlaus hegðun bílstjórans og
ljósmyndara sem eltu parið hefði
valdið dauða þess.
„Það er hugsanlegt að MI6 hafi
átt hlut að máli,“ sagði talsmað-
urinn Katharine Witty í sjón-
varpsviðtali.
Dánardómstjórinn hafði tjáð
kviðdómnum að lögmenn Fayeds
hefðu ekki lagt fram eitt einasta
sönnunargagn sem benti til að
leyniþjónustan MI6 hefði með
nokkrum hætti tengst banaslys-
inu í París 31. ágúst 1997. - aa
Dauði Díönu og Dodis:
Al Fayed heldur
í samsæristrú
SIMBABVE, AP Talsmenn stjórnar-
andstöðunnar í Simbabve sökuðu í
gær stjórnarflokk Roberts
Mugabe forseta um að standa fyrir
ofbeldisöldu í afskekktum
sveitahéruðum landsins í því skyni
að hræða íbúana til að „kjósa rétt“
í síðari umferð forsetakosninga
sem líklegt þykir að efnt verði til.
Þessar ásakanir komu fram um
leið og fregnir bárust af því að
útsendarar stjórnarflokksins
hefðu efnt til nýrrar herferðar til
að flæma burt þá fáu hvítu
bændur sem eftir eru í landinu.
Mugabe hefur svo gott sem
viðurkennt að hafa ekki unnið
kosningarnar 29. mars. Opinber
úrslit hafa enn ekki verið birt. - aa
Ástandið í Simbabve:
Saka stjórnar-
liða um ofbeldi
ÁSAKANIR Tendai Biti, talsmaður
stjórnarandstöðuflokksins Lýðræðisfylk-
ingarinnar, á blaðamannafundi í Harare.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
BANDARÍKIN, AP David Petraeus,
æðsti hershöfðingi Bandaríkja-
hers í Írak, mælti í gær með því
að hætt yrði við þá fækkun í her-
liðinu sem boðuð hefur verið í
sumar. Hann lýsti með þessu ugg
um að ástand öryggismála í land-
inu kynni að fara úr böndunum
ef liðsfækkunaráformin gengu
eftir og endurspegla áhyggjur
hans þá auknu hörku sem hlaup-
ið hefur í átök milli ólíkra hópa
Íraka að undanförnu.
Petraeus sagðist telja ráðleg-
ast að fáir ef nokkrir hermenn
fengju að fara heim umfram það
sem þegar hefur verið ákveðið
fyrir lok forsetatíðar George W.
Bush forseta í janúar næstkom-
andi.
Hershöfðinginn mælti með 45
daga „tímabili mats og íhugun-
ar“ þegar liðsaukinn sem Bush
sendi til Íraks í fyrra hefur horf-
ið aftur heim í júlí í sumar. Hann
sagðist ekki vilja bindandi áætl-
un um liðsfækkun eftir lok þessa
45 daga tímabils.
„Við lok þessa tímabils munum
við hefja ferli mats á aðstæðum
á vettvangi og, eftir því sem
aðstæður leyfa, gera tillögur að
frekari liðsfækkun,“ tjáði hann
þingheimi, þar á meðal forseta-
efnunum John McCain, Hillary
Clinton og Barack Obama, sem
notuðu tækifærið til að vekja
athygli á muninum á Íraksstefnu
sinni. - aa
Yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Írak í yfirheyrslum þingnefnda:
Vill stöðva fækkun í herliðinu
DAVID PETRAEUS Hefur áhyggjur af að
frekari liðsfækkun geri ástandið verra.
NORDICPHOTOS/AFP
LÖGREGLUMÁL Ungur maður var
látinn laus síðdegis í gær eftir
yfirheyrslur hjá lögreglunni á
Selfossi. Hann hafði verið
handtekinn ásamt tveimur öðrum
piltum á svipuðum aldri í
fyrradag í tengslum við líkams-
árás á ungan dreng á hjólabretta-
svæði á Selfossi á sunnudags-
kvöld.
Við rannsókn málsins kom fram
að kúbeini var beitt í árásinni.
Það er í vörslu lögreglunnar og
rannsóknin á lokastigi. Sá sem
fyrir árásinni varð er óbrotinn en
bólginn í andliti eftir hnefahöggin
og aumur í baki eftir kúbeinið. - jss
Rannsókn á lokastigi:
Börðu dreng
með kúbeini
LÖGREGLUMÁL Nokkurt magn
fíkniefna fannst við húsleit í
vesturbæ Reykjavíkur síðdegis í
gær. Talið er að um sé að ræða
200 grömm af marijúana, 40
grömm af amfetamíni og 300
skammta af LSD.
Karlmaður um fertugt og kona
á þrítugsaldri voru handtekin
vegna rannsóknar málsins.
Húsleitin var framkvæmd að
undangengnum dómsúrskurði.
Í kjölfar þessa var farið í hús
annars staðar á höfuðborgar-
svæðinu en þar fundust neyslu-
skammtar af fíkniefnum sömu
tegundar og áður var getið.
- jss
Lögregla höfuðborgarsvæðis:
Tók hundruð
LSD-skammta