Fréttablaðið - 09.04.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.04.2008, Blaðsíða 12
 9. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR Umsóknarfrestur er til 30. maí Kynntu þér námið á www.hr.is/td Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík skapar og miðlar þekkingu í tölvunarfræði, kerfisfræði, stærðfræði, hugbúnaðarverkfræði og skyldum greinum. Útskrifaðir nemendur eru afar eftirsóttur starfskraftur hjá fyrirtækjum og stofnunum á fjölmörgum sviðum, frá hugbúnaðargerð til fjármálaþjónustu. Tölvunarfræðingar fást við allt frá hagnýtum verkefnum til fræðilegra rannsókna, frá tölvuumsjón til smíði flókinna hugbúnaðarkerfa, frá hönnun til stjórnunar. Við bjóðum nýja nemendur til náms og starfa við öflugustu tölvunarfræðideild landsins, þar sem þeir geta búið sig undir fjölbreytt, krefjandi og vel launuð störf í upplýsingatækni og hátækniiðnaði framtíðarinnar. ÖFLUGASTA TÖLVUNARFRÆÐIDEILD LANDSINS! Vélmennið Skundar sem nemendur og starfsmenn tölvunarfræðideildar HR hönnuðu í sameiningu. VINNUÞRÓUN Framhaldsskólakenn- arar telja að þeir hafi dregist aftur úr í launaþróun síðustu árin miðað við Bandalag háskólamanna, BHM, sem heild og það þó að framhalds- skólarnir séu í sama launakerfi og mörg önnur stéttarfélög opinberra starfsmanna. Aðalheiður Steingrímsdóttir, for- maður Félags framhaldsskólakenn- ara, segir að tekið hafi verið upp sams konar launakerfi í framhalds- skólunum og viðgengst í mörgum opinberum stofnunum en þrátt fyrir það skili kjarasamningurinn framhaldsskólakennurum lakari launaþróun en öðrum. „Bilið heldur áfram að breikka. Við höfum tölur um þetta frá því um mitt síðasta ár og þá var munur- inn um sjö prósent. Eftir það hefur bilið haldið áfram að breikka og við óttumst að launamunurinn sé nú kominn í tveggja stafa tölu. Við erum mjög ósátt við þróunina,“ segir hún. Aðalheiður bendir á að fram- haldsskólakennarar séu ekki að kvarta undan því að hafa ekki feng- ið umsamda launaþróun eða að kjarasamningnum þeirra hafi verið fylgt heldur sé það þjóðfélagsþró- unin, launaskrið og launaþróun umfram umsamdar kjarabætur sem ekki hafi borist inn í fram- haldsskólana. „Við höfum setið eftir og hljótum að horfa mjög til þess í komandi kjarasamningum að við þurfum leiðréttingu,“ segir hún. Kjarasamningur framhaldsskóla- kennara rennur út um næstu mán- aðamót. Samninganefnd framhalds- skólakennara hefur hitt samninganefnd ríkisins og kynnt áherslur sínar. Aðalheiður segir að áhersla sé lögð á að ná „jafnstöðu í launum á við hefðbundnar viðmið- unarstéttir. Við höfðum jafnstöðu í launum, náðum henni um síðustu aldamót að undangengnu harðví- tugu verkfalli og héldum henni í eitt ár. Síðan hefur bilið breikkað,“ segir hún. „Grundvallaratriði er að ná aftur jafnstöðu og halda henni. Þá erum við að tala um einhvers konar trygg- ingar þannig að launaþróunin í framhaldsskólunum haldist til frambúðar á sama stigi og gengur og gerist í öðrum opinberum stofn- unum. Svo er launamunurinn milli opinbera markaðarins og almenna markaðarins 20-30 prósent og auð- vitað hljóta allir opinberir starfs- menn að horfa á það.“ Grunnskólakennarar eru með lausa samninga 1. júní. Samninga- viðræður eru í fullum gangi. ghs@frettabladid.is Launamunur- inn í tveggja stafa tölu Framhaldsskólakennarar telja að þeir hafi dregist aftur úr í launaþróun miðað við hefðbundna við- miðunarhópa síðustu ár. Þeir óttast að launamunur- inn sé kominn í tveggja stafa tölu. Þá erum við að tala um einhvers konar trygg- ingar þannig að launaþróunin í framhaldsskólunum haldist til frambúðar á sama stigi og gengur og gerist. AÐALHEIÐUR STEINGRÍMSDÓTTIR, FORMAÐUR FÉLAGS FRAMHALDSSKÓLA- KENNARA. TÆKNI Vaskir starfsmenn Símans og Sensa gengu upp á Hvannadals- hnúk um síðastliðna helgi með það að markmiði að prófa sambandið við nýja 3G senda sem settir hafa verið upp á Háöxl, rétt undir Vatnajökli og Háfelli, sem er rétt austan Víkur í Mýrdal. Gengið var í blíðskaparveðri og gekk allt að óskum. Nokkrum sinn- um á leiðinni var staldrað við og hringt í fjölskyldumeðlimi sem fylgdust með göngunni sem var í beinni útsendingu á netinu í gegn- um 3G netkort í fartölvu. - kg Síminn prófaði nýtt 3G kerfi: Í beinni frá hálendinu HVANNADALSHNÚKUR KLIFINN Starfs- menn Símans og Sensa í blíðunni uppi á Hvannadalshnúk. VILJA TRYGGINGAR Framhaldsskólakennarar náðu jafnstöðu um aldamótin en tókst ekki að halda henni. Núna vilja þeir tryggingar til að halda jafnstöðunni. Hér sjást nemendur í menntaskólanum Hraðbraut. NÁ JAFNSTÖÐU Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskóla- kennara, segir að áhersla sé lögð á að ná „jafnstöðu í launum á við hefðbundnar viðmiðunarstéttir“ og halda henni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.