Fréttablaðið - 09.04.2008, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 09.04.2008, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 9. apríl 2008 13 SAMGÖNGUR Fulltrúar Vegagerðarinnar, Íslenskra aðalverktaka og Marti Contractors frá Sviss skrifuðu í gær undir samninga um gerð jarðganga undir Óshlíð. Línuhönnun hf./ Geotek mun hafa eftirlit með framkvæmdun- um. Verktaki mun fljótlega koma sér upp vinnubúðum og hefja hreinsun frá ganga- munna. Sprengingar hefjast í sumar og samkvæmt útboði á verkinu að vera lokið að fullu 15. júlí 2010. Um er að ræða 5,1 kíló- metra löng göng ásamt 310 metra löngum vegskála og gerð um þriggja kílómetra langra vega og byggingu tveggja steinsteyptra brúa yfir Hnífsdalsá og Ósá. Tilboð verkkaupa hljóðaði upp á tæpan þrjá og hálfan milljarð, eða um 88 prósent af áætluðum verktakakostnaði. Grímur Atlason, bæjar- stjóri Bolungarvíkur, segir að jarðgöngin muni ger- breyta samgöngum á svæðinu. Mikil umferð sé um Óshlíðina og hún muni aukast til muna með tilkomu ganganna. „Þetta tengir byggðirnar saman og gerir þær auðveldar að einu atvinnusvæði. Þó svo sé í dag eru menn alltaf með áhyggjur af færð og geta orðið tepptir. Samgöngur hafa hamlað frekari samvinnu á svæðinu,“ segir Grímur. „Við fögnum því að losna við stóran hluta af hættunni, þó að Eyrarhlíðin verði áfram hætta.“ - kóp Skrifað undir samning um göng frá Ísafirði til Bolungarvíkur: Óshlíðargöng verða að veruleika FYRIRHUGUÐ JARÐGÖNG Framkvæmdir hefjast í sumar og á þeim að vera lokið sumarið 2010. GRÍMUR ATLASON VIÐSKIPTI Stjórn Straums fjárfest- ingarbanka ætlar að leggja til að 5,6 milljarða króna arður verði greiddur til hluthafa á komandi aðalfundi félagsins. Fundurinn verður haldinn 15. þessa mánaðar. Stærstu hluthafarnir í bankan- um eru Samson Global Holdings, sem er í eigu Björgólfsfeðga en skráð í Lúxemborg. Fyrir næststærsta hlutnum er skráður Landsbankinn í Lúxemborg, svo Landsbanki Íslands hér heima og loks Straumur sjálfur. Í fundarboði er lagt til að samþykktum bankans verði breytt þannig að allir hluthafar megi tala á hluthafafundi. - ikh Aðalfundur Straums banka: Sex milljarða arður greiddur VIÐSKIPTI Sviptingar voru í hópi erlendra fjárfesta á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Existu í síðustu viku. Danske Bank, sem keypt hefur í kauphallarfélögum á borð við FL Group, SPRON og fleirum, hefur verið tíður gestur í hluthafahópi Existu í gegnum tíðina. Félagið var í hópi tíu stærstu hluthafa í byrjun síðustu viku, hvarf af lista um stundarsakir en birtist jafnskjótt aftur í vikulokin. Í síðustu viku voru nýir á lista 10 stærstu Singer & Friedlander með 2,2 prósent og bandaríski bankinn Citigroup, með 0,44 prósent. Breski bankinn var horfinn af lista á mánudag. - jab Sviptingar í hópi fjárfesta: Útlendingar tíð- ir gestir Existu ÁGÚST OG LÝÐUR GUÐMUNDSSYNIR Talsverðar hreyfingar voru í síðustu viku yfir erlenda hluthafa Existu. MARKAÐURINN/GVA KASAKSTAN, AP Þegar Soyuz- geimflaugin hóf sig til lofts frá geimferðastöð Rússa í Baikonur í Kasakstan í gær fögnuðu Suður- Kóreumenn fyrstu geimferð landa síns og það leið yfir móður hins stolta nýja geimfara. Geimskotið tókst að því er virtist óaðfinnanlega og Soyuz- farið var komið á sporbaug um tíu mínútum síðar. Um borð eru leiðangursstjórinn Sergei Volkov, rússneskur landi hans Oleg Kononenko og hin 29 ára gamla Yi So-yeon, líftæknifræðingur frá Suður-Kóreu. Ferðinni er heitið í Alþjóðlegu geimstöðina. - aa Geimskot frá Baikonur: Fyrsta geimferð S-Kóreumanns GEIMGLEÐI Yi So-yeon, fyrsti geimfarinn frá Suður-Kóreu, og rússneski geim- skipstjórinn Sergei Volkov á spjalli fyrir geimskotið í Baikonur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Staðardagskrá samþykkt Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur samþykkt Staðardagskrá 21. Um er að ræða framtíðarstefnumótun til ársins 2010, en aðalskipulag sveitarfélagsins gildir til sama tíma. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.