Fréttablaðið - 09.04.2008, Side 17
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL.
Daníel Geir Moritc kennaranemi hefur víða
komið enda ferðalangur mikill. Ein af ferðum
Daníels tók óvænta stefnu í Búdapest.
„Ég fór í árshátíðarferð með Byggingafélagi náms-
manna til Búdapest. Á sama tíma var þar verið að
fagna fimmtíu ára afmæli byltingar sem gerð var
gegn Sovétríkjunum,“ segir Daníel.
Efnt hafði verið til mikilla hátíðarhalda vegna
afmælisins að hans sögn, en hópur manna greip þá
tækifærið til að mótmæla þáverandi ríkisstjórn
landsins vegna lyga forsetans um fjárhagsstöðu
landsins.
„Við vorum í sakleysi okkar á leiðinni niður í bæ að
taka þátt í skrúðgöngu. Sungum þar með fólkinu Via
Via Hungaria og vorum í dúndrandi stemningu.
Settumst úti á veitingastað og nutum veðurblíðunnar.
Skyndilega fórum við að finna einkennilega lykt og
fólk kom hlaupandi í áttina að okkur. Við spáðum
ekkert í þetta fyrr en þjónninn kom, bankaði í borðið
okkar og bað okkur um að koma inn,“ útskýrir Daníel.
Þar sem Daníel og félagar hans litu út um
gluggann á staðnum sáu þeir hvar fleiri hundruð
manns flúðu undan táragasi lögreglurnar. Forvitnin
yfirtók þó smám saman skynsemi félaganna, sem
fundu sig knúna til að kíkja út. Þeir komust þó ekki
langt þar sem lögreglan var fljót að stöðva ferð
þeirra.
„Búið var að loka fjölmörgum götum. Við fórum
einhverja krókaleið og komum inn í stóran almenn-
ingsgarð og lentum þar í miðju mótmælanna. Við
fylgdumst með í vissri fjarlægð og áður en við
vissum urðu lætin svo rosaleg að við urðum að flýja
undan lögreglunni,“ rifjar Daníel upp. Eftir þetta
ákváðu félagarnir að snúa aftur upp á hótel, þar sem
þeir kveiktu á fréttunum í sjónvarpinu til að sjá
hvað væri á seyði.
„Í fréttum var sagt frá því að einn mótmælandi
hefði slasast en við trúðum því varla þar sem við
sáum lögregluna lemja mun fleiri. Það var samt viss
upplifun að lenda í þessu og sjá alvöru mótmæli,
ólíkt bílflautinu á Íslandi,“ segir Daníel með bros á
vör. mikael@frettabladid.is
Lenti í miðju mótmæla
Daníel Geir fór í saklausa árshátíðarferð sem endaði með miklum látum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
RAFORKA ÚR METANÓLI
Efnarafall sem framleiðir
sjálfur orku getur veitt
ferðalöngum aukið
frelsi þar sem ekki
er nauðsynlegt að
leggja á stæði með
rafmagnstenglum.
BÍLAR 2
LÚÐRAR HLJÓMA
Í þýska bænum Bad Orb eru haldin
lúðrasveitamót og koma sveitir alls
staðar að. Íslenska
lúðrasveitin Svanur-
inn vekur samt
ávallt athygli.
FERÐIR 4