Fréttablaðið - 09.04.2008, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 09.04.2008, Qupperneq 19
[ ] Þegar birtir og hlýnar gefast tækifæri til tiltektar og við- halds í húsunum heima. Stund- um eru handtökin óljós og þá gott að njóta liðsinnis fagfólks sem ástandsskoðar húseignir áður en hafist er handa. „Með ástandsskoðun er fasteign yfirfarin með tilliti til viðhalds, farið yfir hvað þarf að gera strax og hvað má geyma þar til seinna,“ segir Davíð Karl Andrésson, húsa- smíðameistari hjá Arði ehf. „Ástandsskoðun fasteigna nýt- ist þeim sem hyggja á viðhald og endurbætur, en einnig þeim sem eru að kaupa fasteignir svo finna megi leynda galla og ófyrirsjáan- legt og aðkallandi viðhald. Slík útköll eru vaxandi hérlendis, en þess má geta að í Svíþjóð er skylt samkvæmt lögum að fá skoðunar- mann til að yfirfara íbúðarhús- næði áður en kaup fara fram. Þá skoðar hann íbúðarhúsnæðið vandlega og metur kostnaðarhlið- ina ef eitthvað þarf að lagfæra, en í samræmi við hans úttekt verður seljandi annaðhvort að lækka verðið sem því nemur eða greiða viðhaldskostnað og viðgerðir úr eigin vasa,“ segir Davíð Karl og minnir á að um aleigu fólks sé að ræða þegar kemur að fasteign- um. „Fólk lætur hiklaust ástands- skoða bíla sína, en trassar að gera hið sama við húsnæði sitt. Gott er að ástandsskoða húseignir á þriggja ára fresti, en með ástands- skoðun er átt við að finna vanda- mál, orsakir og lausnir. Sumt getur fólk svo lagfært sjálft á meðan annar vandi kallar á úrlausnir fagmanna,“ segir Davíð Karl, sem segir lekavandamál alvarlegasta vanda húseigenda. „Vatnsskemmdir geta verið svo leyndar og ekki alltaf augljóst hvaðan vatn kemur né hvað það er að skemma. Stundum smitar vatn í gegnum veggi, en einnig glugga, og oft er þak orðið lélegt án þess að eigandinn verði þess var. Við komum og finnum rót vandans, skilum skýrslum um ástand eigna, og gerum kostnaðaráætlun við- gerða, ef fólk kýs,“ segir Davíð Karl, en eftir hans þjónustu kalla húseigendur og húsfélög í stórum stíl til að meta útveggi, gler, tré- verk, glugga og þak, ásamt fleiru. „Endingartími glerja miðast við tuttugu ár, en þakklæðningar end- ast að jafnaði í þrjátíu ár. Við athugum aldur og metum end- ingu, en skoðum einnig hurðir og glugga; hvort viður sé farinn að þorna eða þéttni að minnka.“ Sjá nánar á www.matfasteigna. is. thordis@frettabladid.is Hlúð að aleigunni Davíð Karl Andrésson segir vanta upp á að Íslendingar láti ástandsskoða fasteignir sínar með reglulegu millibili, eins og þeir gera hiklaust við bifreiðir sínar með góðum árangri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Gunnlaugur Helgason stýrir þáttunum Hæðin þar sem íbúðir eru innréttaðar. Stutt er síðan hann sjálfur stóð í fram- kvæmdum. „Ég er nú alltaf að hengja upp eina og eina hillu fyrir konuna en stærsta breytingin var þegar ég færði eldhúsið yfir í stof- una,“ segir Gulli. Gamla eldhúsinu var breytt í sjónvarpsher- bergi, gólf voru endur- nýjuð og ný innrétting sett upp. Fjölskyld- an bjó í húsinu meðan á fram- kvæmdum stóð en þær tóku tvo og hálfan mánuð og kláruðust fyrir jólin. „Þetta kláraðist þrjátíu sekúndum fyrir jól og ég fékk svo upp í kok að ég hef ekki hreyft litlaputta síðan. Ég vara fólk við því að taka of stóra bita í einu þegar breyta á heimilinu,“ segir Gulli hlæjandi en hann sá að mestu sjálfur um framkvæmd- irnar. „Við keyptum okkur hús sem er sjö ára verk- efni og ætlum að taka það í gegn í einingum. Nú erum við að klára að velja allt inn fyrir næsta skref. En fólk á ekki að breyta einu né neinu fyrr en það er búið að ákveða og helst útfæra allt áður en það byrjar að rústa heimilinu sem það býr í.“ - rat Gulli Helga breytir Fyrir breytingarnar var lítið vinnuherbergi í horninu. Eftir breytingar. Fjölskyldan náði að borða jólamatinn í nýja eldhúsinu. Kaffiboð er upplífgandi að halda reglulega fyrir vini og fjöl- skyldu. Gerðu þér dagamun og notaðu sparistellið. M YN D /G U LL I H EL G A Gulli stýrir þessa dagana þáttunum Hæðin.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.