Fréttablaðið - 09.04.2008, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 09.04.2008, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 9. apríl 2008 17 UMRÆÐAN Hvíldartími atvinnu- bílstjóra Vegagerðin hundeltir engan og síst af öllu flutningabílstjóra. Vega- gerðin sinnir hins vegar lögbundnu hlutverki sínu um að hafa eftirlit með því að aksturs- og hvíldartími sé virtur. Í mótmælum flutningabílstjóra hafa komið fram sjónarmið hjá sumum sem ekki eiga við nein rök að styðj- ast. Hvað sem líður háu eldsneytis- verði er betra að hafa staðreyndir á hreinu. Bílstjórar eru ekki sektaðir nema þeir hafi brotið reglurnar og það gerir mikill minni- hluti þeirra. Flestum hefur gengið vel að fara eftir reglunum sl. ár. Reglur þær um akst- urs- og hvíldartíma sem nú eru gagnrýndar hafa verið í gildi síðan árið 2000, þeim var lítillega breytt árið 2006. Sam- kvæmt þeim gildir sú meginregla flestra launamanna að þeir eiga rétt á 11 tíma hvíld á sólar- hring en þó mega ökumenn tvisvar í viku stytta þann hvíldartíma niður í 9 tíma. Varðandi aksturstímann sérstak- lega þá skulu menn á hverjum sam- felldum 4,5 tímum í akstri taka sér 45 mínútna hvíld. Henni má skipta í þrennt og taka hvenær sem er á þessum 4,5 tímum. Menn mega í allt keyra í níu tíma á sólarhring og þá er ekki verið að tala um þann tíma sem það tekur að lesta bílinn. Ein- ungis þann tíma sem bílstjórinn er að keyra bílinn. Tvo daga í viku má lengja þennan tíma í 10 tíma. Það þarf enginn að stöðva á Holta- vörðuheiðinni og horfa niður á Brú. Fari maður úr Reykjavík og norður, telst einungis sá tími þegar ekið er. Fullnægja má hvíldinni með 15 mín- útna stoppi í Borgarnesi og hálf- tíma í nefndri Brú, svo dæmi sé tekið. Þá hefst annað 4,5 tíma tíma- bil og því varla snúið að aka áfram hvort heldur er á Ísafjörð eða Akur- eyri. Vegagerðin hefur ekki farið eftir stífasta bókstaf reglnanna enda felst ákveðið svigrúm í sektarreglu- gerð samgönguráðherra. Á vegum landsins er fjöldi staða þar sem hægt er að stöðva bílinn og hvílast. Þeir sem hafa atvinnu af því að keyra um vegina hljóta að þekkja til þessara staða. Þótt ekki séu sjoppur á þeim öllum eru aðrar leiðir færar. Eflaust má bæta þjónustu á áningarstöðum verulega en það er önnur og stærri spurning sem Vega- gerðin svarar ekki því í það þyrfti þá að leggja mikið fé. Það er Alþing- is að taka ákvörðun um það. Rétt er að hafa í huga að reglurn- ar um hvíldar- og aksturstíma eru settar til að auka umferðaröryggi í flutningum, til að tryggja jafna samkeppnisstöðu fyrirtækja í þess- um rekstri og koma á samræmdri vinnulöggjöf ökumanna. Höfundur er upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Vegagerðin er ekki í eltingarleik UMRÆÐAN Miðborgin Örygg-istil- finning er marg- slungið fyrirbæri. Kannanir sýna að íbúar upp- lifa sig óörugga á svæðum sem þeir þekkja lítið. Það hljómar nokkuð rökrétt og því er eðlilegt að þeir sem búa fjærst miðborginni upplifi örygg- isleysi í miðborg Reykjavíkur. Það hefur tekið langan tíma að byggja upp kraftmikla og lifandi miðborg. Ímynd hennar byggir að þó nokkru leyti á umfjöllun um hana, í fjölmiðlum og úr munni þeirra sem hæst eru sett- ir. Það er mikið ábyrgðarstarf að vera borgarstjóri. Borgarstjóri nær athygli fólks auðveldlega og margir hlustuðu á hann í fréttum í síðustu viku þar sem hann lýsti því yfir að miðborgin væri hættu- leg. Þetta sagði borgarstjórinn sem ætti núna að stappa stálinu í fólk, blása í hvetjandi lúðra og snúa vörn í sókn. En í stað þess fælir hann fólk frá, gesti og við- skiptavini. Miðborgin þrífst á því mannlífi sem hefur skapast und- anfarin áratug, með menningar- stofnunum, menningarviðburð- um, með kaffihúsum og krám, með verslunum. Því megum við ekki fórna með gáleysislegum yfirlýsingum. Ásýnd miðborgarinnar er ekki góð um þessar mundir, um það deilir enginn. Átak gegn veggja- kroti með fegrun og hreinsun og samstillt átak í skipulagsmálum eru ákaflega mikilvægir þræðir í marglitum vefnaði borgarbrags- ins. Virðing borgaranna og vellíð- an helst í hendur við þá þræði. Eitt af verkefnum borgaryfir- valda er að hafa úrræði fyrir fíkla og utangarðsmenn, í sam- starfi við velferðar- og heilbrigð- isyfirvöld sem og lögreglu. Áherslan ætti að vera á sýnilega löggæslu, vandaða stjórnsýslu og að virða kraft, töfra og sérstöðu miðborgarinnar. Það var ábyrgðarlaust af borg- arstjóra að lýsa því yfir að mið- borgin væri hættuleg, það er vafasöm alhæfing. Borgarstjór- inn á ekki að tala miðborgina okkar niður. Það er mikil hætta fólgin í því. Í kvöld ætlar Sam- fylkingin að blása til opinnar hugmyndasmiðju um miðborgina á Hallveigarstíg 1 með þátttöku íbúa, verslunareigenda, listafólks og annarra áhugasamra um mannlíf, menningu – hreina, fal- lega og örugga miðborg. Borgar- stjóri er hjartanlega velkominn. Höfundur er borgarfulltrúi. Miðborg- in okkar G. PÉTUR MATTHÍASSON Í mótmælum flutningabílstjóra hafa komið fram sjónarmið hjá sumum sem ekki eiga við nein rök að styðjast. Hvað sem líður háu eldsneytisverði er betra að hafa staðreyndir á hreinu. ODDNÝ STURLUDÓTTIR Nám samhliða starfi - styrktu stöðu þína á vinnumarkaði Kynningarfundur verður haldinn í húsi Endurmenntunar 17. apríl kl. 17:00 Rekstrar- og viðskiptanám Mannauðsstjórnun Þjónustustjórnun Gæðastjórnun Verkefnastjórnun - leiðtogaþjálfun NÁM SAMHLIÐA STARFI Leiðsögunám á háskólastigi Markaðssamskipti - stefnumörkun og framkvæmd Þekkingarmiðuð þjónustustjórnun Nám í verðbréfaviðskiptum Nánari upplýsingar og skráning: sími 525 4444 endurmenntun.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.