Fréttablaðið - 09.04.2008, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 09.04.2008, Qupperneq 38
30 9. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 GAMLA MYNDIN LÁRÉTT 2. sett 6. rún 8. skordýr 9. tangi 11. ryk 12. bersýnilega 14. hégómi 16. tveir eins 17. titill 18. umfram 20. tímaeining 21. murra. LÓÐRÉTT 1. áfengisblanda 3. frá 4. planta 5. næði 7. starfræksla 10. sjón 13. skarð 15. ruddi 16. efni 19. íþróttafélag. LAUSN LÁRÉTT: 2. lagt, 6. úr, 8. fló, 9. nes, 11. im, 12. skýrt, 14. snobb, 16. tt, 17. frú, 18. auk, 20. ár, 21. urra. LÓÐRÉTT: 1. púns, 3. af, 4. glitbrá, 5. tóm, 7. rekstur, 10. sýn, 13. rof, 15. búri, 16. tau, 19. kr. „Ég er algjör græjufíkill. Og var að flytja inn nætursjónauka og vasaljós meðal annars. Var svo kominn með vasaljós sem lögregl- an notar og í framhaldi af því fór mér að bjóðast umboð frá Banda- ríkjunum fyrir hitt og þetta meðal annars rafbyssur,“ segir hinn góð- kunni útvarpsmaður Kristófer Helgason á Bylgjunni. Fyrirtæki Kristófers, KHelga- son heildverslun, flytur inn ýmis tæki sem lúta að heilsu og heil- brigði, öryggismálum og lög- gæslutækjum. Kristófer, sem stjórnar Reykjavík síðdegis ásamt Þorgeir Ástvaldssyni, segir fyrir- liggjandi að menn lifi ekki á útvarpslögunum einum saman. Og bendir sposkur á að Þorgeir syngi með Ragga Bjarna, Bjarni Ara syngi í brúðkaupum og Ívar Guðmundsson selji orkudrykki og heilsunammi. Hann flytur inn græjur. Meðal þess sem KHelga- son flytur inn eru rafbyssur sem lögreglan er nú með til athugunar hvort ekki sé vert að taka til notk- unar við löggæslustörf hér á landi. Rafbyssurnar fara aldrei um hendur umboðsaðilans heldur beint til lögreglu. Kristófer hefur þó kynnt sér þær í þaula. Sjálfur hefur hann meira að segja verið skotinn með slíkri byssu. Og er sprelllifandi til frásagnar eins og útvarpshlustendur þekkja. Krist- ófer fór í skóla til Bandaríkjanna, til höfuðstöðva Taser Internation- al, í Phoenix Arizona. „Þar var ég í nokkurn tíma að læra á tækið og virkni þess. Og hluti námskeiðs- ins var að vera skotinn til að skilja tækið betur. Þetta var vont, á að vera vont en um leið og lokað var fyrir strauminn var allur sársauki fyrir bý og engin eftirköst.“ Kristófer segir ótrúlega mikils misskilnings gæta um rafbyss- urnar og virkni þeirra. Þeir sem tali mest um byssurnar viti oft minnst og fréttaflutningur af þeim oft beinlínis rangur. „Ég veit ekkert hvenær það liggur fyrir hvort og/eða hvenær lögreglan tekur þessar byssur til notkunar,“ segir Kristófer. Hann bendir á að viðamiklar rannsóknir hafi farið fram og fyrst af Bandaríkjamönn- um, The Home Office, og birtu þeir 13 þúsund blaðsíðna skýrslu um umræddar rafbyssur. Bret- arnir tóku þetta upp, vildu ekki treysta rannsóknum Bandaríkja- manna og kostuðu milljónum punda í rannsóknir á áhrifum byssnanna á líkamann. Ítarleg rannsókn þeirra sýndi að tækið er öruggt sem valdbeitingartæki, mun öruggara en öll önnur sem eru í notkun lögreglu. „Ekki bara er það öruggara fyrir hina hand- teknu heldur ekki síður lögreglu- menn sjálfa,“ segir Kristófer og bendir jafnframt á þá athyglis- verðu staðreynd að slysatíðni meðal lögreglumanna á Íslandi er mest á Norðurlöndunum og þótt víðar væri leitað. jakob@frettabladid.is KRISTÓFER HELGASON: LIFIR EKKI AF ÚTVARPSLÖGUM EINUM SAMAN Landsþekktur útvarpsmað- ur skotinn með rafbyssu KRISTÓFER HELGASON Hér með félaga sínum Þorgeiri en hann flytur inn rafbyssur sem lögreglan vill taka í gagnið. TASER-BYSSA Kristófer segir að Taser- rafbyssurnar séu öruggari en flest önnur valdbeitingartæki sem lögreglan notar. „Þetta gerðist á föstudaginn á Eskifirði. Ég ætlaði að öskra í míkrafóninn hvort allir væru ekki í stuði þegar rafmagnið tók öll völd og ég kastaðist heilan metra aftur á bak. Ég hélt að þetta væri bara mitt síðasta og stóð alls ekki á sama,“ segir Arnar Þór Gíslason, trommuleik- ari Dr. Spock, sem fékk töluvert raflost á tónleikum sveitarinnar í Valhöll á föstudaginn. Brotin ljósapera reyndist vera söku- dólgurinn en hún lá á járni sem Arnar komst í snertingu við með fyrrgreindum afleiðingum. „Mér leið eins og hestur hefði sparkað í brjóstið á mér,“ segir Arnar sem hér eftir verður kallaður Dr. Elektro af félögum sínum í sveit- inni. Reyndar stóð Spock-liðum ekki á sama þegar þeir sáu hvað var í gangi og menn töldu sig hafa séð bláa blossa þegar Arnar fékk stuðið beint í æð. Arnar segist hafa athugað fyrst hvort eitthvað af líkams- hárunum mikilvægu hefðu sviðn- að af við raflostið. „En sem betur var það ekki raunin þannig að karlmennskan brann ekki yfir,“ segir Arnar sem vann sér inn marga punkta hjá sveittum rokk- aðdáendum á Eskifirði í kjölfar- ið. Því hann var byrjaður að berja bumburnar eftir aðeins nokkurra mínútna hlé. En raflostið var kannski við hæfi enda skildi trommuleikar- inn við ungæðingsháttinn í gær þegar hann fagnaði þrítugsaf- mæli sínu og var þar með tekinn í fullorðinna manna tölu. Og fleiri stórtíðinda er að vænta á árinu því trommuleikarinn geð- þekki á von á sínu fyrsta barni með unnustu sinni, Láru Rúnars- dóttur. - fgg Rafmagnaður trommari í Valhöll SLAPP VEL Arnar slapp vel frá raflosti á Eskifirði þótt mönnum hafi nú ekki stað- ið á sama meðan á því stóð. Rock-Star hetjan Magni Ásgeirs- son hefur vart undan að feta í fótspor stórstjarna í rokkheimin- um. Hann bregður sér í líki Mick Jagger þegar margir af fremstu hljóðfæraleikurum landsins leika lög Rolling Stones á föstudaginn á Players í Kópavogi. Og eins og komið hefur fram í fjölmiðlum mun Magni einnig stíga á svið sem Freddy heitinn Mercury í sérstakri söngskemmtun Fjöl- brautaskóla Suðurlands en þar verða lög hinnar bresku Queen flutt. „Ég hlýt að vera í einhverri krísu um hver ég er,“ segir Magni léttur þegar Fréttablaðið nær tali af honum. Magni er ekki í vafa um hvor sé betri, Jagger eða Mercury. „Freddie Mercury hefur sigur þegar kemur að bæði hæfileikum og sviðsframkomu. Hins vegar hefur Jagger vinninginn í töffaraskap,“ segir Magni. Hann fæst aftur á móti ómögulega til að gefa upp hvor hljómsveitin sé betri. „Óneitanlega eru lagasmíð- ar Queen mun merkilegri og metnaðarfyllri því Stones eru bara að spila þriggja gripa, sóðalegan blús,“ segir Magni, sem setur þessar tvær hljómsveitir á stall með Bítlunum. „Þær eru fremstar í sínum flokki þótt ólíkar séu; Stones og Bítlarnir eru frumkvöðlarnir og eru áhrifa- mestar enda fundu þær upp nútíma rokk/ popp-tónlist.“ - fgg Magni í krísu MAGNI ÁSGEIRSSON „Söfnunin gengur stórvel. Öll markmið hafa náðst. Í dag [gær] var gert upp við Laxness-fólkið,” segir Friðbjörn Orri Ketilsson. Hann gengst fyrir fjársöfnun til að standa straum af kostnaði við málaferli Hannesar í því sem Friðbjörn nefnir annars vegar „Mál- frelsismálið“ og tengist meið- yrðamáli sem Jón Ólafsson höfðar á hendur Hannesi og hins vegar „Laxness- málið“ sem snýr að skaðabótum og lögfræðikostnaði í tengslum við frægt skaðabótamál og varðar höfundarrétt. Að öll markmið hafi náðst þýðir að þegar er búið að safna að minnsta kosti þremur milljónum en skaðabótakrafa til Auðar Lax- ness hljóðaði upp á 1,5 milljónir og 1,6 í lögfræðikostnað. En líklega hefur safnast talsvert meira fé í söfnuninni. Friðbjörn Orri segist bundinn trúnaði og getur ekki gefið upp neinar tölur. „Þessi pakki er í það minnsta uppgerður. En markmiðið er að styðja við bakið á Hannesi en í málfrelsis- málinu hafa þegar verið greiddar 23 milljónir og sjö milljónir eru í skuld,” segir Friðbjörn Orri. Nú lítur sem sagt allt út fyrir að Hannes Hólmsteinn þurfi ekki að fara í eigin vasa til að greiða fyrir málarekstur og í skaðabætur en það er markmiðið. „Enda frá- leitt að menn geti misst allt sitt við að tjá skoðan- ir sínar á Íslandi. Ég er reyndar gáttaður á því hversu margir vilja koma honum til aðstoðar í þessu máli, fjöldinn skiptir hundruð- um sem þegar hefur látið fé af hendi rakna, fólk sem er honum sammála: Allt frá mennskælingum sem leggja til tvö þúsund krónur til þeirra sem betur eru stæðir. Öll flóran. Gríðarlegur stuðningur. En auðvitað ekki frá fjandmönn- um hans,“ segir Friðbjörn Orri Ketilsson. - jbg Hannes þarf ekki að borga krónu sjálfur HANNES HÓLMSTEINN Á góða vini og nú lítur allt út fyrir að hann þurfi ekki að seilast í eigin vasa til að gera upp við lög- menn og borga skaðabætur. FRIÐBJÖRN ORRI Hannes nýtur víðtæks stuðnings og þegar hafa hundruð manna lagt söfnuninni til stuðn- ings Hannesi lið. „Þetta er árið sem ég útskrifað- ist úr Þjóðleikhússkólanum. Ef ekki væri fyrir hárið hefði ég haldið að þetta væri annar hvor sonurinn. Þessi mjóslegni piltur, nokkuð vannærður eftir erfiðan vetur, er líklega á leið í sumar- vinnu til Bolungarvíkur.“ Arnar Jónsson leikari. Myndin er tekin í maí 1964. Ekki er auðvelt að ná tali af Ólafi Gunnarssyni sem er einn þeirra sem neitar að vera með farsíma. Hann fer nú að skila af sér nýrri skáldsögu og sólundar tímanum með því að rúlla á milli bílaverk- stæða, fá sér kaffi og kjafta en Ólafur er forfallinn bíladellukarl. Ný skáldsaga frá Ólafi sætir tíðindum en hana hefur Ólafur verið með í smíðum í tvö ár og er bókin á fimmta hundrað blaðsíður. Umfjöllunarefnið er hippatíminn og möndull bókarinnar, sá sem hún snýst um, er heim- sókn Led Zepp- elin til Íslands. Þeir sem til þekkja segja bókina líkjast mest Vetrarferð- inni í höfundarverki Ólafs. Tökum á gamanþáttaröð- inni Ríkinu er lokið en þar koma við sögu margir af fremstu gamanleikurum þjóðarinnar. Leikstjóri er Silja Hauks- dóttir en meðal leikara sem koma við sögu eru Víkingur Kristjánsson og Halldóra Geir- harðsdóttir, fóstbræðurnir Sveppi og Auddi og Inga María Valdi- marsdóttir. Þá leika Benedikt Erlingsson, Þorsteinn Bach- mann og Katla Margrét einnig í þáttunum auk Elmu Lísu Gunnars- dóttur. - jbg/fgg FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.