Fréttablaðið - 14.04.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.04.2008, Blaðsíða 6
6 14. apríl 2008 MÁNUDAGUR Tökum við umsóknum núna Kynntu þér námið á www.hr.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 6 0 8 Atlantskaup ehf. Bæjarflöt 6,112 Reykjavík S: 533 3700 Upplýsingar á www.atlantskaup.is STIGAR OG HANDRIÐ ÚR GLERI OG STÁLI ÚTI SEM INNI ALÞINGI Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, lýsti megnri andstöðu við frumvarp utanríkis- ráðherra til varnarmálalaga í ann- arri umræðu málsins á Alþingi. Hann sagði það lagasetningu um hernaðarumsvif, kvaðst óttast að útgjöld til nýrrar Varnarmála- stofnunar myndu aukast mjög frá því sem nú er ákveðið og spurði hverju ætti að verjast. Önnur umræða um frumvarpið fór fram í þinginu á þriðjudags- kvöld og mælti Bjarni Benedikts- son, formaður utanríksmálanefnd- ar, fyrir nokkrum breytingartillögum, flestum laga- tæknilegum. Þó er lagt til að lögin taki gildi 31. maí en í frumvarpinu var miðað við 1. apríl. Jafnframt að embætti forstjóra Varnarmála- stofnunar verði ekki auglýst fyrr en lögin hafa verið samþykkt en frumvarpið ráð- gerði að for- stjóri yrði skip- aður 1. febrúar. Á fjárlögum þessa árs er einum og hálf- um milljarði varið til starf- semi Varnar- málastofnunar. Steingrímur J. Sigfússon gerði kostnaðinn að umtalsefni og kvaðst undrast að sjálfstæðismenn vildu þenja ríkis- báknið út. „Báknið burt, var ein- hvern tímann sagt. Hvað er að gerast hér? Er báknið að fara burt? Nei, hér er sko verið að búa til nýtt bákn upp á milljarða króna,“ sagði Steingrímur og spáði því að kostnaðurinn myndi fara upp í 3,5 til 5 milljarða króna „áður en við lítum við“, sumsé tvö til þrjú prósent af þjóðartekjum. Steingrímur sagði lagasetning- una hervæðingu; endanlega Nató- væðingu íslenskra utanríkis- og öryggismála, og velti fyrir sér í hverju öryggishagsmunir þjóðar- innar væru fólgnir. „Hver á að ráðast á okkur? Er hægt að fá það uppgefið? Eru það Rússarnir sem forsætisráðherra var að skamma í framhjáhlaupi í Búkarest? Sem eiga fyrir bensíni á vélarnar í tvær, þrjár ferðir á ári.“ Hann sagði viturlegra að verja peningunum til almennrar lög- gæslu sem væri að drabbast svo niður að til skammar væri. Einnig mætti búa betur að björgunar- sveitunum. „Ætli það sé ekki þannig að hún Katla gamla sé meiri ógn við öryggi okkar en þessar bábiljur,“ sagði Steingrím- ur J. Sigfússon. bjorn@frettabladid.is Spáir að milljarðar fari í varnarmálin Formaður VG spáir að árlegur kostnaður vegna Varnarmálastofnunar muni senn nema allt að fimm milljörðum króna. Henni er ætlaður einn og hálfur milljarður á þessu ári. Hann kallar frumvarp um stofnunina hervæðingu. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON FLUGTAK Nýrri Varnarmálastofnun verður meðal annars ætlað að sinna verkefnum sem bandaríski herinn annaðist áður. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Finnst þér dómurinn yfir Íslend- ingnum í Færeyjum of þungur? Já 41,8% Nei 58,2% SPURNING DAGSINS Í DAG Á að taka upp skólagjöld í opinberum háskólum? Segðu skoðun þína á visir.is SVÍÞJÓÐ Vörubílstjóri sem grunaður var um hvarf Englu Juncosa-Höglund, tíu ára stúlku í byrjun apríl, hefur nú játað að hafa myrt hana og vísað lögreglunni á líkið sem hann hafði grafið. Hann hefur einnig játað morð á ungri konu árið 2000 en það morð hafði verið óupplýst þar til nú. Engla hvarf fyrir rúmri viku. Hún var á heimleið á hjólinu sínu eftir fótboltaleik þegar hún hætti að svara í símann sinn. Svo vel vildi til að ókunnur maður var nýbúinn að fá sér myndavél og var að prófa hana. Hann tók mynd af Englu á hjólinu rétt áður en hún hvarf. Á einni af myndunum sást rauður Saab- fólksbíll. Vörubílstjórinn átti þann bíl og þannig bárust böndin að honum. Hundruð manna hafa leitað að Englu undanfarna viku en án árangurs. Sænska lögreglan handtók fljótlega vörubílstjór- ann. Yfirheyrslur yfir honum skiluðu ekki neinum árangri fyrr en í gær að hann játaði að hafa myrt Englu og sýndi lögreglunni hvar hann hafði grafið líkið, að sögn vefútgáfu Aftonbladet. Vörubílstjórinn er þekktur ofbeldismaður með fimm dóma á bakinu fyrir gróft ofbeldi á ungum konum og stúlkum, einnig kynferðislegt ofbeldi. Í sænskum fjölmiðlum kemur fram að hann hafi átt í félagslegum erfiðleikum, sérstaklega gagnvart konum. Hann var klámfíkill og reyndi að ná sambandi við ungar stúlkur á spjallsíðum á netinu. Hann þóttist þá vera tólf ára með áhuga á vörubílum. - ghs Lögreglan í Svíþjóð hefur upplýst hvarf tíu ára gamallar stúlku fyrir rúmri viku: Vörubílstjóri játar tvö morð HEFUR FUNDIÐ LÍKIÐ Sænska lögreglan hefur upplýst morðið á Englu, tíu ára gamalli stúlku sem hvarf fyrir viku. Engla var myrt og hefur lögreglan nú fundið líkið. LÖGREGLUMÁL Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um það í gærmorgun að búið væri að skrifa enska orðið „murderers“, eða morðingjar, með rauðri úðamálningu á sendiráð Kínverja við Víðimel. Starfsmenn sendiráðsins brugðust skjótt við og létu mála yfir óhróðurinn um leið og lögregla hafði skoðað hann. Ekki er vitað hverjir voru að verki en lögregla skoðaði myndir úr öryggismyndavélum ásamt sendiráðsstarfsmönnum í gær. Nokkuð hefur verið um mótmæli við sendiráðið undanfarið vegna ástandsins í Tíbet. - sh Mótmælt með málningu: „Morðingjar“ á sendiráði Kína EFNAHAGSMÁL Tillögur Samtaka atvinnulífsins (SA) um að íslensk fyrirtæki taki upp evru geta dregið úr tiltrú á íslensku krón- una. Þetta segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins. Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingar- innar, telur SA í uppreisn gegn Seðlabankanum og ríkisstjórnin hljóti að vera hugsi yfir því. Mörður segir að nái tillögurnar fram að ganga geti skapast mis- rétti hér á landi. „Menn eins og Árni Páll Árnason og Gylfi Arn- björnsson hafa bent á að óform- leg upptaka evru geti skapað mikla óreiðu í hagkerfinu og jafn- vel komið upp samfélagi misrétt- is. Þá yrðu hér annars vegar þeir sem lifa í evruhagkerfinu, eigna- menn og stórfyrirtæki, og hins vegar smærri fyrirtæki og allur almenningur. Svona samfélag sjáum við til dæmis á Kúbu í dag,“ segir Mörður. Ragnheiður segir mikilvægt að standa vörð um krónuna og það sé ábyrgðarhluti að tala hana ekki niður. Tillögur SA dragi úr trúverðugleika hennar. „Ég er ekki spennt fyrir ein- hliða upptöku evru og tek þar undir með viðskiptaráði. Hins vegar er rétt að kanna alla mögu- leika á óstöðugleikatímabili. Við verðum hins vegar að standa vörð um krónuna, því við skipt- um ekki út gjaldmiðli í einu vet- fangi.“ - kóp Þingmenn stjórnarflokkanna ósáttir við evrutillögur Samtaka atvinnulífsins: Uppreisn gegn Seðlabankanum RAGNHEIÐUR ELÍN ÁRNADÓTTIR MÖRÐUR ÁRNASON KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.