Fréttablaðið - 14.04.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 14.04.2008, Blaðsíða 12
12 14. apríl 2008 MÁNUDAGUR Foreldrar og þeir sem vilja hafa áhrif á velferð unglinga standa í harðri samkeppni við hin ýmsu markaðsöfl um athygli þeirra. Áreitið sem unglingar verða fyrir hefur aldrei verið meira og á sama tíma hafa foreldrar aldrei verið uppteknari. Mæður voru flestar heimavinnandi fyrir nokkrum ára- tugum en nú heyrir slíkt til undan- tekninga og síðan eru afi og amma oftast ekki jafn aðgengileg og áður. Fræðimenn sem Fréttablað- ið talaði við sögðu að þótt samfé- lagsleg sátt væri um þessa þróun ætti enn eftir að svara þeirri spurningu hvernig þörfum ungl- inga yrði mætt við þessar aðstæð- ur. Mótvægisaðgerðir Markaðsöflin herja á unglinga. Þeir geta auðveldlega stofnað til skulda og Gabríela Unnur Kristj- ánsdóttir, formaður Félags fram- haldsskólanema, segir þá verða fyrir miklu áreiti frá bönkum og sölumönnum. Fíkniefnasalar reyna að ná til þeirra og óravíddir veraldarvefsins þekkja engin tak- mörk. Þetta er ekki hentugur tími fyrir foreldra að vera fjarverandi. Það er því óheppilegt að þeir skuli aldrei hafa verið uppteknari en nú. Ólafur Grétar Gunnarsson, annar stofnenda ÓB ráðgjafar, sem er fyrirtæki sem býður upp á fræðslu og ráðgjöf fyrir foreldra og uppeldisstéttir, segir lausnina blasa við en þó þurfi mikið átak til að koma hugmyndunum sem í henni felast í framkvæmd. „Það er sífellt verið að velta vöngum yfir því hvernig megi nýta auðlindir þjóðarinnar,“ segir hann. „En þar hefur mönnum yfir- sést ýmislegt. Til dæmis eru umhyggjuhæfileikar feðra veru- lega vannýtt auðlind og við þurf- um að nýta hana; það er góð hag- fræði. Það sem hefur algjörlega gleymst í jafnréttisbaráttunni er einmitt það að virkja foreldra- færni þeirra. Það gefur líka konum færi á að sækja fram í atvinnulíf- inu og eykur þroska og velferð karla. Stærsta skrefið í átt til þroska og sjálfsþekkingar er for- eldrahlutverkið og nú þarf samfé- lagið að auka enn frekar tækifæri karla til að sinna þessu veiga- mesta hlutverki sem lífið hefur upp á að bjóða. Ekki er nóg með að karlar þurfi á þessu að halda held- ur ekki síður börnin og samfélag- ið. Þetta er í raun mótvægisaðgerð vegna þess jafnvægisleysis sem skapaðist þegar báðir foreldrar fóru á vinnumarkað.“ Kenna í stað þess að kenna um Í þeirri viðleitni að hrinda hug- myndunum í framkvæmd hefur ÓB ráðgjöf haldið námskeið í for- eldrafærni fyrir stúlkur og drengi í 22 grunnskólum. Einnig var boðið upp á þetta námskeið fyrir 43 nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi á þessu ári og segir Ólafur Grétar að fullbókað hafi verið á innan við viku. Segir hann bæði kynin hafa sótt námskeiðið. Einnig hefur verið boðið upp á námskeiðið í Borgarholtsskóla. Ríkisstjórnin hefur hrundið af stað aðgerðaráætlun sem miðar að því að foreldrum verði boðið upp- eldisráðgjöf og þjálfun í foreldra- færni. Tekur hún meðal annars mið af tilmælum ráðherranefndar Evrópuráðsins um að efla for- eldrafærni til að vinna gegn lík- amlegum refsingum á börnum. „Við vitum að alvarlegasta ofbeld- ið er unnið af körlum,“ segir Ólaf- ur Grétar. „Og það sem þarf að gera er að kenna þeim frekar en að kenna þeim um.“ Að fá feður úr hlutverki blóra- böggla Hann segir umfjöllunina að undanförnu hafa verið á þá lund að feður séu eins og blóra- bögglar þegar komi að uppeldismálum. Það hafi síðan í för með sér að þeir fái nei- kvæðar hug- myndir um hlutverk sitt innan fjölskyld- unnar. „Karlar og drengir fá allt of dapra birtingarmynd í fjölmiðlum af því hvað það er að vera fullorðinn karlmaður. Umfjöllun um þá í kynjahlutverkinu er afar neikvæð; þeir eru með ofbeldi, þeir nauðga, þeir standa sig ekki sem feður og svo fram eftir götunum. Og þessi birtingarmynd er þeim hugleikin þannig að til dæmis þegar dætur þeirra verða kynþroska fjarlægj- ast þeir og hætta að snerta þær af ótta við að vera bendlaðir við þá kynbræður sína sem bera uppi þessa slæmu ímynd. En það er í raun ekkert óeðlilegt við snert- ingu. Kynþroska ungar stúlkur þurfa á henni að halda og þær fyll- ast höfnunartilfinningu ef allt í einu er lokað á snertingu sem ekk- ert annað býr á bak við en föður- legur kærleikur. Þá missa þær líka af mikilvægri næringu, þannig að þessi ljóta birtingar- mynd verður eins og einn múrsteinninn enn í vegg milli feðra og barna þeirra. Sú aðgerð að rífa niður þann vegg er því ekki aðeins mótvægisaðgerð vegna þess ástands sem skapaðist þegar báðir foreldrar fóru á vinnumarkað heldur gerir hún feður að betri mönnum og bætir því félagslegar aðstæður þeirra.“ Að tengja kynslóðirnar saman Inga Dóra Sigfúsdóttir, forseti kennslufræði- og lýðheilsudeildar Háskólans í Reykjavík, segir að nú þegar báðir foreldrar séu úti- vinnandi reyni meira en nokkru sinni á þá sem vinni með ungling- um. „Um þrjú prósent unglinga eiga ömmu eða afa sem búa hjá þeim og fæstar fjölskyldur hafa kost á öðru en að báðir vinni úti. Stoðkerfi fjölskyldunnar er að mörgu leyti rýrara en það var áður og þá vaknar sú spurning hvað verður um unglinga eftir að þeir hafa lokið sínum skóladegi. Það er tvennt sem ég tel mikil- vægt að við gerum til að mæta þessu. Í fyrsta lagi verðum við að efla fagþjónustuna því hlutverk fólks sem býður upp á skipulagt íþrótta- og tómstundastarf fyrir unglinga hefur aldrei verið mikil- vægara. Þessi þáttur er ennþá í mótun hér á landi. Í öðru lagi verð- um við að efla tengslin milli kyn- slóðanna. Við höfum á undanförn- um áratugum dregið kynslóðirnar í dilka þannig að við erum með ömmur og afa á sérstökum heimil- um, foreldra á vinnumarkaði og börnin í skóla eða leikskóla. En nú ríður á að við eflum tengsl þarna á milli á nýjan leik svo að hver og ein kynslóð fái notið krafta og þekkingar annarra kynslóða. Ég tel sérstaklega mikilvægt að tengsl barna og elstu kynslóðanna verði efld svo að gildin yfirfærist á milli þeirra.“ Vinnan gleypti foreldrana Nú þegar hvað mest ríður á að unglingar fái athygli og aðhald frá uppalendum eru foreldrar önnum kafnir á vinnumarkaðnum. Í dag spyr Fréttablaðið hvernig beri að mæta þessu. Fjölskylduráðgjafi segir þörf á mótvægisaðgerðum vegna þess jafnvægisleysis sem skapast hafi með breyttum þjóðfélagsaðstæðum. Einnig sé þörf á því að efla tengslin milli kynslóða. 100% 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS ATVINNUÞÁTTTAKA ÍSLENSKRA KARLA OG KVENNA á árunum 1910 til 2007 ■ Karlar ■ Konur 2007 2006 2005 2004 2003 2002 2001 2000 1995 1991 1985 1981 1975 1971 1965 1960 1955 1950 1945 1940 1935 1930 1925 1920 1915 1910 94% 40% 88% 79% 34% 87% 88% 79% 76% 85% INGA DÓRA SIGFÚSDÓTTIR Mikilvægt er að tengja kynslóðirnar saman aftur svo mannauðurinn flytjist þar á milli, segir Inga Dóra. VISSIR ÞÚ ... ■ að rúmlega fimm prósent drengja í 7. bekk gráta stundum eða oft auðveldlega?* ■ að helmingi drengja í 7. bekk finnst þeir vera flottir?* ■ að 9. og 10. bekkingar sem koma úr fjölskyldu sem eru fjárhagslega verr stæðar en aðrar taka síður þátt í skipulögðu félags- eða tómstunda- starfi?* ■ að sjálfsvíg er önnur algengasta dánarorsök ungra íslenskra karla?** ■ að samkvæmt erlendum rannsókn- um verða í kringum tuttugu prósent stúlkna fyrir kynferðislegri misnotkun fyrir átján ára aldur?** *HEIMILD: RANNSÓKNIR OG GREINING **HEIMILD: PERSÓNA.IS FRÉTTASKÝRING: Unglingar á hraðferð inn í harðan heim 3. hluti – Foreldrar UM FORELDRA- HLUTVERKIÐ „Við þurfum að flytja mannauðinn milli kynslóða. Það á að gera kröfur til kennara og á sama tíma eigum við að gera vel við þá.“ Inga Dóra Sigfúsdóttir, forseti kennslufræði- og lýðheilsudeildar Háskólans í Reykjavík. „Áherslubreyting þarf að eiga sér stað svo að foreldrar ákveði frekar að auka tímann með unglingunum heldur en að auka við sig vinnu til að bæta við veraldlegu gæðin.“ Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur. „Foreldrar þurfa að vita meira nú en þeir þurftu að vita áður.“ Ólafur Grétar Gunnarsson, fjöl- skylduráðgjafi hjá ÓB ráðgjöf. FRÉTTASKÝRING JÓN SIGURÐUR EYJÓLFSSON jse@frettabladid.is ÞRIÐJA GREIN AF FIMM Á morgun: Kynlíf. ÓLAFUR GRÉTAR GUNNARSSON Þarna er fjölskylduráðgjafinn með raunveruleikabörnin svokölluðu sem notuð eru á námskeiðun- um um foreldrafærni. Hann telur þörf á mótvægisaðgerðum vegna þess ójafnvægis sem skapist hjá unglingum við það að báðir foreldrar fari á vinnumarkaðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON RV U N IQ U E 03 08 04 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Glerfínar gluggafilmur - aukin vellíðan á vinnustað 3M gluggafilmur fyrir skóla, sjúkrahús, skrifstofur, verslanir og aðra vinnustaðiFagmenn frá RV sjá um uppsetningu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.