Fréttablaðið - 14.04.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 14.04.2008, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 14. apríl 2008 11 Prentsmiðjan Oddi ehf., Höfðabakka 3-7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is Í vörulista Odda kynnum við tilbúnar vörur með dæmum og birtum verðskrána. Þannig tryggjum við gagnsæi í starfsemi, þjónustu og verði hjá Odda. Ákvarðanataka verður einfaldari og auðveldari og þú þarft ekki að bíða eftir útreikningi. ÍS L E N S K A S IA .I S O D D 4 13 30 0 3/ 08 Framkvæmum hugmyndir. SKIPULAGSMÁL Eigendur bygging- ar Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýri eru að semja við Reykjavíkurborg um kaup á tæplega sjö þúsund fermetra lóð sunnan við húsið. Kaupverðið er 260 milljónir króna. „Við erum fyrst og fremst að klára samkomulag sem gert var 2001 og tryggja okkur þessa lóð til framtíðar,“ segir Jóhann Halldórsson, forsvarsmaður félagsins S10 ehf., sem kaupir lóðina. Samkvæmt samkomulagi sem liggur fyrir á bæði að byggja við núverandi hús og byggja annað hús á nýju lóðinni. Borgin er þar nú með hverfisstöð sem verður rifin. - gar Eigendur deCODE-hússins: Kaupa aðra lóð í Vatnsmýrinni ÍSLENSK ERFÐAGREINING Eigendur hússins kaupa aðra lóð. GARÐABÆR PK-arkitektar báru sigur úr býtum í samkeppni um hönnun nýrrar byggingar fyrir Hönnunarsafn Íslands sem mun rísa við Garðatorg í nýjum miðbæ Garðabæjar. Í umsögn dómnefndar um vinningstillöguna segir að hún sé einföld og snjöll, beri vott um ögun og að áhersla sé lögð á látlausa umgjörð og sveigjanlegt sýningarrými. Alls bárust 36 tillögur í samkeppnina og var mikil ánægja með þátttökuna hjá umsjónar- mönnum keppninnar. Allar tillögurnar verða til sýnis í sal Hönnunarsafns Íslands fram til 27. apríl, alla daga nema mánu- daga klukkan 14 til 18. - kg Hönnunarsafn í Garðabæ: Tillaga PK-arki- tekta var valin HÖNNUNARSAFN: Tillaga PK-arkitekta er einföld og snjöll að mati dómnefndar. Kona fulltrúi drottningar Quentin Bryce, fyrrverandi umboðs- maður jafnréttismála í Ástralíu, hefur verið útnefnd til að taka við embætti ríkisstjóra í Ástralíu. Hún er fyrsta konan sem skipuð er í þetta staðgengilshlutverk þjóðhöfðingja í landinu. Elísabet II Englandsdrottning er enn þjóðhöfðingi Ástrala. ÁSTRALÍA FINNLAND Finnsk stjórnvöld sendu um 500 karla, konur og börn í fangabúðir í heimsstyrjöldinni síðari. Eina sök þeirra var sú að þau voru þýsk, gift Þjóðverjum eða áttu þýska foreldra. Allar eigur fólksins voru gerðar upptækar eftir að Finnar sömdu um vopnahlé við Sovét- menn árið 1944 og vopnabræðra- lag Finna og Þjóðverja tók endi. Fimmtíu þeirra sem sættu fangabúðavistinni eru enn á lífi og hafa óskað eftir því að finnska ríkið viðurkenni að hafa brotið á þeim mannréttindi, að sögn vefútgáfu Hufvudstadsbladet. - ghs Finnska ríkisstjórnin: Sendi þýskætt- aða í fangabúðir ÍTALÍA, AP Kjörsókn þótti allgóð í þingkosningum sem hófust á Ítalíu í gær og lýkur í dag. Það var þó allt annað en bjarstýni sem ein- kenndi stemninguna meðal kjós- enda enda er sú skoðun ríkjandi að það sé sama hvaða stjórnmála- mönnum sé falið að fara með völd í landinu; þeim takist ekki að leysa vandamálin sem við er að etja. Kosningarnar nú fara fram þegar annars eru þrjú ár eftir af gildandi kjörtímabili í kjölfar þess að miðju-vinstristjórn Romanos Prodi missti þingmeirihluta sinn. Margt benti til að Silvio Berlus- coni, leiðtogi hægriflokkabanda- lagsins Frjáls þjóð, væri á leið með að taka við völdum í þriðja sinn. Hann hafði nokkurt forskot á höfuðkeppinautinn Walter Velt- roni, fyrrverandi borgarstjóra Rómar og leiðtoga miðju-vinstri- bandalagsins sem nú ber nafnið Lýðræðisflokkurinn, þegar síð- ustu skoðanakannanir voru birtar hálfum mánuði fyrir kosningar. Veltroni var þó að vinna nokkuð á í síðustu könnunum. Hlutfall óákveðinna var hins vegar hátt og ríkti því mikil óvissa um úrslitin. Kjörsókn mældist um 49 pró- sent þegar leið að lokun kjörstaða í gærkvöld. Kjörstaðir eru aftur opnir fram yfir hádegi í dag. - aa Allgóð kjörsókn í þingkosningum sem lýkur á Ítalíu eftir hádegið í dag: Vantrú á ítölskum ráðamönnum ríkjandi SÁ Á KVÖLINA SEM Á VÖLINA Kjósandi á kjörstað í Róm í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.