Fréttablaðið - 14.04.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 14.04.2008, Blaðsíða 54
30 14. apríl 2008 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. þvogl 6. í röð 8. leyfi 9. hljóma 11. hvort 12. gljáun 14. gáleysi 16. sjó 17. einkar 18. hætta 20. samtök 21. uppspretta. LÓÐRÉTT 1. hrjúf 3. frá 4. rugla 5. tilvist 7. lítilræði 10. temja 13. líða vel 15. kaupbætir 16. sunna 19. ónefndur. LAUSN LÁRÉTT: 2. babl, 6. rs, 8. frí, 9. óma, 11. ef, 12. fágun, 14. vangá, 16. sæ, 17. all, 18. ógn, 20. aa, 21. lind. LÓÐRÉTT: 1. gróf, 3. af, 4. brengla, 5. líf, 7. smávægi, 10. aga, 13. una, 15. álag, 16. sól, 19. nn. LÖGIN VIÐ VINNUNA „Það eru þrjú lög sem ég heyri mest þegar ég er í vinnunni. Ave Maria auðvitað og svo Allt eins og blómstrið eina. Svo virðist Sultans of Swing með Dire Straits alltaf vera spilað á Bylgjunni þegar við erum á útfararbílnum.“ Frímann Andrésson útfararstjóri. „Þau bara bentu á mig og sögðu: „Yes, it is she“,“ segir pylsusalinn María Einarsdóttir á Bæjarins beztu. María – sem aldrei er kölluð annað en Maja – var á dögunum í sakleysi sínu að afgreiða þegar hún varð vör við að nokkrir erlendir ferðamenn voru að benda á hana. Við nánari eftirgrennslan kom á daginn að þessir sömu ferðamenn höfðu séð Maju á sjónvarpsstöðinni Travel Channel en fjallað var um Bæjarins beztu á þeirri stöð í nóvember á síðasta ári. „Já, það kom í ljós að þetta voru ferðamenn frá Belgíu sem höfðu séð umfjöllun um staðinn og komu spes til landsins til að fá sér pylsu,“ segir Maja, sem lenti í tveimur álíka uppákomum með stuttu millibili. Undanfarin misseri hefur það orðið æ algengara að pylsuvagninn Bæjarins beztu birtist í erlendum fjölmiðlum. Fyrir tveimur árum var hann til að mynda valinn næstbesti matsöluturn í Evrópu af breska blaðinu The Guardian. Þá hafa nokkrir erlendir sjónvarpsþættir fjallað um þennan litla fjölsótta pylsu- vagn. Þessi mikla jákvæða umfjöllun sem staðurinn hefur fengið ytra virðist heldur en ekki skila sér í auknum komum erlendra ferðamanna – og stórstjarna. Skemmst er að minnast þess þegar Bill Clinton skellti sér á eina með sinnepi, einnig voru meðlimir Metallica fastagestir hjá Maju. Fyrir nokkru var svo sem Maja væri mætt inn í heimsfrægan glæpaþátt. „Já, ég hafði verið að horfa á CSI daginn áður og svo kemur allt í einu einn leikarinn úr þáttunum og fær sér pylsu hjá mér. Hann heitir Eric eitthvað, þessi ungi sem er alltaf á rannsóknarstofunni,“ segir Maja og á þar við leikarann Eric Szmanda sem fer með hlutverk Greg Sanders í sakamálaþáttunum CSI sem sýndir eru á Skjá einum. Maja hefur unnið á Bæjarins beztu í 33 ár. „Það er samt algengur misskilningur að ég eigi Bæjarins beztu. Ég á ekkert í þessu, ég bara vinn hérna,“ segir Maja. En ætli Maju hafi grunað þegar hún hóf störf á Bæjarins beztu fyrir 33 árum að hún ætti eftir að verða heimsfrægur pylsusali? „Nei, manni datt það nú lítið í hug,“ segir Maja hlæjandi. Hún segist þó ekki fara hjá sér þegar fólk utan úr heimi þekki hana úr sjónvarpi. „Nei, blessaður vertu, maður er orðinn vanur þessu,“ segir hún og brosir. Maja segist alltaf kunna jafn vel við starf pylsusalans. „Ég er fyrst og fremst með frábæra vinnuveitendur. Maður hittir líka svo mikið af fólki og margir fastakúnnar koma daglega,“ segir Maja og bendir á að allir fái sömu afgreiðslu, hvort sem það er Bill Clinton, Valli úr vestur- bænum eða Fríða úr Fellunum. „Eini munurinn er sá að ég þekki Clinton og þá með nafni.“ soli@frettabladid.is MAJA Á BÆJARINS BEZTU: FÉKK HEIMSÓKN FRÁ BELGÍU Maja á Bæjarins beztu orðin fræg um allan heim ERIC SZMANDA Mætti á Bæjarins beztu þegar Maja var nýbúin að horfa á hann í CSI. „Það hefur aldrei staðið til að bandið hans Bubba yrði eitthvert sveitaballaband, það er mikill misskilningur. Við skoðum þessi mál þegar sigurvegarinn hefur verið krýndur,“ segir Páll Eyj- ólfsson. Að undanförnu hafa átt sér stað miklar vangaveltur um hver framtíð Bandsins hans Bubba og ekki síst sigurvegara þáttanna sé. Í auglýsingunni kemur fram að sigurvegarinn hljóti þrjár milljónir í reiðufé, plötu- og umboðssamning. Og ekki síst; stöðu í Bandinu hans Bubba. Páll segir þetta allt vera í skoðun og ráðist að sjálfsögðu af því hver standi uppi sem sigur- vegari. „Að sjálfsögðu mun band- ið koma fram með sigurvegaran- um í einhver skipti en hvort það verði eitt, tvö eða fleiri á eftir að ræða um enda sigurvegarinn ekki kominn í ljós,“ bætir Páll við. Hann bendir jafnframt á að meðlimirnir í Bandinu hans Bubba séu eflaust í samtals tíu hljómsveitum og því sé það mikil skipulagningarvinna að koma þeim saman fyrir eitt kvöld. „Við ætlum okkur hins vegar að fara í mikla landvinnninga með sigur- vegaranum,“ bætir Páll við. Úrslitin verða kunngjörð á föstu- daginn í næstu viku og þá kemur í ljós hver það er sem heillaði land og þjóð hvað mest. - fgg Bandið hans Bubba ekki á sveitaböll ÓRÁÐIN FRAMTÍÐ Sigurvegarinn í Bandinu hans Bubba fær þrjár milljónir og plötu- og umboðssamning. Hvort bandið fylgir með kemur síðan í ljós. „Þetta yrði algjör toppur, 28 búr í hæsta gæðaflokki,“ segir Sigríð- ur Heiðberg, formaður Kattholts, en á vefsíðu dýrahótelsins er nú hafin söfnun fyrir nýjum og glæsilegum búrum fyrir íbúa þess. Að sögn Sigríðar er um kostnaðarsama breytingu að ræða sem kæmi þó öllum kattavinum til góða. „Við verðum að fylgjast vel með og vera í fararbroddi fyrir dýrin okkar,“ segir Sigríður. „Við verðum hreinlega að gera þetta,“ bætir hún við. Að sögn Sigríðar yrði þetta algjör bylting fyrir þau í Katt- holti. Dýrin fengju mun betri aðstöðu inni í búrunum en áður þekkist, meðal annars sérdall fyrir mat og séraðstöðu til að sofa í. „Ég vona svo sannarlega að þetta verði að raunveruleika,“ segir Sigríður en kostnaðurinn við þetta er talinn vera 2,6 millj- ónir. Formaðurinn segir að katta- og dýravinir hafi tekið vel í þessa söfnun. Þeim sem vilja leggja málefninu lið er bent á heimasíðu Kattholts en annars er reiknings- númerið 0113-26-314425 og kenni- talan 550378-0199. - fgg Safnað fyrir svítum í Kattholt MAJA Er líklegast frægasti pylsusali í heimi. BETRI AÐSTAÐA Sigríður hyggst panta búrin 28 og hefur hafið söfnun á heimasíðu Kattholts, kattholt.is. Árshátíð Glitnis var haldin með pomp og prakt í Laugardalshöllinni á laugardagskvöldið. Kreppunni marg- frægu var haldið fyrir utan veggi hallarinnar því innan þeirra skemmtu starfsmennirnir sér konunglega. Sirkus- hópur hélt fólki við efnið á meðan það gæddi sér á dýrindis veitingum en það var sjálfur sjónvarpsmaðurinn úr Sigtinu, Frímann Gunnarsson, sem sá um að stjórna herlegheitunum þar sem hann þeystist um salinn á rafknúnu tvíhjóli. Senuþjófur kvöldsins var hins vegar hljómsveitin The Supreme þar sem allir sveitarmeðlimir voru starfsmenn Glitnis. Þakið ætlaði hreinlega að rifna þegar sveitin hafði lokið sér af en fyrir henni fór knatt- spyrnuhetjan og marka- hrókurinn Guðmundur Torfason. Guðmundur er ansi liðtækur gítar- leikari og engu síðri söngvari og höfðu menn á orði að þarna væri kominn „öruggari“ starfsvettvangur fyrir Guð- mund í ljósi efnahagsumræðunnar. Meðal annarra sveitarmeðlima var Almar Guðmundsson en hann er einmitt bróðir gamla rokkhundsins Sigmars Guðmundssonar. Hafi menn haldið að Bubbi væri búinn að selja sálu sína til stór- fyrirtækja þá hefur hljómsveitin Merzedes Club sýnt það og sannað að það er hægt að ganga enn lengra í markaðsvæðingu sinni. Síminn ætlar sér augljóslega að nýta hvert kílógramm af sveitarmeðlimum og á heimasíðu fyrirtækisins er hægt að tromma með laginu Meira frelsi. Ef þátttakendur hitta á rétta trommu byrja þeir Partý-Hanz, Gillz og Gaz-Man að hnykla vöðvana, netverj- um til mismikillar skemmtunar. -fgg FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Notkun hennar getur varð- að við lög og skemmt bílvélar. 2 Maine Coon. 3 Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna. MEÐ CLINTON Maja og Clinton náðu vel saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.