Fréttablaðið - 14.04.2008, Blaðsíða 26
14. APRÍL 2008 MÁNUDAGUR8 ● fréttablaðið ● híbýli - stofa
Hvað er betra en halla sér út af í
þægilegum stól að loknum eril-
sömum degi? Verðlaunahönnuður-
inn Jochen Hoffmann hefur svarið
við þeirri spurningu. Hann hefur
búið til stól sem er í senn ruggu-
stóll og hægindastóll með skemli.
Kjörinn til að auka leti eigandans.
Stóllinn heitir Sving og er um einn
metri að lengd sem ruggustóll en
þegar hann teygir úr sér nær hann
1,64 metrum.
Sving-stóllinn er með grind úr
krómuðu og máluðu steingráu
stáli og hægt er að fá arma úr
beyki. Áklæðið getur verið hvort
sem er leður eða tau. Sving plus
er svo náinn ættingi ruggustóls-
ins. Í báðum tilfellum er á ferð-
inni hönnun sem sameinar fagurt
útlit og einstök þægindi. Unnt er
að fá Sving-stólana gegnum versl-
unina Casa. - gun
Ekta letistóll í stofuna
● Jochen Hoffmann á heiðurinn að stól með skemmtilega
eiginleika.
Hér sést hvernig Sving-stóllinn er í senn ruggustóll og hægindastóll.
Fæst líka í rauðu.
Jochen Hoffmann er sextíu og átta ára
og höfundur margra dýrgripa.
Sving plús er stílhreinn stóll.
Halla Helgadóttir, fram-
kvæmdastjóri Hönnunarmið-
stöðvar Íslands, geymir ýmsa
fallega muni heima í stofu.
„Ég held að allt í kringum mann
tengist því hvaða manneskju
maður hefur að geyma. Persónu-
lega þykir mér erfitt að finna hús-
gögn sem mig langar að kaupa,
þannig að ég skipti ekki mikið út.
Ég læt frekar smíða það sem vant-
ar eða geri upp eitthvað gamalt,“
segir Halla Helgadóttir, sem tók á
dögunum við stöðu framkvæmda-
stjóra Hönnunarmiðstöðvar Ís-
lands. Fram að því hafði hún starf-
að á auglýsingastofunni Fíton í
átján ár og er einn eigenda henn-
ar.
Um stöðuna segir Halla: „Mér
bauðst starfið og þótti það spenn-
andi og ákvað því að slá til. Ég
geri ráð fyrir að það verði mjög
fjölbreytt en helstu verkefnin eru
að byggja upp ímynd íslenskrar
hönnunar hérlendis og erlendis og
koma á sterkara sambandi milli
hönnunar og atvinnulífs. Mun
Hönnunarmiðstöð meðal annars
standa fyrir sýningum, viðburð-
um og fyrirlestrum, væntanlega
í góðu samstarfi við aðra,“ segir
Halla áður en talið berst aftur að
heimilinu, sem er sannkallað ætt-
arsetur.
„Afi og amma, Ólafur Ólafs-
son trúboði og Herborg Ólafsson,
keyptu húsið árið 1938, en það þótti
mjög stórt á þeim tíma. Þau voru
sjö í fjölskyldunni og leigðu út allt
húsið nema tvö herbergi, eldhús
og bað. Það var fullt af fólki þegar
mest var. Ég ólst síðan upp hér og
bý nú í húsinu með fjölskyldunni
minni, þannig að sonur minn er
fjórði ættliður í því,“ segir hún.
- mmr
Hlýlegt og persónulegt
Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, í stofunni heima. Sófasettið fékk Halla frá afa sínum og
ömmu, Guðmundi Gestssyni og Ingibjörgu Helgadóttir, sem keyptu það trúlega í Svíþjóð á fjórða áratug síðustu aldar.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Á hillu í stofunni standa fjölskyldu-
myndir teknar í brúðkaupsveislu Höllu
og Ingva Þórs Elliðasonar síðasta sumar.
Kertastjaki sem Halla erfði eftir afa sinn
og ömmu en að hennar sögn fengu
barnabörnin öll einn hlut í arf sem teng-
ist hverjum og einum.
Hilla eftir Guðrúnu Lilju Gunnlaugs-
dóttur.
Halla og Ingvi keyptu þetta fallega
ljós í Danmörku og hengdu það upp í
borðstofunni. Ljósið er eitt af því fáa sem
Halla hefur keypt í stofuna ef frá er talin
hilla eftir Guðrúnu Lilju Gunnlaugsdóttur.
Töfrandi, rómantískt, ógleymanlegt. Þetta eru allt
saman lýsingarorð sem notuð hafa verið til að koma
orðum að hönnun
klassíska ljóssins Gar-
land eftir Tord Boont-
je, en það hentar vel í
stofuna. Ljósið er gert
úr málmvírum sem
vafðir eru utan um
peru, en hægt er að
móta vírana nánast
að vild. Til dæmis er
hægt að tengja nokk-
ur ljós saman og búa
til lýsandi blómahaf.
Garland er hluti af var-
anlegu safni MoMA í
New York og Victoria
and Albert Museum í
London.
● TÖFRANDI LOFTLJÓS