Tíminn - 05.02.1982, Page 9

Tíminn - 05.02.1982, Page 9
Föstudagur 5. febrúar 1982.- a'iltfL'.iú1. 9 :a- stáli in virkjun „Virkjunartilhögun I er sá valkostur Blönduvirkjunar, sem eyðir mestu gróðurlendi og er hann mjög umdeildur. Bæði samningamenn rikisins og blöndungar sækja fast að virkja sam- kvæmt þeirri tilhögun. Þó er um aðra kosti að velja, sem eyða minna landi og eru litið dýrari i framkvæmd og gefa jafnmikla orku”. setja þannig eigin hagsmuni ofar öllu, en einnig fylla flokk blönd- unga störiöjumenn og pólitiskir linudansarar. Kannast fólk ekki viö kjörorðiö: Fyrstég, svo flokk- urinn og seinast þjóðin? Gert er ráö fyrir að um 150-200 manns (álika hópur og vinnur á einu sláturhúsi) hafi vinnu viö virkjunina i 4 ár og geti starfs- mannatala komist upp í 500 siðasta sumariö. Væntanlega koma verktakar með allmarga menn aö og svo sitja húnvetning- ar væntanlega fyrir vinnu. Siðan kemur rööin að öörum byggöar- lögum og er erfitt að spá f það. A þaö viröist þó horft. Um hitt er minna hugsað til hvers veriö er að virkja. Hvað á aö gera viö orkuna? Og hvaö tek- ur viö aö virkjun lokinni? Er ekki hugsað til lengri framtiðar en 4-6 ára? Gamla og gatslitna slag- orðið, aö Blönduvirkjun sé for- senda uppbyggingar atvinnutæki- færa i kjördæminu er bara látið duga og engin rök færð fyrir þvi, enda örðugt. Steinullarverksmiðja eða stórvirkjun Ljóst er að veruleg hætta er á að sunnlendingar fái steinullar- verksmiðjuna ef norðlendingar fái virkjunina. Með ályktun sinni eru verkalýðsforingjar Sauð- krækinga kannske að fórna verk- smiðjunni fyrir von um einhverja vinnu viö virkjunina. Vinna við virkjun er sjálfsagt ágæt meðan hún endist, eða það hlýtur að vera úr þvi menn sækj- ast svo mjög eftir henni, en hún er eins og sildarævintýri, varir um hrið en er svo allt i einu búin og þá verða gjarnan vandræði. Vinna við steinullarverksmiðju varir hinsvegar væntanlega um langa framtið og föst atvinna fyrir 60-70 manns og raunar mflriu fleiri.er mjög mikils virði einkum fyrir það byggðarlag sem hún er staösett i. Það yrði þvi' mflrill skaöi fyrir Sauöárkrók og ná- grenni ef verksmiðjan tapaðist suöur vegna þess að gráðugir menn leggja ofurkapp á að fá stórvirkjun strax en gæta þess ekki að mjög er hæpið að hvoru- tveggja fáist. Steinullarverk- smiöjaá Sauðárkróki hlýtur einn- ig að vera metnaðarmál ibUanna þar, enda áttu þeir hugmyndina og hafa lagt i kostnaðarsamar rannsóknir og undirbúning. Blönduvirkjun er sögð hagkvæm- asti virkjunarkosturinn. Það er næg trygging fyrir þvi að hún kemur fljótlega þó hUn verði ekki fyrst. Og jafnvel þótt stofn- kostnaður ykist við hugsanlega breytta tilhögun þolir hún saman- burð við aðrar virkjanir. Þess skal hér getið að hug- myndir eru einnig uppi um að Blönduvirkjun verði fyrst þótt lónið verði minnkað, eða þá þrengt aðeins að þvi. Heimtufrekia er hæpin leið Þessi atvinnusjónarmið blönd- unga væru skiljanleg ef atvinnu- leysi væri i landinu. Það getur bara ekki heitið að s vo sé. Þ vert á móti vinna margir of langan vinnudag. Svo er á það að lita að ákveðið er að halda áfram að virkja og verður þvi mikil atvinna við það áfram og skiptir ekki höfuðmáli aöþvier séð verðurnú, hvort Blanda verður númer eitt eöa tvö. Þrátt fyrir svolitið mjálm um atvinnuskort öðru hvoru hefurekki gengið of vei aö manna sláturhúsin á haustin og hefur fólk úr sveitunum unnið þar i vaxandi mæli. Sagt er að á Sauðárkróki hafi 90% starfsfólks sláturhúsa verið úr sveitum s.l. haust. Hvernig ætli gangi að manna sláturhúsin meðan á virkjun stendur? Aðurnefnd ályktun foringja verkalýösins i þessum byggöar- lögum, er ekki til þess fallin að greiða fyrir lausn deilunnar um Blönduvirkjun. Þvert á móti. Telja verður aö lágmarksskylda þeirra sem heimta með frekju að bændur láti land af hendi til að verkalýösforingjar og aðrir slikir fái virkjun snarlega, sé að færa sterk rök fyrir sinu máli, en það hafa blöndungar ekki gert. Það eru sifelldar fullyrðingar en sjaldan nein rök. Heimtufrekja leiðir sjaldan til velfarnaðar. Margt af þvi sem hampað var fyrir ári sem forsendu fyrir nauösyn Blönduvirkjunar, hefur reynst vera blekking. T.d. var þá mflrið gert úr rafmagnsleysi. Nú vita allirað rafmagnsframleiðsla fyrir landskerfið er talin tryggð fram til 1992 án fleiri virkjana, nema til komi ný störiðja meö þátttöku erlendra aðila. Einnig er unnið að hringtengingu rafkerfis- ins og mun hún verða komin i gagn innan örfárra ára a.m.k. eigi siðar en ný stórvirkjun. Oryggi rafmagnsnotenda vex stórlega við þá samtengingu. Orkusölu frá næstu stórvirkjun verður þvi að tryggja með nýrri stóriðju og er þá miðað við að framkvæmd við virkjun hefjist fljótlega. Ráðgert er að hraða virkjunum og láta framkvæmdir við þær skarast. Onnur virkjun hér frá mun því verða tilbúin aö mæta aukinni raforkuþörf kerfis- ins eftir 10 ár. Gefið með annari hendi — tekið með hinni Með áróöri sinum hafa tals- menn Blönduvirkjunar sam- kvæmt tilhogun I, sem er mesti landeyöingarkosturinn, reynt aö gera litið úr andstöðunni viö land- eyðingarstefnuna og jafnframt reynt að gera þá menn hlægilega sem eru aö berjast fyrir verndun graslendis. Hið sanna er að and- staðan er talsvert mikil. Það er ekki deilt um hvort á að virkja Blöndu eöa ekki. Það er deilt um hvort fóma á miklu graslendi eða hvort vernda á graslendi svo sem kostur er. Vert er að hafa i huga að á sama tima og deilt er um stærö Blöndulóns, er lögðfram ný land- græösluáætlun á Alþingi og mun þar gert ráð fyrir að þjóðin leggi fram stórfé til að græða upp land. Þ.e. að halda áfram starfi sem unnið var að fyrir þjóðargjöfina. Skýrslur sýna, að fyrir þjóðar- gjöfina var girt og tekið til upp- græðslu 84 ferkm. land. A móti þvf er nú ráðgert að eyðiieggja 56 ferkm. graslendi við Blöndu. Er ekki eitthvað bogið við svona háttalag? — Að vi'su er ráðgert að reyna að græða upp i staðinn ör- foka land í nágrenni lónsins væntanlega, helmingi minna að flatarmáli en lónið, en allt er i óvissu um hvort það er hægt. Uppgræðsla örfoka lands i 500 metra hæð á norðurlandi, er ekki auðvelt verk, ef gagn á að verða af. Landverndarfólkið sem hafn- ar virkjunarkosti I (miðaö við 400 Gl. miðlunarlón) vill þvi vemda gróðurlendi eins og hægt er og velja þann virkjunarkost sem eyðirminna graslendien gefur þó hagkvæma virkjun. Hóflaus eyðilegging er röng stefna Hóflaus eyðing graslendis á ekki rétt á sér. Island er fátækt af gróðri og okkur ber að vernda hann eftir mætti. Virkjunaraðili gengurof langt i'kröfum til lands við Blöndu. Ef honum tekst að fá vilja sinn fram verður það stefnu- markandi um virkjanir i' framtið- inni. Þar sem fyrir liggur að við Blöndu er hægt að hlifa gróður- lendi án þess aö gera virkjun óhagstæða, særir það réttlætis- kennd sannra Islendinga að sá kostur sem mestu eyöir, skuli vera valinn. Eigi skal um það dæmt hér, hvort landið sem undir virkjunar- lón fer notast þjóðinni betur þannig en sem beitiland fyrir sauðfé. Það hlýtur m.a. að fara eftir þvi til hvers rafmagnið verður notað. Sé þaö t.d. selt stór- iðjuveri erlendra aðila á kostnaöarveröi fær þjóðin liklega litinn arð af landinu. Hins vegar geta miðlunarlón gert sama gagn þótt þeimsékomið fyrirá gróður- lausu landi sem nóg er af á okkar fósturjörð. Sömuleiðis þótt þrengt sé að þeim meö stiflugörðum, enda bindst þá minna af vatninu i is, sem ekki nýtist til miðlunar. Bolalið i kröfugöngu Eins og áður er að vikið eru ályktanir verkalýðsforystunnar i Húnavatnssýslu og Skagafiröi ekkert einsdæmi i sögu Blöndu- striðsins. Fjarri þvi. Aróöurinn_ fyrir virkjuninni hefur verið mik-' ill og komiö i bylgjum. Hann hef- ur einkennst af kröfum i' formi áskorana o.fl. En ekki hefur verið hirt um að hafa samráð eða sam- vinnu við þá bændur sem fram- kvæmdin bitnar á. Kröfugerðar- main hafa gengið i lið meö virkjunaraðila og i raun heimtað skilyrðislausa uppgjöf þeirra manna sem verið hafa með andóf gegn óþarfri eyðileggingu gras- lendis. Það hafa jafnvel verið framleiddar flikur (bolir) meö áletruðum áróðri og seldar i verslunum og farið i hina dæma- lausu kröfugönguferö til Alþingis i þessum bolum. Heföi ekki verið sæmra fyrir þessa menn að styðja við bakið á bændunum til þess að þeir fengju a.m.k. viðunandi samning? Samninganefnd rikisins sem skipuö er hinum færustu mönn- um, var vel treystandi til að gæta hagsmuna virkjunaraðila. Þeir þurftu enga hjálp frá Blönduós- búum eða Sauðkræklingum sem fylla flokk blöndunga, né heldur frá öðrum blöndungum. Samningur sá, sem knýja átti fram til samþykktar í desember, er fjarri þvi að vera viðunandi eins og svör hreppsnefnda sýna. Hann er verri en eignarnám a.m.k. fyrirsumahreppa aðmati þekkts lögfræðings. Samt lögðu blöndungar ofurkapp á að f á hann samþykktan og notuðu til þess ýmsar vafasamar og dæmaiaus- ar aðferðir. Þeim mistókst samt fyrirætlunin og átti þá máliö aö vera úr sögunni i bili. Samt er verið að þæfa það ennþá. Virkjunartilhögun I er sá val- kostur Blönduvirkjunar, sem eyðir mestu gróöurlendi og er hann mjög umdeildur. Bæði samningamenn rikisins og blöndungar sækja fast að virkja samkvæmt þeirri tilhögun. Þó er um aðra kosti að velja, sem eyða minna landi og eru litið dýrari i framkvæmd og gefa jafnmikla orku. Einnig er um valkosti að ræða, sem miðast viö minni miðl- un og eyöa einnig minna gróður- lendi, gefa litið eitt minna raf- magn en ódýrara heldur en til- högun I, miðað við stofnkostnað á orkueiningu. I8.jan. 1982 RósmundurG. Ingvarsson menningarmál Bildudalskirkja Kirkja vors Guös er gamalt hús eftir Jón Kr. Ólafsson,Bíldudal Bildudalskirkja varð sjötiu og fimm ára annan desember siðastliðinn. Kom mér þá i hug aö vel þess vert væri, að minnast þessara tfmamóta i stuttu máli. Bjarni Simonar- son prófastur á Brjánslæk vigði kirkjuna 02.12.1906. Asamt honum voru viö athöfn- ina séra Jón Arnason sem var að taka viö sem fyrsti sóknar- prestur Bildudalskirkju, en þar áöur var hann prestur i Otradal. Við þessa athöfn var einnig séra Böðvar E. Bjarna- son prestur á Hrafnseyri. Bildudalskirkja stendur á litt áberandi staöá sléttri eyri, en hún myndi sóma sér veí hvar sem er, þvi hún er hiö reisulegasta hús. Svo rúmgóð aö hún tekur um tvöhundruð og fimmtiu manns i sæti, sem er mikið miðaö viö stærö safnaðarins þegar hún var byggö. En þá er þess að geta, aö Bildudalur var i hröðum uppgangi og fór fólki þar fjölg- andi þegar mesti athafna- maður landsins Pétur Thor- steinsson var búinn að byggja upp staöinn i athafna og félagsmálum. Sumir kölluöu hann Arnarfjarðarkónginn og vissulega var hann kóngur I riki sinu. Maöur með hug- sjónir langt á undan sinni samtið. Þeir voru ekki á hverju strái i þá daga. Enda gerðust hér þeir hlutir sem hreinlega þekktust hvergi annarsstaðar á landinu. Hér i kauptúninu stendur minnisvarði um þau hjónin Pétur og Asthildi eftir Rikharð Jónsson. Þau hjón áttu mörg börn. Eitt þeirra var Muggur listmálari, en honum var reistur minnisvarði hér i sumar er leið eftir Guömund Eliasson. Muggur er mjög ást- sæll með þjóöinni. Eitt verka hans er altaristaflan i Bessa- það mun hafa kostaö tólf þúsund krónur aö byggja kirkjuna hér á Bildudal, það mun hafa verið mikiö fé i þá daga, þvi þá kostuöu allir hlutir færri aura en krónur nú. Bildudalskirkja er úr steini meö viöarinnréttingu. Stöpull- inn er einnig steyptur með átt- strengdum timburturni. Krossmarkið efst á turninum er i 17,5 metra hæð. Ýmsa gamlamuni á Bildudalskirkja sem hún fékk úr Otradal. Þar var áöur prestsetur og sóknar- kirkja Bilddælinga svo og kirkjugaröur. Þessir munir eru altaristafla frá 1737. með kvöldmáltiðarmynd. Hún hangir ekki yfir altarinu, þar er nýrri tafla máluð af Þórarni B. Þorlákssyni 1916. sem sýnir Mariu við gröfina er kristur mætir henni og segir. „Kona hvi grætur þú”. Annar forngripur kirkjunnar er predikunarstóllinn frá 1699. A honum eru myndir af Kristi og postulunum. Þriöji forn- gripurinn er skirnarfontur með mynd af skirn Jesú, En munir Bildudalskirkju minna ekki aöeins á liðna tlð. Inn i þessum helgidómi er stór mikil bók er geymir minn- ingar og svipmót og æviatriöi þeirra mörgu Bildælinga er fórust með vélskipinu Þormóöi nóttina milli 17. og 18. febrúar 1943. Mun Jens Hermannsson þáverandi skólastjóri hafa staðið fyrir þvi að þessi bók er til i dag. Ennfremur eru silfurskildir sem tilheyra þessu sjóslysi og öðrum af sömu tegund. En minnisvarði um hugi þá og hendur sem unnu verk sitt við að byggja hér þetta kirkjuhús skal fyrstan telja Rögnvald ólafsson, en hann teiknaði kirkjuna. Rögnvaldur var fyrsti arkitekt landsins. Múrarar voru þessir: Þorkell Ólafsson Reykjavik, Þorsteinn Guömundsson og Finnbogi Jóhannsson báðir frá Bildudal. Trésmiöir: Björn Jónsson Kristinn Grimur Kjartansson og Valdimar Guðbjartsson allir frá Bildu- dal. Þessi minnisvarði þeirra er nú orðinn sjötiu og fimm ára og sem vonandi á eftir að þjóna um langan tima og bjóöa kynslóðum sóknarinnar skjól i stormbyljum lifsins. Megi hún standa sem lengst. Þeir prestar sem hafa þjónað viö Bildudalskirkju frá fyrstu tiö til þessa dags eru: Jón Árnason, Helgi Konráðs- son, Jón Jakobsson, Jón Kr. tsfeld, Sigurpáll Óskarsson, Óskar Finnbogason, Tómas Guðmundsson (þjónaöi frá Patreksfirði) Hörður Þ. Asbjörnsson, Erlendur Sigmundsson, Þórarinn Þór (prófastur á Patreksfirði). Núverandi prestur við Bfldu- dalskirkju er séra Dalla Þórðardóttir.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.