Fréttablaðið - 07.05.2008, Síða 19

Fréttablaðið - 07.05.2008, Síða 19
[ ] Sumarið er sá árstími þegar svalir eru mest notaðar til útiveru og yndisauka. Ávallt skal gæta fyllsta öryggis þegar kemur að svalahandriðum. „Samkvæmt reglugerð bygginga- fulltrúa verða handrið á svölum fyrstu hæðar að vera meters há frá gólfi upp á handlista, en frá annarri hæð og upp úr þarf hæð frá gólfi og ofan á handlista að vera 120 sentí- metrar. Í báðum tilvikum verður handrið að vera óklifurhæft upp í 80 sentimetra og hvergi mega vera láréttar slár sem hægt er að nota sem fótstig,“ segir Benedikt Sveins- son, löggiltur stálvirkjameistari hjá stálsmiðjunni Stál í Stál ehf, aðspurður um nýjustu úttektar- staðla byggingafulltrúa þegar kemur að öryggi svalahandriða. „Í eldri húsum er víða pottur brotinn og stórhættulegt fyrir börn að leika eftirlitslaust á svölum. Áður var löglegt að hafa þrettán sentímetra ljósop á milli pílára, en í dag er hámarksbreidd ljósops tíu sentímetrar og verða öll handrið að vera með standandi, fasta pílára svo það sé óklifurhæft og barn- vænt. Það á við bæði innandyra í stigahúsum og utanhúss á svölum,“ upplýsir Benedikt sem hefur í nógu að snúast að smíða handrið í fjöl- breyttum útfærslum á nýbygging- ar og eldri hús þar sem eigendur vilja bæta öryggi svala sinna. „Ætli menn að breyta og bæta verður alltaf að skoða heildina og láta taka verkið út af löggiltum meistara út frá núverandi reglu- gerð. Oft borgar sig að skipta alveg út handriðum, en stundum er hægt að setja ofan á lista eða gler. Gler með ósýnilegum festingum, þar sem fræst er úr gólfi að neðan- verðu og utan um glerið er það heitasta hjá arkitektum nú, en í raun er líka mjög mikið um alls- konar harðvið í handlistum með gleri, skrauthandrið, tréverk, stál, og í raun hvað eina sem fólki hug- kvæmist að nota í handrið svala sinna,“ segir Benedikt sem brýnir fyrir húsbyggjendum og húseig- endum sem ætla að endurbæta svalir sínar að fá réttindamann í verkið. „Aðalmálið er að fá bygginga- fulltrúa til að taka út verkið og fag- mann með löggilta meistaragráðu til að ganga frá málinu. Það er upp- skrift að því að hlutirnir verði í lagi, og þú og þínir verði öruggir.“ thordis@frettabladid.is Hamar skal hafa í hönd við framkvæmdir. Mikilvægt er að naglhreinsa allar spýtur svo ekki verði stigið á ryðgaða naglana. Íslendingar bjuggu í torfbæjum frá landnámi og langt fram á tuttugustu öld. Ekki var um auðugan garð að gresja í byggingarefnum þar sem viður var af skornum skammti á landinu en nóg var af grjóti og mold. Íslenskir húsveggir voru því hlaðnir úr torfi og grjóti. Ákveðin tækni er notuð við torf- hleðsluna eftir því hvaða lögun er á hnausunum. Klömbruhaus er fleyglaga og hlaðið hallandi á víxl. Kvíahnaus er ferhyrnd flöt torfa, snidda er tígullaga torfa í annan endann en þynnist út í hinn og svo kallast löng torfa strengur. Víða um land má sjá gamlar torfhleðslur uppistandandi og gamla torfbæi sem vel hefur verið haldið við. Tvenn námskeið í torf- hleðslu og torfristu fara fram nú í vor á Tyrfingsstöðum á Kjálka í Skagafirði á vegum Fornverka- skólans. Þar verða kennd handtök- in við þessa fornu byggingarað- ferð og er skráning hafin á Byggðasafni Skagfirðinga og í Háskólanum á Hólum. Sjá: www.fornverk.is og www. saga.khi.is/torf - rat Torf og mold í vegg Burstafell í Vopnafirði. Búið var í bænum til ársins 1966. Benedikt Sveinsson, löggiltur stálvirkja- meistari, við nýbyggingar á Suðurlands- braut. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hér gefur að líta handrið sem Benedikt vinnur að á Suðurlandsbraut. Það er úr stáli, gleri og harðvið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Vinsælt er að hafa hluta svala opnar með stálpílárum, en annan hluta lokað- an fyrir veðri og vindum. MYND/STÁL Í STÁL Öruggt sumar á svölum

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.