Fréttablaðið - 07.05.2008, Page 20
[ ]Hjólhýsaferð um Evrópu er tilbreyting frá hótelgistingum. Takið Norrænu frá Seyð-isfirði til Danmerkur og keyrið í suðurátt.
Fátt er eins yndisfrítt og unaðs-
blítt og nýfætt lamb. Fæst
nútímabörn komast í snertingu
við vorundur fjárhúsanna en
um hvítasunnuhelgina gefst
kostur á þátttöku sauðburðar í
grænum sveitum Skagafjarðar.
„Þetta er hugmynd sem ég hef lengi
alið með sjálfri mér og komst loks í
framkvæmd núna,“ segir Ingibjörg
Klara Helgadóttir, húsfreyja á
Syðri-Hofdölum í austanverðum
Skagafirði, sem í samvinnu við
Hótel Varmahlíð býður upp á sauð-
burð og sveitalíf um hvítasunnu-
helgina.
„Mér finnst borgarbúa vanta
aðgang að hefðbundnum sveita-
störfum og daglegu lífi bænda.
Börn hafa yndi af dýrum og hreint
ævintýri að komast í fjárhús þar
sem lömb eru að fæðast, fylgjast
með bóndafjölskyldu að störfum og
fá að taka þátt í sveitaverkunum,“
segir Ingibjörg Klara sem heldur
stórt fjárbú með eiginmanni sínum
Atla Traustasyni og þremur börn-
um þeirra hjóna, en Atli er fjórði
ættliður sinnar ættar sem býr á
Syðri-Hofdölum.
„Við búum hér á tvíbýli með
tengdaforeldrum mínum. Þau eru
með fjörutíu mjólkandi kýr en sum-
arið 1996 tókum við hjónin við fjár-
stofni þeirra og erum nú með 700
vetrarfóðraðar ær. Sauðburður er
nú í hámarki og búist er við 1.100
lömbum, en þegar eru fædd 450
lömb,“ segir Ingibjörg Klara, en til
viðmiðunar má geta þess að sauð-
burði lauk á Syðri-Hofdölum þann
24. maí í fyrra.
„Sauðburður er alveg sérstök
upplifun og sveitalífið í heild sinni
dásamlegt. Á bænum eru einnig
geitur, kanínur, nautgripir, hross,
hundar og kettir, og því nóg að snú-
ast í vorverkunum,“ segir Ingibjörg
Klara alsæl í fjárhúsinu þar sem
mjóróma jarm heyrist frá nýfæddri
gimbur.
„Í helgarpakkanum er innifalin
sveitaheimsókn í tvo daga, gisting
með morgunverði í þrjár nætur á
Hótel Varmahlíð, matur alla helgina
og frítt í sundlaugina í Varmahlíð.
Við verðum með grjónagraut og
slátur eftir sauðburð í hádeginu á
laugardaginn, kaffi og kleinur í fjár-
húsunum þar sem börnin fá nýfædd
lömb upp í fangið og bjóðum gestum
að kíkja inn í hefðbundnar mjaltir
hér heima, sem og róbótamjaltir í
fjósi Ingimars Jónssonar á Flugu-
mýri, en þar er notuð nýjasta tækni
við mjaltir,“ segir Ingibjörg Klara
sem fengið hefur góðar viðtökur við
langþráðum draumi. „Ég held áfram
næstu árin ef vel tekst til. Við bænd-
ur viljum endilega leyfa sem flest-
um að njóta töfra íslenskra sveita.“
Nánari upplýsingar og bókanir í
síma 453 8170 eða á svanhild@hotel-
varmahlid.is. thordis@frettabladid.is
Kraftaverk í fjárhúsinu
Skagfirsk hamingja í miðjum sauðburði; nýfædd og spriklandi lömb í faðmi hjón-
anna Ingibjargar Klöru Helgadóttur og Atla Traustasonar ásamt börnum þeirra, Anítu
Ýr, Trausta Helga og Friðriki Andra. MYND/ÍSAK ÓLI TRAUSTASON
KAUPMANNAHÖFN – LA VILLA
Heimagisting á besta stað í bænum.
Býður alla Íslendinga velkomna.
Geymið auglýsinguna.
www.lavilla.dk. S.0045 3297 5530. GSM. 0045 2848 8905
Leiðsögunám
Leiðsögunám er spennandi eins árs kvöld-
nám sem veitir nemendum þjálfun í leiðsögn
og haldgóða þekkingu á svæðum landsins,
náttúru, sögu og menningu.
Kennt er mánudags- til miðvikudagskvölds,
auk vettvangsferða um helgar. Umsækjendur
skulu vera 21 árs, með stúdentspróf eða
sambærilega menntun ásamt því að hafa
gott vald á einu erlendu tungumáli. Tungu-
málakunnátta er þó ekki nauðsynleg fyrir
kjörsviðið „Leiðsögn með Íslendinga“.
Afþreyingarleiðsögn
Afþreyingarleiðsögumenn kynnast eðli og
framboði afþreyingar á Íslandi með
sérstakri áherslu á leiðsögn í hvata- og
ævintýraferðum.
Almenn leiðsögn
Almennir leiðsögumenn eru þjálfaðir til
skipulagðra ferða um landið í hópferða-
bifreiðum.
Gönguleiðsögn
Gönguleiðsögumenn fá kennslu og þjálfun í
að fara með ferðamenn í lengri eða styttri
gönguferðir.
Leiðsögn með Íslendinga
Leiðsögn með Íslendinga er ný námsleið
við skólann. Á því kjörsviði er áherslan á
menningar- og sögutengda leiðsögn.
Eftirfarandi námsleiðir eru í boði: