Fréttablaðið - 07.05.2008, Side 21

Fréttablaðið - 07.05.2008, Side 21
[ ] Það er list að hnýta góða flugu. Björgvin Guðmundsson hefur stundað þá list í um tuttugu ár. „Áhuginn vaknaði þegar ég sá vin minn veiða á flugu í fyrsta skipti. Það sem heillar við fluguhnýtingar er áskorunin að finna eitthvað sem fiskurinn vill taka. Það er aldrei meira gaman en þegar fiskurinn tekur eitthvað sem maður hefur hnýtt sjálfur, svo ég tali nú ekki um ef maður hefur hannað það líka,“ segir Björgvin áhugasamur. Við fluguhönnun þarf að taka til- lit til þess hvers konar fisk á að tæla til sín. „Þegar þú ert að hanna flugu fyrir silung, sjóbirting og þess háttar þá þarftu að líkja eftir því sem fiskurinn étur. En laxinn étur ekkert eftir að hann er kominn í ána þannig að það veit enginn af hverju hann tekur fluguna og hvers vegna hann velur eina frekar en aðra. Þá er áskorun í því fólgin að detta niður á eitthvað sem hann lætur ginn- ast af,“ segir Björgvin kíminn og bætir við að sumir litir virki betur en aðrir. Þó eru fleiri þættir sem hafa þarf í huga. „Þetta fer líka eftir veðri en það lærist bara með reynslunni. Þá er númer eitt, tvö og þrjú að tala við sér reyndari og vitrari menn og læra af meisturunum,“ útskýrir Björgvin. Við fluguhnýtingar þarf að nota sérstök tæki eins og öngulhöldu. Síðan þarf skæri og tvinna og gott er að hafa keflishöldu fyrir tvinn- ann. „Síðan eru alls konar efni sem þarf. Fjaðrir eru mikið notaðar og íkornaskott en í þeim eru mjög góð hár. Einnig eru hrosshár mikið notuð en hægt er að fá þau í alls konar blæbrigðum. Það getur verið allt frá því að vera silkimjúkt yfir í að vera hart eins og gaddavír,“ útskýrir Björgvin. Það sem til þarf í fluguhnýtingar fæst í veiðibúðum, en það er ekki það eina sem þar er í boði. „Þar færðu líka alla þá hjálp sem þú þarft. Þar eru allir boðnir og búnir að hjálpa þeim sem vilja læra að hnýta flugur,“ segir Björgvin og telur hann það vera helsta kostinn við að fara í fagbúðir. „Þar færðu þekkingu og getur spurt fagmenn um allt. En ef þú ferð annað þá vita menn ekkert hvað þeir eru með í höndunum.“ Það fyrsta sem lærist í flugu- hnýtingum er haushnúturinn en hann er jafnframt það síðasta sem notað er þegar flugan er hnýtt. „Svo er hausinn lakkaður og þá festist flugan betur og verður glansandi og fín,“ segir Björvin og vill að lokum benda fólki á að hafa tímann fyrir sér þegar það pantar flugur, þar sem það tekur tíma að hnýta þær. Ef menn hafa áhuga á að læra fluguhnýtingar er gott að fara í veiðibúðirnar þar sem menn geta bent á námskeið og hafa púlsinn á hlutum í veiðiheiminum. hrefna@frettabladid.is Æfingin skapar meistarann Björgvin segist slaka vel á þegar hann hnýtir flugur og er þetta því í senn tómstunda- gaman og afslöppun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Aflinn er misstór og mismikill eftir hverja veiðiferð. Ráðlegt er að taka með stór ílát ef vel fiskast til að koma aflanum heim. www.ellingsen.is Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 og Tryggvabraut 1–3, Akureyri • Sími 460 3630 T B W A \R E Y K J A V ÍK \ S ÍA \ 9 0 8 0 5 4 5 Með LOOP OPTI ZPEY, nýju flugustönginni, verður áreynslan minni og líkamsbeitingin mun betri sem leiðir af sér margfalt minna líkamlegt álag, einkum á handleggi, herðar og háls. Nýtt átak, ný og einfaldari kasttækni, þægilegra hald og mun sveigjanlegri stöng, allt þetta ásamt draumakringumstæðum gerir flugustangveiðina engu líka. Nýja LOOP OPTI ZPEY-flugustöngin er það sem koma skal. Byltingarkennd flugustöng Nú er rétti tíminn til þess að undirbúa næsta veiðitímabil. Veiðikortið veitir aðgang að rúmlega 30 vatnasvæðum vítt og breitt um landið fyrir aðeins 5000 kr. Frí heimsending þegar verslað er beint á www.veidikortid.is Tryggðu þér Veiðikortið í tíma! Á að veiða í sumar?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.