Fréttablaðið - 21.05.2008, Page 22

Fréttablaðið - 21.05.2008, Page 22
[ ] Eitt glæsilegasta veiðihús landsins var tekið í notkun á bökkum Laxár í Kjós síðasta sumar. „Töfrar stangveiði felast í þörf mannsins til að takast á við náttúruna. Í mörgum blundar veiðiþörf sem kemur fram þegar veiðimaður er kominn á veiðislóð og upplifun í veiðiham er spenna og gleði þegar sigur á bráð er unninn,“ segir Gísli Ásgeirsson, einn eig- enda Lax ehf., sem sér um sölu og rekstur fjölmargra laxveiðiáa og vatna hér heima og í útlöndum. Í eigu fyrirtækisins eru sum glæsilegustu veiðihús landsins. Það nýjasta stendur við Laxá í Kjós og geymir tólf tveggja manna herbergi með baði, auk setustofu og vöðlu- og laxageymslu. „Áður veiddu menn alltaf tveir og tveir saman og voru þakklátir ef þeir fengu að halla sér í herbergis- skonsu og komast í stutt steypibað á veiðitímanum. Í dag veiða menn enn tveir og tveir saman, en gera kröfu um að vera einir í herbergi og með eigið bað. Við þjónustum einstaklinga, útlendinga, félög og fyrir tæki. Tveir til þrír dagar er algengt val og kost- ar veiðistöngin frá 30 upp í 130 þúsund á dag, fyrir utan mat, leiðsögn og gistingu. Dýrasti dagurinn er um 150 þúsund með öllu, en þetta hefur verið mjög vel sótt og orðið nánast uppselt í sumar,“ segir Gísli þar sem hann fer yfir teikningar á nýjasta húsinu sem standa mun við Selá í Vopnafirði, en nýlokið er smíðum á minna veiðihúsi við Svalbarðsá. „Að fara í lax og eiga nokkra daga í slíku veiðihúsi er upplifun. Um viðurgjörning í Kjósinni sjá meist- arakokkar La Primavera og við getum stoltir borið okkur saman við það allra besta í veitingahúsum Evr- ópu,“ segir Gísli, sem starfar sem leiðsögumaður í velflestum veiðiám lýðveldisins á sumrin. „Auk áðurnefndra áa erum við með Grímsá, Hafra- lónsá, Vesturdalsá, Gljúfurá í Húnaþingi, Úlfarsá og Litluá í Kelduhverfi og á næsta ári tökum við við rekstri Langár af Ingva Hrafni. Einnig seljum við fyrir aðra aðila, eins og Laxá í Aðaldal, Norðurá, Hítará, Straumfjarðará og fleiri, til að geta þjónustað okkar viðskiptavini með leyfi hvar sem vera vill.“ Sjá nánar á www.lax.is. thordis@frettabladid.is Lax, lax, lax og aftur lax! Nýtt og glæsilegt veiðihús var tekið í notkun í fyrrasumar við Laxá í Kjós. Gísli Ásgeirsson, eigandi Lax ehf. Veiði er vinsælt sport á sumrin. Þegar staðið er úti í blíðunni heilu dagana og beðið eftir að bitið sé á er ekki vitlaust að bera sólarvörn á hendur og andlit. Uppseldur! 11 feta slöngubátur með hörðum botn burðageta 560 kg þolir allt að 18 hö.mótor CE vottaður . Rafmagns mótorar væntanlegir. á 29.900 kr Erum að taka við pöntunum núna! frá 3.995 kr. frá 1.690 kr. verð 6.890 kr. frá 3.995 kr. Verð aðeins kr. 9.900,- Verð aðeins kr. 21.900 SIMMS Freestone Vöðlusett Tilboðsverð: 32.900,- SIMMS L2 Vöðlusett Tilboðsverð: 42.900,- Veiðivon Sportvöruverslun Mörkinni 6 • 106 RVK • Sími 5687090

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.