Fréttablaðið - 21.05.2008, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 21.05.2008, Qupperneq 22
[ ] Eitt glæsilegasta veiðihús landsins var tekið í notkun á bökkum Laxár í Kjós síðasta sumar. „Töfrar stangveiði felast í þörf mannsins til að takast á við náttúruna. Í mörgum blundar veiðiþörf sem kemur fram þegar veiðimaður er kominn á veiðislóð og upplifun í veiðiham er spenna og gleði þegar sigur á bráð er unninn,“ segir Gísli Ásgeirsson, einn eig- enda Lax ehf., sem sér um sölu og rekstur fjölmargra laxveiðiáa og vatna hér heima og í útlöndum. Í eigu fyrirtækisins eru sum glæsilegustu veiðihús landsins. Það nýjasta stendur við Laxá í Kjós og geymir tólf tveggja manna herbergi með baði, auk setustofu og vöðlu- og laxageymslu. „Áður veiddu menn alltaf tveir og tveir saman og voru þakklátir ef þeir fengu að halla sér í herbergis- skonsu og komast í stutt steypibað á veiðitímanum. Í dag veiða menn enn tveir og tveir saman, en gera kröfu um að vera einir í herbergi og með eigið bað. Við þjónustum einstaklinga, útlendinga, félög og fyrir tæki. Tveir til þrír dagar er algengt val og kost- ar veiðistöngin frá 30 upp í 130 þúsund á dag, fyrir utan mat, leiðsögn og gistingu. Dýrasti dagurinn er um 150 þúsund með öllu, en þetta hefur verið mjög vel sótt og orðið nánast uppselt í sumar,“ segir Gísli þar sem hann fer yfir teikningar á nýjasta húsinu sem standa mun við Selá í Vopnafirði, en nýlokið er smíðum á minna veiðihúsi við Svalbarðsá. „Að fara í lax og eiga nokkra daga í slíku veiðihúsi er upplifun. Um viðurgjörning í Kjósinni sjá meist- arakokkar La Primavera og við getum stoltir borið okkur saman við það allra besta í veitingahúsum Evr- ópu,“ segir Gísli, sem starfar sem leiðsögumaður í velflestum veiðiám lýðveldisins á sumrin. „Auk áðurnefndra áa erum við með Grímsá, Hafra- lónsá, Vesturdalsá, Gljúfurá í Húnaþingi, Úlfarsá og Litluá í Kelduhverfi og á næsta ári tökum við við rekstri Langár af Ingva Hrafni. Einnig seljum við fyrir aðra aðila, eins og Laxá í Aðaldal, Norðurá, Hítará, Straumfjarðará og fleiri, til að geta þjónustað okkar viðskiptavini með leyfi hvar sem vera vill.“ Sjá nánar á www.lax.is. thordis@frettabladid.is Lax, lax, lax og aftur lax! Nýtt og glæsilegt veiðihús var tekið í notkun í fyrrasumar við Laxá í Kjós. Gísli Ásgeirsson, eigandi Lax ehf. Veiði er vinsælt sport á sumrin. Þegar staðið er úti í blíðunni heilu dagana og beðið eftir að bitið sé á er ekki vitlaust að bera sólarvörn á hendur og andlit. Uppseldur! 11 feta slöngubátur með hörðum botn burðageta 560 kg þolir allt að 18 hö.mótor CE vottaður . Rafmagns mótorar væntanlegir. á 29.900 kr Erum að taka við pöntunum núna! frá 3.995 kr. frá 1.690 kr. verð 6.890 kr. frá 3.995 kr. Verð aðeins kr. 9.900,- Verð aðeins kr. 21.900 SIMMS Freestone Vöðlusett Tilboðsverð: 32.900,- SIMMS L2 Vöðlusett Tilboðsverð: 42.900,- Veiðivon Sportvöruverslun Mörkinni 6 • 106 RVK • Sími 5687090
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.