Fréttablaðið - 22.05.2008, Page 10

Fréttablaðið - 22.05.2008, Page 10
10 22. maí 2008 FIMMTUDAGUR ALÞINGI Geir H. Haarde forsætis- ráðherra segir nauðsynlegt að horfast í augu við afleiðingar hækkunar olíuverðs og boðar áætlun til að bregðast við. Hann hvetur fólk til að nýta aðra orku- gjafa en olíu og bensín. „Það verður að fá fólk til að breyta hegðun sinni, fá fólk til þess að nýta aðra orkugjafa,“ sagði Geir á Alþingi í gær. Valgerður Sverrisdóttir, vara- formaður Framsóknarflokksins, vakti athygli á hækkun olíuverðs á heimsmarkaði og spám um frek- ari hækkanir á þessu og næsta ári. Sagði hún hækkanirnar hafa víð- tæk áhrif á allar samgöngur og að það gæti haft áhrif á búsetu í land- inu. Geir sagði málið alvarlegt; það setti svip á efnahagsmál allra landa en Íslendingar væru heppn- ir að því leytinu til að hér væri olía aðeins notuð á bíla, skip og flug- vélar. Hann kvað enga þýðingu hafa að slá af gjaldtöku ríkisins um nokkrar krónur enda væri gjaldtakan hvort eð er helmingur af útsöluverðinu. „Metan er innlendur orkugjafi sem við eigum að nýta í miklu rík- ari mæli en við gerum í dag á bíla- flotann. Við eigum að grípa til aðgerða til að hvetja til slíks,“ sagði Geir. Valgerður sagði nauðsynlegt að hvati kæmi frá ríkisstjórninni og benti Geir á að í vinnslu væri til- lögugerð um framtíðarskipan gjaldtöku af eldsneyti þar sem saman færu sjónarmið efnahags og umhverfisverndar. - bþs Forsætisráðherra hvetur til að metan sé notað á tímum hækkandi olíuverðs: Fólk nýti innlenda orkugjafa GEIR H. HAARDE VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR SAMGÖNGUR Hafin er vinna við lengingu forgangsakreinar strætisvagna á Miklubraut. Akreinin hefur hingað til náð frá gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar austur fyrir Kringlu- mýrarbraut en mun að loknum framkvæmdum ná austur að brúnni yfir Miklubraut þar sem Réttarholtsvegur og Skeiðarvog- ur mætast. Er framkvæmdinni ætlað að tryggja að strætófarþeg- ar komist hratt og örugglega á milli staða þrátt fyrir að önnur umferð hægi á sér á álagstímum. - ovd Forgangsakrein strætisvagna: Strætóakreinin lengd til muna Enn óvissa um borgarstjóra Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins geta ekki svarað því hver verður næsti borgarstjóri. „Ekki til umræðu,“ segir Gísli Marteinn Baldursson. Skortur á svörum er hluti af vanda flokksins, segir stjórnmálafræðingur. STJÓRNMÁL Enginn borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins getur svarað því að svo stöddu hver mun verða borgarstjóri fyrir þeirra hönd í mars á næsta ári. Gísli Marteinn Baldursson segir málið ekki til umræðu. Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur segir flokk- inn skorta skýra forystu og hljóti að þurfa að bregðast við minnkandi fylgi. Óvissa hefur ríkt um það hver tekur við borgarstjórastólnum á næsta ári síðan Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson sagðist á blaðamanna- fundi 11. febrúar myndu sitja áfram sem oddviti sjálfstæðis- manna en gaf ekki skýr svör um hvort hann hygðist taka við sem borgarstjóri á ný. Aðrir borgarfull- trúar flokksins sögðust virða niður- stöðu Vilhjálms. Hann væri þeirra leiðtogi. Áður hafði verið rætt um að Vil- hjálmur myndi draga sig í hlé vegna ólgunnar sem aðkoma hans að REI-málinu olli. Hanna Birna Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Júlíus Vífill Ingv- arsson lýstu því öll yfir að þau hefðu hug á að sækjast eftir borg- arstjóraembættinu. Nú, um þremur og hálfum mán- uði síðar, er staðan óbreytt og í síð- ustu skoðanakönnun Capacent Gallup mældist stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn í sögulegu lág- marki, eða um þrjátíu prósent. Til samanburðar hlaut hann 43 pró- senta kosningu vorið 2006. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins eru sjálfstæðismenn í borginni margir hverjir orðnir óþreyjufullir og leiðist að bíða eftir að mál skýrist á meðan fylgið reyt- ist af flokknum. „Það að fá þrjátíu prósent í skoð- anakönnunum er ekki staða sem sjálfstæðismenn eru vanir og það hlýtur að vera alveg óviðunandi frá þeirra sjónarhorni,“ segir Gunnar Helgi. „Það má ætla að hluti vand- ans sé að þeir eru með afar óljósa forystu og hafa ekki gefið skýr svör um framhaldið. Þeir neyðast til að reyna að gera eitthvað í því,“ segir hann. „Kannski eru menn bara að vonast til þess að Vilhjálmur leysi úr vandanum.“ Heimildir herma að meðal for- ystumanna flokksins sé viðkvæðið að skaðinn sé skeður og ekki sé hægt að bæta hann með plástrum. Endurvinna þurfi traust almenn- ings fyrir næstu kosningar. Ólíklegt þykir að botn fáist í málið fyrr en í fyrsta lagi á haust- mánuðum en nær útilokað er að borgarstjórinn verði sóttur út fyrir raðir borgarstjórnarflokksins, ákveði Vilhjálmur að stíga til hlið- ar. stigur@frettabladid.is RÁÐHÚSIÐ Í REYKJAVÍK Óvissa ríkir um hver tekur við sem næsti borgarstjóri. FRÉTTABLAÐIÐ / STEFÁN Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson: „Það hefur ekki verið ákveðið enn.“ Hanna Birna Kristj- ánsdóttir: „Nei, það hefur ekki verið ákveðið.“ Gísli Marteinn Baldursson: „Það er bara ekki til umræðu eins og er, ekki frekar en hvert verður borgarstjóra- efni minnihlutans.“ Júlíus Vífill Ingvarsson: „Nei, það á eftir að ræða það.“ Kjartan Magnús- son: „Nei, ég get það ekki núna.“ Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir: „Nei, það er ekkert verið að ræða þetta.“ Jórunn Frímanns- dóttir: „Mér finnst þetta ekki tímabær spurning og hef ekki hugmynd um það á þessu stigi. Við erum klárlega með oddvita sem leiðir hópinn núna.“ FRAMKVÆMDIR Á MIKLUBRAUT Nýja forgangsakreinin er eingöngu ætluð strætisvögnum og leigubílum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Ákærður fyrir hryðjuverk Sænskur athafnamaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk í Marokkó. Maðurinn er grunaður um að hafa fengið sjálfboðaliða til að taka þátt í Íraksstríðinu, að sögn Expressen. SVÍÞJÓÐ GENGUR Á VATNI Þýski listamaður- inn Arnd Drossel leikur sér að því að ganga á vatni í sérútbúinni stálgrindar- kúlu sinni á Genfarvatni í Sviss. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BRUNAVARNIR Anton Björn Markússon, lögmaður hjá Reykja- víkurborg, segir lagabreytingar þurfa til að tryggja að sveitarfé- lög og slökkvilið beri ekki sjálf kostnað vegna bruna og mengun- aróhappa. Tilefnið er dómur Hæstaréttar sem hafnar 26 milljóna króna kröfu Slökkvliðs höfuðborgarsvæðisins á hendur Hringrás ehf. eftir stórbruna hjá fyrirtækinu í nóvember 2004. Anton segir ekki eiga að setja slökkviliðsstjóra í þá stöðu að velja kostnaðarminnstu aðgerð við björgunarstörf. Þetta kemur fram í minnisblaði til stjórnar slökkvliðsins. - gar Lögmaður Reykjavíkurborgar: Slökkvilið beri ekki brunatjón

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.