Fréttablaðið - 22.05.2008, Síða 34

Fréttablaðið - 22.05.2008, Síða 34
[ ] Góður svefn veitir hvíld, frið og endurnæringu. Tímabundið svefnleysi getur haft óþægileg- ar afleiðingar í daglegu lífi á meðan langvarandi svefnleysi getur beinlínis verið skaðlegt heilsunni. Meðalsvefnþörf fullorðinna er talin vera sjö til níu klukkustundir en börn og unglingar þurfa meiri svefn. Svefnmagnið skiptir samt ekki mestu máli heldur gæði svefnsins. Svefntruflanir geta sett strik í reikninginn, en þær eru mun algengari en fólk gerir sér grein fyrir. Júlíus Björnsson sál- fræðingur segir að afleiðingar svefnskorts og svefntruflana séu margvíslegar. „Fólk sem ekki hvíl- ist nægilega lendir í vandræðum að degi til. Stærstu og helstu ein- kennin eru dagsyfja og þreyta. Síðan getur fólk lent í vandræðum með einbeitingu og athygli og dómgreindin skerðist. Sem betur fer eru þeir ekki margir sem upp- lifa svefnleysi í langan tíma.“ Svefnheilsufræði kemur meðal annars inn á almennar reglur er tengjast góðum svefni, að sögn Júlíusar. „Ef fólk er á annað borð heilbrigt á ekki að vera vandi að tryggja sér nægan svefn. Mjög margir þættir spila þó inn í, eins og kyn, aldur, lífsstíll, líkamlegir og andlegir sjúkdómar og streita. Þegar svefninn er í ólagi er það merki um að eitthvað sé í ólagi hjá okkur sjálfum.“ Júlíus segir að öruggasti mæli- kvarðinn á góðan svefn sé að vakna úthvíldur og líða vel yfir daginn. Að vakna á sama tíma hvern dag leiðir til betri og sterk- ari dægursveiflu, sem bætir hæfi- leikann til að sofna á réttum tíma. Forðast á áfengi og koffíndrykki fyrir svefn, og líkamsrækt að kvöldi getur leitt til sundurslitins svefns. „Þegar bæta á svefninn er aðal- atriðið að vera þolinmóður. Það tekur tíma að koma sér út úr óeðli- legu svefnmynstri. Svefnvanda er næstum aldrei hægt að bæta snöggt og snarlega. Mikilvægt er að hafa í huga að það eru lífsgæði að fá góðan svefn. Gefum okkur því tíma til að njóta nægrar hvíldar.“ Þeir sem vilja fá upplýsingar um svefn og svefnvanda er bent á heimasíðurnar www.doktor.is, landlaeknir.is og www.persona.is. klara@frettabladid.is Gæði mikilvægari en magn Júlíus Björnsson sálfræðingur hefur lengi rannsakað svefn og svefnvanda. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hár segir mikið til um hvernig við hugsum um líkama okkar og heilsu. Fallegt og heilbrigt hár endurspeglar lífsstíl okkar. ALCO-GEL Sótthreinsandi handgel. Engin flörf fyrir sápu og vatn. Fæst í apótekum um land allt. Stórhöfða 25 • 110 Reykjavík • sími 569 3100 • www.eirberg.is Hjartastuðtæki innan seilingar veitir öryggi. Nauðsynlegt í fyrirtæki, heimahús, opinberar stofnanir, íþróttamannvirki, verslunarmiðstöðvar og víðar. Primedic er mest selda hjartastuðtækið í Noregi. Nánari upplýsingar veitir Hrefna Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Björgum mannslífum! Ávallt tilbúið til notkunar Einfalt og öruggt Einn aðgerðarhnappur Lithium rafhlaða Íslenskt tal Hjartastuðtæki Heart Save Góður svefn veitir hvíld, frið og endurnæringu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.